FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Hressir starfsmenn við Skjálfandafljót

Hressir starfsmenn við Skjálfandafljót

Hótel Goðafoss stendur rétt við Skjálfandafljót, það er á einum af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Á dögunum óskuðu eigendur og starfsmenn eftir kynningu frá Framsýn á réttindum og skyldum starfsmanna í ferðaþjónustu. Að sjálfsögðu mættu fulltrúar Framsýnar á staðinn og spjölluðu við starfsmenn sem voru mjög fróðleiksfúsir. Eins og áður hefur komið fram er það til …
Kosning hafin um kjarasamning STH við sveitarfélögin

Kosning hafin um kjarasamning STH við sveitarfélögin

Nú í hádeginu hófst rafræn kosning um nýjan kjarasamning sem Starfsmannafélag Húsavíkur ásamt tíu öðrum aðildarfélögum BSRB skrifuðu undir þann 13. júní sl. við Samband íslenskra sveitarfélaga. Varðandi atkvæðagreiðsluna um sveitarfélagasamninginn þá hófst hún í hádeginu í dag. Atkvæðagreiðslan um samninginn endar miðvikudaginn 26. júní 10:00. Slóðin á kosningu um samninginn er Slóðin á kosninguna …
Kosning hafin um kjarasamning STH við ríkið

Kosning hafin um kjarasamning STH við ríkið

Nú í hádeginu hófst rafræn kosning um nýjan kjarasamning sem Starfsmannafélag Húsavíkur ásamt tíu öðrum aðildarfélögum BSRB skrifuðu undir þann 13. júní sl. við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið. Varðandi atkvæðagreiðsluna um ríkissamninginn þá hófst hún í hádeginu í dag. Atkvæðagreiðslan um Ríkissamninginn endar mánudaginn 24. júní kl. 10:00. Slóðin til að kjósa er eftirfarandi: framsyn.is/kjosa …
Skrifað undir nú síðdegis við PCC

Skrifað undir nú síðdegis við PCC

Rétt í þessu náðist samkomulag milli PCC og Framsýnar/Þingiðnar um kjaraamning fh. starfsmanna fyrirtækisins til næstu fjögurra ára. Um þessar mundir eru um 150 starfsmenn á launaskrá hjá fyrirtækinu sem er eitt mikilvægasta fyrirtækið á félagssvæði Framsýnar og Þingiðnar hvað launakjör félagsmanna varðar. Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og samið var um á almenna …
Fyrsti fundur Framsýnar eftir aðalfund

Fyrsti fundur Framsýnar eftir aðalfund

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar mun koma saman til fundar fimmtudaginn 19. júní kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Um er að ræða fyrsta fundinn eftir aðalfund félagsins sem haldinn var 3. maí. Þá urðu verulegar breytingar á félagsmönnum í stjórnunarstöðum innan félagsins. Dagskrá fundarins er eftirvarandi: Dagskrá: 1. Fundargerð síðasta fundar 2. Inntaka nýrra félaga 3. …
Fullt út úr dyrum

Fullt út úr dyrum

Framsýn stóð í gær fyrir fjölmennum kynningarfundi um hvalaskoðunarsamning félagsins við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn var haldinn í samráði við trúnaðarmann starfsmanna hjá Norðursiglingu, Alberto Delmalo. Skrifað var undir samninginn 24. mars 2024 en hann nær til starfsmanna við hvalaskoðun, það er til þeirra starfsmanna sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum á Húsavík. Vitað er að áhugi er …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á