Unnið að breytingum á félagslögum STH

Stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur vinnur að því að gera verulegar breytingar á lögum félagsins, enda löngu tímabært. Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna hefur unnið að verkefninu með stjórninni auk þess sem leitað hefur verið eftir aðstoð frá lögfræðingum félagsins og BSRB. Afurðin lofar góðu. Drögin eru hér meðfylgjandi. Einnig er hægt að fá þau á pappírsformi á Skrifstofu stéttarfélaganna. Til stendur að afgreiða þau formlega á aðalfundi félagsins í vor.

Lög Starfsmannafélags Húsavíkur

  1. gr. Heiti félagsins og varnarþing
    Félagið heitir Starfsmannafélag Húsavíkur (skammstafað STH). Heimili þess og varnarþing er á Húsavík.

 

  1. gr. Tilgangur og starfssvæði
    Félagið er stéttar- og hagsmunafélag starfsmanna ríkis og sveitarfélaga á félagssvæðinu, sem nær yfir sveitarfélög í Þingeyjarsýslum sveitarfélögin Norðurþing, Tjörneshrepp og Þingeyjarsveit. Einnig starfsmanna sjálfseignarstofnana á félagssvæðinu, sem eru að meirihluta í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga og vinna í almannaþágu og taka laun eftir kjarasamningum félagsins.

 

Tilgangur félagsins er m.a.:

  1. a) Að fara með umboð félagsins við gerð kjarasamninga samkvæmt lögum og reglugerðum um kjarasamninga og við aðrar sameiginlegar ákvarðanir félagsmanna.
    b) Að gæta hagsmuna félaga sinna launalega, félagslega og faglega, t.d. um starfskjör, eftirlaun og önnur réttindi sem og skyldur. Að sinna hagsmunagæslu félagsmanna í öllu því er varðar laun, önnur kjör og starfsréttindi hvers konar.
    c) Að vinna að bættum samhug félaga sinna með aukinni fræðslu og menningarstarfsemi, svo og kynningu þeirra og samhjálp eftir því sem tök eru á.
    d
    ) Að skapa bætta félagslega aðstöðu og m.a. starfrækja orlofsíbúðir orlofsheimili. Félagið er óháð stjórnmálaflokkum.
    e) Að stuðla að samvinnu opinberra starfsmanna og samtaka launafólks.
    c) Koma fram opinberlega fyrir hönd félagsmanna.
    d) Að starfa að öðrum þeim málum sem að mati stjórnar mega verða félagsmönnum til heilla.
  2. gr. Félagsaðild
    Rétt til inngöngu í félagið eiga þeir starfsmenn, sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
    a) Þeir sem eru ráðnir starfsmenn Norðurþings eða stofnana, sem stjórnað er af Bæjarstjórn Norðurþings eða nefndum, sem Bæjarstjórn skipar að meirihluta enda séu þeir ráðnir af Bæjarstjórn eða  stjórnum þessara stofnana.
    b) Starfsmenn sjálfseignarstofnana, sem starfa í almannaþágu samkvæmt lögum eða fyrirmælum ríkisins eða sveitarfélaga á félagssvæðinu, enda semji félagið um launakjör þeirra.

 

Öllum þeim sem hafa gegnt starfi í þrjá mánuði eða lengur og taka reglulega mánaðarlaun hjá fyrrgreindum aðilum er heimilt að ganga í Starfsmannafélag Húsavíkur.

 

Rétt til inngöngu í félagið eiga:

 

  1. a) Einstaklingar sem starfa hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu.
    b) Einstaklingar sem starfa hjá stofnunum ríkisins á félagssvæðinu.
    c) Einstaklingar, sem starfa hjá sjálfseignarstofnunum á félagssvæðinu, sbr. 2. gr. laga um
    kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986.
    d) Einstaklingar sem starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum á félagssvæðinu sem starfa í almannaþágu, enda hafi viðkomandi stofnun eða starfsemi áður verið á vegum sveitarfélags, ríkis eða sjálfseignarstofnunnar.
    e) Einstaklingar sem starfa hjá félagasamtökum sem starfa í almannaþágu eða á grundvelli
    almannafjár.
    f) Stjórninni er heimilt að samþykkja einstaklinga sem starfa utan almannaþjónustu og eiga ekki aðild að öðru stéttarfélagi að undangenginni umræðu innan stjórnar um lögmætar aðstæður þar að baki.
    g) Einstaklingur sem uppfyllir eitthvert af ofangreindum skilyrðum til þess að geta orðið
    félagsmaður og greiðir félagsgjald til félagsins, telst þar með félagsmaður.

4.gr. Félagsaðild við atvinnuleysi og starfslok
Félagsmaður, sem verður atvinnulaus skal halda þeim félagsréttindum sem hann hafði áunnið sér og er á færi félagsins að veita meðan hann er atvinnulaus. Stjórn félagsins er heimilt að fella niður félagsgjald þeirra sem eru atvinnulausir.

Félagsmaður, sem hverfur frá vinnu tímabundið og tekur ekki annað launað starf skal halda áunnum félagsréttindum sínum í allt að 2 ár. Félagsréttindin skulu þó háð því að hann standi skil á lágmarksgjaldi ár hvert, skv. ákvörðun stjórnar hverju sinni.

Félagsmaður, sem lætur af starfi á aldursmörkum eða vegna veikinda og hefur unnið sér rétt til eftirlauna eða örorkubóta, heldur öllum félagsréttindum, en skal vera gjaldfrjáls.

