
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Metþátttaka á fræðsludögum starfsfólks
Óhætt er að segja að aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands séu rík af mannauði og frábæru starfsfólki sem nýtir reynslu sína og hæfni til að liðsinna félagsmönnum og greiða þeirra leið. Það sást berlega þegar tæplega 40 starfsmenn aðildarfélaga SGS komu nýverið saman á fræðsludögum SGS. Þátttaka á fræðsludögunum fór fram úr björtustu vonum og aldrei hafa …

Samningur Framsýnar og sveitarfélaganna samþykktur
Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands/Framsýnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga er lokið. Niðurstöður liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með rúmlega 78% þeirra sem greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðslan var rafræn og sameiginleg hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Stóð hún yfir frá 14. til 26. september. Á kjörskrá voru 5.950 manns og var kjörsókn 14,62%. Já sögðu …

Vinsamlegur fundur með fjármálaráðherra
Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar stéttarfélags gerði sér ferð til Reykjavíkur í gær til að funda með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um stöðu áætlunarflugs milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Flugfélagið Ernir hefur boðað að óbreyttu, að hætta flugi milli þessara áfangastaða um næstu mánaðamót. Auk þess að funda með fjármálaráðherra tók formaður Framsýnar einnig fundi með stjórnendum flugfélagsins …

Verður áætlunarfluginu til Húsavíkur bjargað?
Framsýn stéttarfélag hefur lagt mikið upp úr því að viðhalda fluginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur áfram eftir 1. október en Flugfélagið Ernir hefur boðað að hætta fluginu frá þeim tíma á rekstrarforsendum. Öll önnur áætlunarflug á Íslandi eru eða hafa notið ríkisábyrgðar eða njóta ríkisstyrka í dag. Það vekur að sjálfsögðu furðu að það skuli …

Fundað með starfsmönnum sveitarfélaga um nýjan kjarasamning- mikilvægt að menn kjósi um samninginn
Nýlega var undirritaður nýr kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum. Öll aðildarfélög SGS, 18 talsins, eiga aðild að samningnum. Samningurinn gildir í 6 mánuði, frá 1. október 2023 til 31. mars 2024, en fyrri samningur milli aðila rennur út þann 30. …

Munaðarlausir Þingeyingar
Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna …