Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
Starfatorg
STH
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Fréttabréfið komið úr prentun
Fréttabréf stéttarfélaganna er komið úr prentun. Hægt er að nálgast bréfið í flestum matvörubúðum á félagssvæðinu auk þess sem það liggur frammi á Skrifstofu stéttarfélaganna. Til viðbótar má geta þess að áhugasamir geta skoðað það á heimasíðunni; framsyn.is. https://framsyn.is/wp-content/uploads/2024/11/Frettabref_3.tbl_._desember_2024.pdf Þá er rétt að geta þess að dagatöl og minnisbækur ættu að vera í boði fyrir …
Framsýn ályktar og varar við gervistéttarfélaginu „Virðingu”
Stjórn Framsýnar samþykkti í dag að senda frá sér ályktun um nýstofnað gervistéttarfélag, "Virðingu." Ályktunin er svohljóðandi: Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar tekur heilshugar undir ályktun Alþýðusambands Íslands er viðkemur „Virðingu” sem stofnað hefur verið sem stéttarfélag án þess að uppfylla grundvallarskilyrði sem um slík félög gilda. Framsýn skorar á starfsfólk í veitingageiranum að halda sig …
Til skoðunar að selja Asparfell
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur ákveðið að setja íbúð félagsins í Asparfelli 8 á söluskrá. Á móti verði skoðað að bæta við íbúð í Þorrasölum í Kópavogi. Gangi þetta eftir verður Framsýn með allar sýnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í Þorrasölum en mikil ánægja hefur verið meðal félagsmanna með íbúðirnar. Töluvert hagræði, er auk þess fólgið …
Flug til Húsavíkur styrkt
Samið hefur verið við flugfélagið Norlandair um að fljúga fjórar flugferðir í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur á tímabilinu 16. desember 2024 til 15. mars 2025. Unnið er að undirbúningi en nánari upplýsingar verður hægt að finna á heimasíðu flugfélagsins innan skamms. Flugleiðin er styrkt til að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á flugleiðinni á meðan markaðslegar …
Aðalfundur Sjómannadeildar 2024
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar stéttarfélags verður haldinn föstudaginn 27. desember 2024 í fundarsal félagsins. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kjaramál Önnur mál Boðið verður upp á hefðbundnar veitingar og óvæntan glaðning. Mikilvægt er að sjómenn láti sjá sig á fundinum og taki þátt í líflegum umræðum. Stjórn deildarinnar
Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks
Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn fimmtudaginn 9. janúar 2025 kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf Kosning starfsmanna fundarins Skýrsla stjórnar Stjórnarkjör 2. Önnur mál Skorað er á félagsmenn deildarinnar sem falla undir deildina að mæta á fundinn og taka þátt í líflegum umræðum, ekki síst um kjaramál. Það …