Félagar geta óskað þess að stjórn félagsins hafi afskipti af ráðningarkjörum, starfskjörum, eftirlaunum, brottvikningu og öðru því, sem máli skiptir í samræmi við tilgang félagsins.

 

Gangi félagsmaður úr þjónustu stofnanna ríkisins, sveitarfélaga, sjálfseignastofnanna eða félaga sem falla undir ákvæði 3. gr. eða hætti störfum hjá atvinnurekanda telst hann ekki lengur í félaginu.

Félagsmaður, sem verður atvinnulaus, á rétt til áframhaldandi félagsaðildar meðan hann er á skrá sem atvinnulaus, enda eigi hann ekki aðild að öðru stéttarfélagi. Atvinnulausir greiða félagsgjald en heimilt er stjórn félagsins að fella það niður að hluta eða öllu leyti, komi fram beiðni um það.

Félagsmaður sem lætur af starfi meðan hann er félagsmaður fyrir aldursakir, vegna veikinda eða hefur unnið sér rétt til eftirlauna eða örorkubóta, heldur réttindum skv. samþykktum í lífeyrisdeild ef hann kýs, en skal vera gjaldfrjáls.

Rísi deila um lögmæti uppsagnar félagsmanns úr starfi telst hann vera félagsmaður þar til hún er til lykta leidd.

Félagsmenn sem ráðnir eru til starfa hjá félaginu eða heildarsamtökum opinberra starfsmanna, halda enn fremur óskertum félagsréttindum meðan þeir gegna slíku starfi.

 

  1. gr. Virkir félagsmenn
    Þeir félagsmenn sem greiða félagsgjöld til STH teljast virkir félagsmenn. Einungis virkir félagsmenn geta boðið sig fram, verið skipaðir og tekið að sér trúnaðarstörf fyrir STH, sjóði, nefndir og ráð, ásamt nefndum BSRB.

Verði lengra en þriggja mánaða rof á greiðslu félagsgjalds félagsmanns til félagsins leiðir það sjálfkrafa til þess að félagsmaðurinn er leystur frá öllum trúnaðarstörfum fyrir STH, sjóði, nefndir og ráð ásamt nefndum BSRB.

Stjórn STH er þó heimilt að veita tímabundna undanþágu að hámarki 6 mánuði í senn til
áframhaldandi trúnaðarstarfa þrátt fyrir að félagsmaður sé ekki virkur félagsmaður. Grein þessi á ekki við um starfsmenn meðan ráðning varir.

5.gr. Skyldur félagsmanna
Allir félagar eru skyldir til að hlýða lögum og lögmætum samþykktum félagsins.

Þyki sannað að félagsmaður hafi framið alvarlegt brot á lögum þessum eða vísvitandi valdið félaginu tjóni, getur aðalfundur vikið honum úr félaginu, en til þess þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

 

5.gr. Úrsögn úr félaginu
Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg tilkynning til stjórnar og öðlast hún gildi frá þeim tíma er hún berst félagsstjórn, enda sé félagsmaður þá skuldlaus við félagið. Úrsögn öðlast þó ekki gildi eftir að ákvörðun um verkfall hefur verið tekin og meðan á verkfalli stendur, heldur frestast gildistaka hennar þar til verkfalli lýkur.

Halda skal aukaskrá yfir þá sem ekki eru félagsmenn, en greiða gjald til félagsins skv. 2. mgr. 7. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og hafa tilkynnt það skriflega, að þeir óski ekki eftir að vera félagsmenn.

 

Þeir sem á aukaskrá eru, njóta ekki atkvæðisréttar né annarra félagsréttinda svo sem aðildar að sjóðum félagsins, en taka laun eftir kjarasamningi félagsins og njóta þjónustu samkvæmt honum.

 

Ef sá sem á aukaskrá er óskar eftir að gerast félagsmaður skal hann tilkynna það stjórn félagsins skriflega og telst þá félagsmaður frá því tilkynningin berst stjórninni.

6.gr. Stjórnarkjör, undirnefndir og kjör skoðunarmanna
Stjórn félagsins skal skipuð 3 aðalmönnum og 2 varamönnum.

Skulu þeir kosnir annað hvert ár, til tveggja ára í senn, óhlutbundinni kosningu, á aðalfundi félagsins. Formaður, ritari og einn varamaður skal kosinn annað árið og hitt árið gjaldkeri og einn varamaður.

 

Aðalfundur kýs tvo endurskoðendur félagsreikninga skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs. Stjórn er heimilt að skipa undirnefndir vegna sérverkefna sem stjórn hefur á borði sínu.

7.gr. Störf stjórnar
Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli aðalfunda.

 

Formaður kallar saman félagsfundi og stjórnarfundi og stjórnar þeim og er hann forsvarsmaður félagsins. Þó er formanni heimilt að skipa annan fundarstjóra.  Jafnframt veitir hann móttöku á erindum og bréfum til félagsins og annast samskipti fyrir þess hönd nema hann ákveði annað s.s. að fela skrifstofu félagsins að sjá um það.

 

Ritari heldur gerðabók og færir í hana ágrip af því, sem gerist á stjórnar- og félagsfundum. Hann undirritar gerðarbækur félagsins ásamt formanni eða fundarstjóra.

 

Heimilt er að skrá fundargerðir rafrænt í tölvu í stað þess að þær séu færðar í sérstakar fundargerðarbækur. Skulu fundargerðir stjórnarfunda sendar öllum sem fundinn sátu ekki síðar en fyrir næsta reglulegan fund.

