FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Gleðilega Mærudaga

Gleðilega Mærudaga

Heimasíða stéttarfélaganna óskar landsmönnum öllum gleðilegra Mærudaga sem eru við það að hefjast á Húsavík, bara gaman. Bein útsetning frá Mærudögum verður í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, það er í kvöld.
Góðir námsstyrkir í boði fyrir félagsmenn

Góðir námsstyrkir í boði fyrir félagsmenn

Við gerum betur og betur við okkar félagsmenn. Aðild Framsýnar að fræðslusjóðum í gegnum kjarasamninga, Landsmennt, Sjómennt, Sveitamennt, Ríkismennt og fræðslusjóði verslunarmanna gerir félaginu þetta kleift. Þannig er leitast við að mæta þörfum þeirra félagsmanna sem vilja bæta þekkingu, ná í aukin réttindi og mæta morgundeginum með þá hæfni sem nauðsynleg er. Félagsmenn sem ekki …
Styttist í útleigu - Hraunholtið klárt í ágúst

Styttist í útleigu - Hraunholtið klárt í ágúst

Um þessar mundir eru í byggingu tvær glæsilegar orlofs- og sjúkraíbúðir á vegum Framsýnar og Þingiðnar á Húsavík. Áætlað er að þær verði klárar í byrjun næsta mánaðar og fari í útleigu til félagsmanna í síðasta lagi 1. september. Fyrirspurnir eru þegar byrjaðir að berast varðandi íbúðirnar, það er hvenær þær verði klárar í útleigu …
Andrea Fáfnis Ólafs og Viðar Breiðfjörð með samsýningu  á Mærudögum

Andrea Fáfnis Ólafs og Viðar Breiðfjörð með samsýningu  á Mærudögum

Andrea Fáfnis Ólafs og Viðar Breiðfjörð halda samsýningu í Hlyn við Garðarsbraut yfir Mærudagana. Listamennirnir eiga bæði ættir og barnæsku að rekja til Húsavíkur. Þau héldu samsýningu í Vestmannaeyjum á Sjómannadaginn og þá var ákveðið að sýna líka á Húsavík á Mærudögum.  Listsköpunin kom í kjölfarið á miklu ölduróti lífsins og því kalla þau samsýninguna …
Kjarasamningur við SÍS 2024-2028 samþykktur

Kjarasamningur við SÍS 2024-2028 samþykktur

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 17 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 3. júlí síðastliðinn. Framsýn á aðild að samningnum fyrir sína félagsmenn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SGS stóð yfir dagana 5.-15. júlí. Á kjörskrá voru 3972 manns og var kjörsókn 17,45%. Já sögðu 84,27%, nei sögðu 10,39% …
Laus bústaður í Mörk í Grímsnesi

Laus bústaður í Mörk í Grímsnesi

Vegna forfalla er inn okkar besti sumarbústaður í Mörk í Grímsnesi laus í næstu viku. Það er frá komandi föstudegi 26. júlí til 2. ágúst. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um bústaðinn inn á heimasíðu stéttarfélaganna. Áhugasamir hafi samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.

Fréttabréf Framsýnar

Deila á