FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Skrifað undir kjarasamning

Skrifað undir kjarasamning

Formaður Framsýnar kom því ekki við að skrifa undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands fh. Framsýnar sem undirritaður var laugardaginn 3. desember hjá Ríkissáttasemjara í Reykjavík. Ástæðan var ljósmyndasýning á vegum Framsýnar og samstarfsaðila í Safnahúsinu á Húsavík á Fjölmenningardegi auk þess sem ekki er flogið frá Húsavík á laugardögum. Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs …
Samningaviðræður hafnar milli PCC og Framsýnar/Þingiðnar

Samningaviðræður hafnar milli PCC og Framsýnar/Þingiðnar

Viðræður eru hafnar milli stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar vegna PCC á Bakka um endurnýjun á sérkjarasamningi aðila sem rann út í lok nóvember. Fyrsti samningafundurinn var haldinn í morgun og verður viðræðum aðila fram haldið á næstu dögum. Fullur vilji er til þess að klára viðræðurnar fyrir áramótin. …
Hlut­fall er­lends vinnu­afls aldrei hærra  -Stéttarfélögin mæta stöðunni-

Hlut­fall er­lends vinnu­afls aldrei hærra -Stéttarfélögin mæta stöðunni-

Ekki er ólíklegt að erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á komandi áratugum miðað við spár sem lagðar hafa verið fram. Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum búsettum hér hefur fjölgað um 160%. Árið 2005 voru innflytjendur sjö prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði …
Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins undirritaður - Framsýn aðili að samningnum

Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins undirritaður - Framsýn aðili að samningnum

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. 17 af 19 aðildarfélögum SGS undirrituðu samninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara á fimmta tímanum í dag. Um er að ræða svokallaðan skammtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Þess má geta að þetta er í …
Samningaviðræður hefjast í fyrramálið

Samningaviðræður hefjast í fyrramálið

Fulltrúar Framsýnar og PCC hafa verið í sambandi í dag til að ræða fyrirkomulag viðræðna um endurnýjun á sérkjarasamningi aðila sem rann út um síðustu mánaðamót. Ákveðið var að hefja formlegar viðræður í fyrramálið kl. 10:00. Formaður Framsýnar ásamt trúnaðarmönnum starfsmanna munu taka þátt í viðræðunum fh. starfsmanna.  Frá PCC verða forsvarsmenn fyrirtækisins auk fulltrúa …
Fjölmenni á ljósmyndasýningu

Fjölmenni á ljósmyndasýningu

Fjölmenni var á ljósmyndasýningu sem Framsýn stóð að í Safnahúsinu á Húsavík í dag með samstarfsaðilum. Sýningin var hluti að fjölmenningadegi þar sem fulltrúar níu þjóðlanda kynntu matarhefðir frá sínum heimalöndum. Myndirnar á sýningunni voru teknar af Agli Bjarnasyni ljósmyndara sem vann þær í samstarfi við Framsýn og eru þær af erlendu fólki við störf …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á