 

Heimilt er að taka fundi félagsins upp á hljóð- og/eða mynd en fundargerðir skulu engu að síður skráðar. Þess skal gætt að lög um persónuvernd séu virt komi til þess að fundir séu hljóðritaðir, teknar upp á myndband eða sjónvarpað.

 

Hann heldur einnig spjaldskrá yfir alla félagsmenn.

Gjaldkeri varðveitir alla fjármuni félagsins. Allt handbært fé skal geymt í banka eða á annan hátt, sem stjórnin ákveður.

Gjaldkeri hefur eftirlit með innheimtu á félagsgjöldum og greiðir alla reikninga eftir að formaður hefur áritað þá.

Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða ársreikninga á aðalfundi.

 

Stjórn ber ábyrgð á fjárreiðum og eignum félagsins og tekur allar meiriháttar ákvarðanir er snúa að fjármálum. Stjórn skal sjá svo um að fjármál séu í góðu horfi svo sem bókhald og meðferð fjármuna.

 

Heimilt er að fela öðrum aðila að annast rekstur og skrifstofuhald fyrir félagið, þ.m.t. að sinna ofangreindum verkefnum gjaldkera, samkvæmt ákvörðun stjórnar á hverjum tíma.

 

8.gr. Kjör trúnaðarmanna
Á hverjum vinnustað, þar sem starfa fimm eða fleiri félagsmenn, skal í októbermánuði ár hvert fara fram val trúnaðarmanns, er sé síðan tilkynnt félagsstjórn. Velja má annan til vara.

Berist eigi tilkynning fyrir 10. nóvember skal félagsstjórn skipa trúnaðarmann án tilnefningar og tilkynna það félögum á vinnustaðnum.

Félagsstjórn setur trúnaðarmönnum starfsreglur.

Stjórn félagsins skal sjá um að félagsmenn kjósi trúnaðarmenn á vinnustöðum samkvæmt 28. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og 9. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Val trúnaðarmanna skal tilkynna vinnuveitanda og stjórn STH þegar í stað.

 

9.gr. Atkvæðagreiðsla um málefni félagsins
Heimilt er stjórninni að leita skriflegrar atkvæðagreiðslu allra félagsmanna um þau mál sem þykja mikilsvarðandi fyrir félagið.

 

10.gr. Félagsfundir
Boða skal til félagsfundar svo oft sem stjórnin telur þörf á.

 

Þá geta félagsmenn, skriflega, krafist þess að fundur verði haldinn í félaginu og er stjórninni skylt að taka það til greina, ef 1/5 hluti félagsmanna krefst þess og tilgreinir fundarefni. Er þá formanni skylt að boða til fundar innan 7 daga frá því er honum barst krafan.

 

11.gr. Boðun félags- og aðalfunda
Félagsfundir skulu boðaðir bréflega eða með auglýsingum eða á annan viðurkenndan hátt, s.s. á heimasíðu félagsins á vinnustöðum eða í útvarpi, með minnst eins sólarhrings tveggja sólarhringa fyrirvara og aðalfundir með minnst tveggja sjö sólarhringa fyrirvara. Jafnan skal tilgreina fundarefni í fundarboði.

 

Allir félags- og aðalfundir eru lögmætir, ef boðaðir hafa verið samkvæmt fyrirmælum þessarar greinar.

 

12.gr. Félagsgjald
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Ákvörðun árgjalds skal fara fram á aðalfundi. Árstillög félagsmanna og greiðslufyrirkomulag þeirra skal ákveða á aðalfundi.

 

13.gr. Aðalfundur
Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn ár hvert fyrir lok maí. Sérstök verkefni aðalfundar eru þessi:

 

  1. Kjör á starfsmönnum fundarins
  2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu
  4. Ákvörðun félagsgjalds
  5. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarskrifstofu
  6. Lagabreytingar, ef þær liggja fyrir
  7. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna samkvæmt 6. grein
  8. Kosning fulltrúa í orlofs, ferðamála og starfskjaranefnd
  9. Kosning fulltrúa á þing BSRB
  10. Ákvörðun um laun stjórnar, annarra stjórna, ráða og nefnda
  11. Önnur mál

 

Aðalfundi skal stjórnað samkvæmt fundarsköpum BSRB. Afl atkvæða ræður, en mál fellur á jöfnum atkvæðum. Falli atkvæði jöfn í kosningu gildir hlutkestisreglan.

 

  1. a) Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
    b) Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár.
    c) Tekin ákvörðun um árgjöld félagsmanna.
    d) Lagabreytingar, enda hafi tillögur til breytinga borist stjórn félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund.
    e) Kosning stjórnar samkvæmt 6. grein.
    f) Kosning endurskoðenda samkvæmt 6. grein.
    g) Kosning fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar.
    h) Kosning fulltrúa á þing B.S.R.B.
    i) Kosning fulltrúa í orlofs-, ferðamála- og starfskjaranefnd.
    j) Önnur mál, sem fram koma á fundinum.

 

  1. gr. Fundarsköp
    Fundum skal stjórnað eftir venjulegum fundarsköpum. Einfaldur meirihluti ræður útslitum mála nema við lagabreytingar þarf 3/5 hluta greiddra atkvæða fundarmanna til þess að breyting sé löglega samþykkt.

 

  1. gr. Samninganefnd

Samninganefnd félagsins skal skipuð af aðalfundi. Verði því ekki við komið, getur stjórnin á hverjum tíma skipað samninganefnd.

 

Samninganefndin hefur yfirumsjón með gerð einstakra kjarasamninga við fyrirtæki, ríkið, sveitarfélög, sjálfseignastofnanir auk stofnanasamninga.

 

Þegar kemur að samningum fyrir einstaka hópa skal samninganefndin skipta sér niður og fá til liðs við sig trúnaðarmenn eða félagsmenn sem starfa á þeim vettvangi sem um ræðir.

 

Ákvarðanir um kaup og kjör sem varða einn hópinn sérstaklega skulu einungis bornar undir hann.

 

  1. gr. Verkföll og aðrar vinnudeilur
    Stjórn, að höfðu samráði við viðkomandi samninganefnd tekur ákvörðun um allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls, og fer um boðunina skv. 15. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 eða II. kafla laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eftir því sem við á.

Samkomulag um kjarasamning skal samninganefnd félagsins undirrita með fyrirvara. Samninganefndin getur þó falið öðrum umboð til þess f.h. félagsins.

Um endanlegt samþykki þeirra félagsmanna sem kjarasamningurinn tekur til, skal viðhafa
allsherjaratkvæðagreiðslu eins fljótt og kostur er.

Samninganefnd tekur ákvörðun um frestun eða afboðun verkfalls eftir undirritun kjarasamnings.

 

  1. gr. Laganefnd
    Stjórnin skipar þrjá félagsmenn í lagabreytinganefnd og einn til vara, til tveggja ára í senn. Nefndin skal sjá um endurskoðun á lögum félagsins.

 

  1. gr. Lagabreytingar

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda hafi tillögur þar að lútandi borist til félagsstjórnar áður en aðalfundur er auglýstur og þeirra getið í fundarboði.

 

Tillögur til lagabreytinga skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 sólarhringum fyrir aðalfund. Á aðalfundi er heimilt að gera breytingartillögur við löglega fram komnar tillögur til lagabreytinga enda feli breytingartillögur ekki í sér óskyld efni við upprunalegu tillögurnar.

 

Til að lagabreyting nái fram að ganga verður hún að vera samþykkt með 3/5 greiddra atkvæða.

 

Um leið og samþykkt er breyting á lögum skal ákveðið með fundarsamþykkt hvenær breytingin tekur gildi.

 

15.gr. Slit félagsins
Félagið má ekki leysa upp nema með samþykkt 3/4 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi félagsins enda hafi þess verið getið í fundarboði að fyrir liggi tillaga um félagsslit. Verði félagið leyst upp, ber aðalfundi að ráðstafa eignum þess.  Einnig að tryggja varðveislu á skjölum þess og gerðarbókum.

 

16.gr. Samþykktir félagsins
Með samþykkt þessara laga falla úr gildi lög S.T.H. frá 19. apríl 1994.

Þannig samþykkt á aðalfundi 25. nóvember 2011.

Með samþykkt þessara laga falla úr gildi eldri lög STH frá 19. apríl 1994 með breytingum sem samþykktar voru

Þannig samþykkt á aðalfundi 25. nóvember 2011. Þannig samþykkt á aðalfundi félagsins ?. apríl 2022.

 

 

 

Helstu upplýsingar um nýgerðan kjarasamning á mannamáli – Tökum þátt í atkvæðagreiðslu um samninginn  

Mikilvægar upplýsingar:
Hér má lesa helstu upplýsingar um nýgerðan kjarasamning SGS og SA sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn sem starfa á almenna vinnumarkaðinum.

Fyrir hverja er samningurinn?
Takið vel eftir, kjarasamningurinn nær ekki til starfsmanna við verslun og þjónustu sem starfa eftir kjarasamningi Verslunar- og skrifstofufólks. Hann nær heldur ekki til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga.

Tímamót í samningagerð
Alls skrifuðu 17 af 19 aðildarfélögum SGS undir samninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara laugardaginn 3. desember. Um er að ræða svokallaðan skammtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem kjarasamningur á almennum vinnumarkaði gildir frá sama tíma og sá eldri rennur út, í því eru fólgin mikil verðmæti fyrir launafólk.

Yfir 50.000 kr. hækkun
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember 2022 um að lágmarki 35.000 kr. Að auki felur samningurinn í sér lagfæringu á launatöflunni, sem gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 52.000 kr. á mánuði. Dæmi um hækkun: Bílstjórar sem taka laun eftir 17. launaflokk hækka úr kr. 401.181,- í kr. 453.439,- frá 1. nóvember verði samningurinn samþykktur.

Hvað með hina sem ekki eru á töxtum?
Laun þeirra sem ekki taka laun eftir kauptöxtum, þ.e. eru á mánaðarlaunum, hækka um 33.000 kr. frá 1. nóvember.

Desemberuppbótin fer yfir kr. 100.000,-.
Desember- og orlofsuppbætur taka jafnframt hækkunum. Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. og orlofsuppbót verður 56.000 kr. á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023.

Góð hækkun á kaupauka
Kjaratengdir liðir samningsins hækka um 5% frá 1. nóvember og þá hækka kaupaukar í fiskvinnslu um 8% sem mun skila fiskvinnslufólki á bilinu 6.000 – 34.000 kr. hækkun á mánuði.

Hagvaxtaraukin kemur strax
Einnig náðist samkomulag um flýtingu hagvaxtarauka sem þýðir að hagvaxtaraukinn sem átti að koma til greiðslu 1. maí 2023 verður flýtt og verður hann að fullu efndur með hækkun 1. nóvember. Það mun skila ávinningi sem nemur 78.000 kr. eða tæpum 6.000 kr. á mánuði og er hann meðtalinn í áðurnefndum taxta- og mánaðalaunahækkunum. Jafnframt var gert samkomulag um að með þessari hækkun og flýtingu komi ekki til frekara endurmats á hagvaxtarauka skv. kjarasamningnum frá 2019.

