FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Fjölmenni á ljósmyndasýningu

Fjölmenni á ljósmyndasýningu

Fjölmenni var á ljósmyndasýningu sem Framsýn stóð að í Safnahúsinu á Húsavík í dag með samstarfsaðilum. Sýningin var hluti að fjölmenningadegi þar sem fulltrúar níu þjóðlanda kynntu matarhefðir frá sínum heimalöndum. Myndirnar á sýningunni voru teknar af Agli Bjarnasyni ljósmyndara sem vann þær í samstarfi við Framsýn og eru þær af erlendu fólki við störf …
Ljósmyndasýning -Samfélagið í hnotskurn-

Ljósmyndasýning -Samfélagið í hnotskurn-

Ljósmyndasýningin „Samfélagið í hnotskurn“ verður opnuð á jarðhæð Safnahússins laugardaginn 3. desember kl. 14:00. Myndefnið er fólk við störf í okkar nútíma fjölmenningarsamfélagi. Er um að ræða samstarfsverkefni Framsýnar stéttarfélags og Egils Bjarnasonar ljósmyndara. Veitingar í boði. Framsýn stéttarfélag
 Landsfundur bæjarstarfsmannafélaga

 Landsfundur bæjarstarfsmannafélaga

Landsfundur bæjarstarfsmannafélaga 2022 var haldinn á Hótel Laugarbakka dagana 9. til 11. nóvember. Þátttakendur á fundinum voru formenn félaga ásamt fulltrúum stjórnar- og samninganefnda félaganna. Meginefni fundarins var undirbúningur félaganna í aðdraganda kjaraviðræðna auk þess að ræða sameiginleg málefni á borð við fræðslumál og sjóði.  Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB hélt erindi um efnahagsmál í aðdraganda kjarasamninga. …
Bæta þjónustu við félagsmenn á rafbílum í Þorrasölum

Bæta þjónustu við félagsmenn á rafbílum í Þorrasölum

Um þessar mundir er unnið að því að koma upp hleðslustöðvum fyrir félagsmenn stéttarfélaganna, Þingiðnar og Framsýnar í bílakjallaranum í Þorrasölum í Kópavogi. Það er við bílastæði fyrir íbúðir 201, 202 og 302. Áætlað er að verkinu ljúki á næstu vikum. Til að byrja með verður komið upp tveimur stöðvum en félögin eiga 5 íbúðir …
Fundað og fundað og fundað

Fundað og fundað og fundað

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa viðræður verið í gangi milli Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga ASÍ um nýjan kjarasamning. Stjórnvöldum hefur einnig verið blandað inn í umræðuna. Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sem staðið hafa saman að gerð kjarasamnings fyrir sína félagsmenn, það er fyrir utan Eflingu og Stéttarfélags Vesturlands funduðu í morgun. Formennirnir …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á