
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Öflugir frambjóðendur í kjöri – nýtum rétt okkar til að kjósa
Það var virkilega ánægjulegt að fá frambjóðendur frá öllum þeim framboðum sem bjóða fram lista í sveitarfélaginu Norðurþingi í heimsókn á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Reynsluboltana frá Framsókn, unga og efnilega fólkið úr forystusveit VG og Samfylkingarinnar, sameinaða sjálfstæðismenn og forystusveit M – Listans sem hefur líkt og hin framboðin sterkar skoðanir á málefnum sveitarfélagsins …

M – Listi samfélagsins í góðum gír
Það var ekkert dónalegt að fá fulltrúa M – listans í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrr í dag. Það voru þau Áki Hauksson, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Birkir Freyr Stefánsson en þau skipa þrjú efstu sætin á listanum. Miklar og góðar umræður urðu um málefni Norðurþings. Þau vilja taka á rekstri sveitarfélagsins með því að …

Ánægð með stöðuna
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem skipa þrjú efstu sætin á lista flokksins vegna komandi sveitarstjórnarkostninga í Norðurþingi á laugardaginn komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í hádeginu í dag. Þetta voru þau Hafrún Olgeirsdóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir og Kristinn Jóhann Lund. Umræða var tekin um málefni sveitarfélagsins, atvinnumál, ódýr kosningaloforð, Öskjureitinn, flugsamgöngur og mikilvægi þess að setja aukinn …

Ungt fólk á uppleið
Það var ánægjulegt að fá tvo unga og efnilega frambjóðendur í heimsókn frá S – listanum, lista Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Norðurþingi. Þetta voru þau Rebekka Ásgeirsdóttir sem skipar annað sætið og Reynir Ingi Reinhardsson sem skipar þriðja sætið á listanum sem komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þau áttu gott samtal við formann Framsýnar …

Hvalaskoðunarsamningurinn komin úr prentun
Framsýn gekk nýlega frá sérkjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna sem vinna við hvalaskoðun. Búið er að þýða samninginn yfir á ensku auk þess sem búið er að prenta hann út á íslensku og ensku. Í boði er að starfsmenn fyrirtækjanna nálgist þá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þá er einnig hægt að nálgast þá með rafrænum …

Kalla eftir góðu samstarfi
Efstu menn á lista framsóknar og félagshyggju litu við hjá formanni Framsýnar í gær til að ræða komandi kosningar í Norðurþingi og helstu baráttumál listans, komist þeir til valda eftir næstu sveitarstjórnarkosningar. Listinn býr yfir reynslumiklu fólki í bland við nýtt fólk sem er tilbúið að takast á við krefjandi störf í þágu samfélagsins í …