Samningurinn styður við kaupmátt launa láglaunafólks
Kjarasamningurinn er framlenging á Lífskjarasamningnum sem gilti frá 2019-2022. Samningsaðilar eru sammála um að samningurinn styðji við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn geti þannig byggt undir stöðugleika og skapað forsendur fyrir langtímasamningi. 

Atkvæðagreiðsla hafin
Nú tekur við kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsmanna Framsýnar. Niðurstaða afgreiðslu samningsins á að liggja fyrir ekki síðar en mánudaginn 19. desember næstkomandi. Atkvæðagreiðslan hefst föstudaginn 9. desember kl. 12:00 og klárast kl. 12:00 mánudaginn 19. desember. Framsýn mun standa fyrir félagsfundi mánudaginn 12. desember auk þess sem vinnustöðum stendur til boða að fá kynningu á samningnum. Eitt símtal og við komum á svæðið í einum grænum.

Hafðu endilega samband
Starfsfólk stéttarfélaganna er ávallt reiðubúið að svara fyrirspurnum um samninginn og fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar. Endilega hafið samband.

Launahækkanir eru bundnar því að menn greiði atkvæði um samninginn og samþykki hann. Að öðrum kosti koma þær ekki til framkvæmda 1. nóvember.

Framsýn – Union meeting

Framsýn trade union is calling for a meeting to introduce the newly concluded collective agreement between Confederation of Icelandic Enterprise (SA) and Federation of General and Special Workers in Iceland (SGS), which was signed on Saturday, December 3.

The collective agreement covers members of Framsyn who work in the general labor market.

The meeting will be held on Monday, December 12 at 17:00 in the meeting hall of the trade unions on Garðarsbraut 26. There will be an electronic vote on the agreement. More details on the arrangements for the voting can be found on the union’s website; framsyn.is.

Board of Framsýn

Félagsfundur mánudaginn 12. desember um nýgerðan kjarasamning

Framsýn stéttarfélag boðar til fundar um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins  og Starfsgreinasambands Íslands sem undirritaður var laugardaginn 3. desember.

Kjarasamningurinn nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa á almenna vinnumarkaðinum, ekki við verslun og þjónustu eða hjá ríkinu og sveitarfélögum.

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 12. desember kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Rafræn kosning verður um samninginn. Sjá má nánara fyrirkomulag um kosninguna inn á heimasíðu félagsins framsyn.is. í vikunni þegar búið verður að forma hana.

Félagar, fjölmennið og hafið skoðanir á kjarasamningnum. Verði hann samþykktur í atkvæðagreiðslu gildir hann frá 1. nóvember að öðrum kosti verður viðræðum við Samtök atvinnulífsins haldið áfram.

Stjórn Framsýnar

„Ómaklega vegið að formanni SGS“

Aðal­steinn Á. Bald­urs­son formaður Fram­sýn­ar seg­ir fyr­ir neðan all­ar hell­ur hvernig for­ystu­menn í verka­lýðshreyf­ing­unni hafa vegið að Vil­hjálmi Birg­is­syni for­manni Starfs­greina­sam­band­ins (SGS) eft­ir und­ir­rit­un kjara­samn­inga SGS og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á laug­ar­dag­inn.

„Mér finnst ómak­lega vegið að for­manni Starfs­greina­sam­bands­ins, og ekki bara hon­um held­ur líka að öll­um for­mönn­un­um sem að þessu komu og að þeim þúsund­um fé­lags­manna sem komu að því að móta kröfu­gerðina. Þetta er svo ósann­garnt að það hálfa væri nóg, enda er mörg­um mis­boðið yfir svona at­hygli sem menn eru að sækja sér með því að gera lítið úr öðrum,“ seg­ir Aðal­steinn.

Fram­sýn er eitt þeirra 17 SGS-fé­laga sem standa að kjara­samn­ingn­um. Aðal­steini líst vel á samn­ing­inn.

Um­fjöll­un­ina í heild sinni er hægt að nálg­ast í Morg­un­blaðinu í dag.

Mynd: Ragnar Árnason frá SA og Aðalsteinn Árni Baldursson eru á meðfylgjandi mynd sem tekin er þegar formaður Framsýnar skrifaði undir samninginn fh. félagsmanna á Húsavík í gær.

(Heimild mbl.is)

Skrifað undir kjarasamning

Formaður Framsýnar kom því ekki við að skrifa undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands fh. Framsýnar sem undirritaður var laugardaginn 3. desember hjá Ríkissáttasemjara í Reykjavík. Ástæðan var ljósmyndasýning á vegum Framsýnar og samstarfsaðila í Safnahúsinu á Húsavík á Fjölmenningardegi auk þess sem ekki er flogið frá Húsavík á laugardögum. Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA átti leið til Húsavíkur í morgun til að hefja viðræður við Framsýn og Þingiðn um endurnýjun á sérkjarasamningi stéttarfélaganna við PCC. Við það tækifæri kom hann með kjarasamninginn norður svo formaður Framsýnar gæti skrifað formlega undir samninginn sem nær til félagsmanna Framsýnar á almenna vinnumarkaðinum. Rétt er að taka fram að hann nær ekki til sjómanna eða verslunar- og skrifstofufólks innan félagsins. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun hefjast á næstu dögum, henni á að vera lokið 19. desember. Nánar verður fjallað um kynningu á samningnum og atkvæðagreiðsluna hér á heimasíðunni á næstu dögum.

 

Samningaviðræður hafnar milli PCC og Framsýnar/Þingiðnar

Viðræður eru hafnar milli stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar vegna PCC á Bakka um endurnýjun á sérkjarasamningi aðila sem rann út í lok nóvember. Fyrsti samningafundurinn var haldinn í morgun og verður viðræðum aðila fram haldið á næstu dögum. Fullur vilji er til þess að klára viðræðurnar fyrir áramótin. Um 150 manns starfa hjá PCC á Bakka. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var rétt í þessu, í fundarsal stéttarfélaganna má sjá samninganefndir starfsmanna og PCC. Fundurinn fór vel fram enda fullur vilji til þess að ganga frá ásættanlegum kjarasamningi milli aðila sem fyrst.

 

 

Hlut­fall er­lends vinnu­afls aldrei hærra -Stéttarfélögin mæta stöðunni-

Ekki er ólíklegt að erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á komandi áratugum miðað við spár sem lagðar hafa verið fram. Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum búsettum hér hefur fjölgað um 160%. Árið 2005 voru innflytjendur sjö prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði á Íslandi. Þeim fjölgaði lítillega fram að hruni, þeim hætti þá að fjölga, en frá 2011 hefur þeim fjölgað nær stöðugt. Nú er talið að innflytjendur séu tæpur fjórðungur vinnuaflsins. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022 til 2025 en á sama tíma muni innlendum íbúum á starfsaldri einungis fjölga um 3 þúsund. Ef spá samtakanna rætist mun hlutfall innflytjenda af starfandi fólki vera komið yfir 27% á árinu 2025.

Varðandi félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hefur íbúum með erlent ríkisfang fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2011 til dagsins í dag, með smá niðursveiflu á tímabilinu sem tengist stórframkvæmdum á svæðinu. Íbúum með erlent ríkisfang var um 190 árið 2011 en var komið í 673 árið 2021. Sem hlutfall af íbúum á svæðinu fór það úr 4,43% 2011 í 15,26% árið 2021. Í ljósi þessa og þar sem flest bendir til þess að fjölgunin á erlendu vinnuafli verði nokkuð ör á félagssvæði stéttarfélaganna á komandi árum hafa félögin samþykkt að efla enn frekar þjónustu við erlenda félagsmenn og stórauka vinnustaðaeftirlit. Hvað það varðar er í vinnslu að ráða starfsmann til starfa hjá stéttarfélögunum eftir áramótin sem hafi það hlutverk að vera „umboðsmaður“ erlendra félagsmanna á félagssvæði stéttarfélaganna. Félögin eiga í viðræðum við einn af þeim sem sótti um starf þjónustufulltrúa hjá stéttarfélögunum um að taka starfið að sér. Fyrir Covid voru stéttarfélögin með Aðalstein J. Halldórsson í vinnustaðaeftirliti en starf hans var lagt niður í Covid. Nú þegar árar betur er full þörf á því að auka vinnustaðaeftirlitið um leið og þjónusta við erlenda félagsmenn verður stóraukið. Þannig tryggjum við best heilbrigðan vinnumarkað.

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum vinna að því að ráða starfsmann í hlutastarf til að sinna erlendum félagsmönnum á félagssvæðinu. Vilji félaganna er að stórauka þjónustu við þennan hóp félagsmanna sem fer fjölgandi þar sem veruleg vöntun er á vinnuafli á svæðinu.

Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins undirritaður – Framsýn aðili að samningnum

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. 17 af 19 aðildarfélögum SGS undirrituðu samninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara á fimmta tímanum í dag. Um er að ræða svokallaðan skammtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem kjarasamningur á almennum vinnumarkaði gildir frá sama tíma og sá eldri rennur út og í því eru fólgin mikil verðmæti fyrir launafólk. 

Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember 2022 um að lágmarki 35.000 kr. Að auki felur samningurinn í sér lagfæringu á launatöflunni, sem gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 52.000 kr. á mánuði. Laun þeirra sem ekki taka laun eftir kauptöxtum, þ.e. eru á mánaðarlaunum, hækka um 33.000 kr. frá 1. nóvember. Desember- og orlofsuppbætur taka jafnframt hækkunum. Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. og orlofsuppbót verður 56.000 kr. á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023. Kjaratengdir liðir samningsins hækka um 5% frá 1. nóvember og þá hækka bónusar og akkorð í fiskvinnslu um 8% sem mun skila fiskvinnslufólki á bilinu 6.000 – 34.000 kr. hækkun á mánuði. 

Einnig náðist samkomulag um flýtingu hagvaxtarauka sem þýðir að hagvaxtaraukinn sem átti að koma til greiðslu 1. maí 2023 verður flýtt og verður hann að fullu efndur með hækkun 1. nóvember. Það mun skila ávinningi sem nemur 78.000 kr. eða tæpum 6.000 kr. á mánuði og er hann meðtalinn í áðurnefndum taxta- og mánaðalaunahækkunum. Jafnframt var gert samkomulag um að með þessari hækkun og flýtingu komi ekki til frekara endurmats á hagvaxtarauka skv. kjarasamningnum frá 2019. 

Kjarasamningurinn er framlenging á Lífskjarasamningnum sem gilti frá 2019-2022. Samningsaðilar eru sammála um að samningurinn styðji við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn geti þannig byggt undir stöðugleika og skapað forsendur fyrir langtímasamningi. 

Nú tekur við kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsmanna. Niðurstaða afgreiðslu samningsins á að liggja fyrir ekki síðar en mánudaginn 19. desember næstkomandi. 

Eftirfarandi félög eiga aðild að samningnum:
AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðsfélagið Hlíf og Stéttarfélag Vesturlands. 

Samninginn má nálgast hér.

Myndir frá undirritun samningsins.

Samningaviðræður hefjast í fyrramálið

Fulltrúar Framsýnar og PCC hafa verið í sambandi í dag til að ræða fyrirkomulag viðræðna um endurnýjun á sérkjarasamningi aðila sem rann út um síðustu mánaðamót. Ákveðið var að hefja formlegar viðræður í fyrramálið kl. 10:00. Formaður Framsýnar ásamt trúnaðarmönnum starfsmanna munu taka þátt í viðræðunum fh. starfsmanna.  Frá PCC verða forsvarsmenn fyrirtækisins auk fulltrúa frá Samtökum atvinnulífsins.

Fjölmenni á ljósmyndasýningu

Fjölmenni var á ljósmyndasýningu sem Framsýn stóð að í Safnahúsinu á Húsavík í dag með samstarfsaðilum. Sýningin var hluti að fjölmenningadegi þar sem fulltrúar níu þjóðlanda kynntu matarhefðir frá sínum heimalöndum. Myndirnar á sýningunni voru teknar af Agli Bjarnasyni ljósmyndara sem vann þær í samstarfi við Framsýn og eru þær af erlendu fólki við störf í Þingeyjarsýslum. Boðið var upp á tónlistaratriði og stutt ávörp. Sýningin vakti mikla athygli, en hún verður áfram opin næstu vikurnar. Hér má sjá myndir frá opnuninni og ávarp Óskar Helgadóttur varaformanns Framsýnar sem hún flutti í Safnahúsinu í dag:

Ágæta samkoma

Það er mér sönn ánægja að fá að fylgja hér úr hlaði verkefni sem hefur verið í vinnslu hjá Framsýn stéttarfélagi. Forsögu málsins má rekja til ársins 2018 er Framsýn vann ljósmyndaverkefni í samstarfi við Pétur heitinn Jónasson, til að minnast þess að 100 ár voru liðin frá því að húsvískar verkakonur stofnuðu með sér baráttusamtök, sem þær nefndu Verkakvennafélagið Von. Afrakstur vinnunnar með Pétri var sýning á tuttugu ljósmyndum frá fyrri hluta síðustu aldar og sýndu myndirnar verkakonur við störf. Hugmynd kviknaði að sambærilegu verkefni er viðkemur fólki sem hingað hefur komið erlendis frá í leit að atvinnu og betra lífi. Egill Bjarnason ljósmyndari var ráðinn til verksins en hann hafði áður sýnt verkefninu áhuga. Að verki loknu tók Þórhallur Jónsson hjá Perómyndum við,  framkallaði myndirnar og gekk frá þeim í ramma. Afraksturinn er til mikillar fyrirmyndar eins og sjá má þegar sýningin er skoðuð. Ástæða er til að þakka öllum þeim sem komu að verkefninu fyrir þeirra framlag.

Málefni fólks af erlendum uppruna hafa lengi verið okkur hugleikin. Árið 2007 fóru stéttarfélögin í  Þingeyjarsýslum og  Norðurþing í  samstarfsverkefni sem bar heitið „Samvinna og ábyrgð í málefnum innflytjenda. Þá var Skrifstofa stéttarfélaganna þegar orðin miðstöð ýmissar þjónustu fyrir erlenda starfsmenn á svæðinu. Markmið verkefnisins var að efla innflytjendur í Norðurþingi til þátttöku í atvinnulífinu og samfélaginu almennt, í samræmi við stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum, á þeim tíma. Verkefnið tókst mjög vel og voru helstu samstarfsaðilar sem fyrr segir Norðurþing og stofnanir þess, Þekkingasetur Þingeyinga og atvinnurekendur á svæðinu. Verkefnið fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála árið 2007 auk þess sem Norðurþing lagði því til fjármagn.

Það er gaman að geta þess hér að Framsýn og Þekkingarsetur Þingeyinga stofnuðu á þessum tíma saman Landnemaskóla fyrir nýbúa. Í skólanum var lögð sérstök áhersla á íslenskukennslu og gagnlega samfélagsfræði auk annarra þátta til að auðvelda fólki aðgengi að íslensku samfélagi. Virkilega áhugavert verkefni sem gekk vel.

Áætlað var að 185 erlendir íbúar hafi átt lögheimili í Þingeyjarsýslum í árslok 2007. Síðan þá hefur boltinn heldur betur rúllað, en í ársbyrjun 2022 voru erlendir íbúar á svæðinu orðnir 723 talsins eða um 16% íbúa.  Það má því kannski segja að verkefni stéttarfélaganna og Norðurþings  hafi verið mikilvægur undirbúningur að því sem koma skildi. Við lifum orðið í fjölmenningarsamfélagi.

Það er skylda stéttarfélaga að aðstoða þá sem hingað koma eftir bestu getu og það er ekki alltaf einfalt fyrir fólk að aðlagast samfélaginu og jafnvel gjörólíkri menningu. Og því miður er það svo að þessi hópur er mun útsettari en aðrir hópar fyrir launaþjófnaði og brotastarfsemi á vinnumarkaði.  Samskipti við stofnanir samfélagsins geta reynst fólki ókleifir múrar og samskipti við annað fólk takmarkast þegar viðkomandi getur hvorki tjáð sig á móðurmáli okkar né tekið upplýsingum á því.

Hjá Framsýn ætlum við að efla okkar mikilvæga starf, ekki síst í þágu erlendra starfsmanna,   en félagsmenn Framsýnar af erlendu bergi brotnu eru nálægt 30%.  Við höfum í hyggju að ráða sérstakan starfsmann sem sem hefur gott vald á fleiri en einu erlendu tungumáli, til að sinna þessum málaflokki. Þannig getum við aukið upplýsingaflæði til þessa hóps og þá munum við einnig stórefla vinnustaðaeftirlit á félagssvæðinu.

Það sem liggur fyrst og fremst að baki þessarar sýningar er að við viljum auka vitund Þingeyinga á þeim fjölmörgu einstaklingum sem hingað koma frá ýmsum þjóðlöndum og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins, en við tölum gjarnan um sem erlent vinnuafl. Sumir þessir einstaklingar stoppa stutt, en við skulum ekki gleyma því að aðrir ílengjast hér.

Það þarf alltaf tvo í tangó. Við ætlumst til þess að fólk sem hér kemur aðlagi sig að íslensku samfélagi og menningu, en heimamenn þurfa líka að leggja sitt af mörkum til að mæta þeim, hvort heldur á vinnumarkaði eða annarstaðar. Ættum við ekki að spyrja okkur hvort að við séum nógu meðvituð um að láta nýbúana sem hingað koma finna að þau séu velkomin og raunverulega partur af samfélaginu? Að það séu ekki við og þau, heldur séum við öll í sama liði.

Ósk Helgadóttir

 

Ljósmyndasýning -Samfélagið í hnotskurn-

Ljósmyndasýningin „Samfélagið í hnotskurn“ verður opnuð á jarðhæð Safnahússins laugardaginn 3. desember kl. 14:00. Myndefnið er fólk við störf í okkar nútíma fjölmenningarsamfélagi. Er um að ræða samstarfsverkefni Framsýnar stéttarfélags og Egils Bjarnasonar ljósmyndara. Veitingar í boði.

Framsýn stéttarfélag

 Landsfundur bæjarstarfsmannafélaga

Landsfundur bæjarstarfsmannafélaga 2022 var haldinn á Hótel Laugarbakka dagana 9. til 11. nóvember. Þátttakendur á fundinum voru formenn félaga ásamt fulltrúum stjórnar- og samninganefnda félaganna. Meginefni fundarins var undirbúningur félaganna í aðdraganda kjaraviðræðna auk þess að ræða sameiginleg málefni á borð við fræðslumál og sjóði.  Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB hélt erindi um efnahagsmál í aðdraganda kjarasamninga. Að því loknu var efnt til umræðna um stöðuna á vinnumarkaði og fulltrúar félaganna ræddu kröfugerðir sínar og væntingar til samstarfs og fyrirkomulags í komandi kjaraviðræðum. Starfsmannafélag Húsavíkur átti tvo góða fulltrúa á fundinum, það voru þær Fanney Hreinsdóttir og Berglind Erlingsdóttir.

 

Bæta þjónustu við félagsmenn á rafbílum í Þorrasölum

Um þessar mundir er unnið að því að koma upp hleðslustöðvum fyrir félagsmenn stéttarfélaganna, Þingiðnar og Framsýnar í bílakjallaranum í Þorrasölum í Kópavogi. Það er við bílastæði fyrir íbúðir 201, 202 og 302. Áætlað er að verkinu ljúki á næstu vikum. Til að byrja með verður komið upp tveimur stöðvum en félögin eiga 5 íbúðir í Þorrasölum. Til viðbótar verður komið fyrir tveimur stöðvum á bílaplaninu sem verður í eigu húsfélagsins. Þar geta allir hlaðið, íbúar og félagsmenn stéttarfélaganna sem gista í íbúðum á vegum þeirra í Þorrasölum. Á meðfylgjandi mynd er starfsmaður frá Hleðsluvaktinni að koma fyrir hleðslustöðvum fyrir stéttarfélögin í bílakjallaranum. Hleðsluvaktin tók að sér að sjá um verkið fyrir félagasamtök og íbúa í Þorrasölum.

Fundað og fundað og fundað

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa viðræður verið í gangi milli Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga ASÍ um nýjan kjarasamning. Stjórnvöldum hefur einnig verið blandað inn í umræðuna. Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sem staðið hafa saman að gerð kjarasamnings fyrir sína félagsmenn, það er fyrir utan Eflingu og Stéttarfélags Vesturlands funduðu í morgun. Formennirnir hafa fundað reglulega undanfarið og munu gera það áfram eftir helgina með það að markmiði að klára gerð kjarasamnings. Næsti fundur hefur verið boðaður á þriðjudaginn. Formaður Framsýnar hefur verið virkur í þessu samstarfi fh. félagsmanna.

Það er við hæfi að þessi mynd sé upp á vegg í Karphúsinu. Þeir sem taka þátt í kjaraviðræðum þurfa oft að anda inn og út í krefjandi samræðum.

Áhugaverð ljósmyndasýning í Safnahúsinu

Stéttarfélagið Framsýn ásamt samstarfsaðilum standa fyrir ljósmyndasýningu „Samfélagið í Hnotskurn“ í Safnahúsinu á Húsavík. Sýningin opnar með viðhöfn laugardaginn 3. desember og verður á jarðhæð hússins. Myndefnið er fólk við störf í okkar nútíma fjölmenningarsamfélagi. Sjá meðfylgjandi auglýsingu. Boðið verður upp á tónlist og léttar veitingar.