FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Til móts við eigendur rafmagnsbíla

Til móts við eigendur rafmagnsbíla

Framsýn og Þingiðn stefna að því að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í Þorrasölum í Kópavogi þar sem félögin eiga 5 orlofsíbúðir.  Unnið verður að því að setja upp stöðvar í bílakjallarann í október. Samið hefur verið við Hleðsluvaktina um að koma upp grunnneti og stöðvum í kjallarann. Þannig vilja félögin koma til móts við …
Minningargrein  -Sófus Páll Helgason-

Minningargrein -Sófus Páll Helgason-

Fallegur dagur er runnin upp við Skjálfanda og haustið skartar sínu fegursta í veðurblíðunni og kyrrðinni sem oft er einstök á þessum árstíma. Litskrúð náttúrunnar er engu líkt þessa dagana, nú þegar veðrabreytingar eru í aðsigi og það styttist í komu fyrstu haustlægðarinnar. Það eru blikur á lofti. Frístundabændur í Grobbholti eru mættir í hús …
Lokað vegna jarðarfarar - Closed for a funeral

Lokað vegna jarðarfarar - Closed for a funeral

Skrifstofa stéttarfélaganna veður lokuð miðvikudaginn 5. október frá kl. 12:00 til 16:00 vegna jarðarfarar. Beðist er velvirðingar á því. The union office will be closed on Wednesday, October 5 from 12:00pm to 4:00pm for funeral. We apologize for any inconvenience.
Tafir á útsendum kröfum vegna skilagreina til fyrirtækja

Tafir á útsendum kröfum vegna skilagreina til fyrirtækja

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna var ekki hægt að senda út um síðustu mánaðamót kröfur vegna  skilagreina frá fyrirtækjum sem greiða til Framsýnar og Þingiðnar. Beðist er velvirðingar á því. Það mun ekki hafa kostnaðarleg áhrif á fyrirtækin. Búist er við að þær berist til fyrirtækjanna um miðjan október. Nánari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna …
37. þingi Alþýðusambands Norðurlands lokið

37. þingi Alþýðusambands Norðurlands lokið

Alls tóku 77 fulltrúar, frá öllum stéttarfélögum á Norðurlandi innan ASÍ þátt í 37. þingi Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal í gær og í dag , þar af voru 11 fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn. Þingið var í fyrsta sinn pappírslaust og tókst það í alla staði mjög vel. Formaður Framsýnar …
Forstjóri PCC leit við hjá formanni Framsýnar

Forstjóri PCC leit við hjá formanni Framsýnar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi. Gestur kom við hjá formanni Framsýnar í vikunni. Hann óskaði eftir góðu samtarfi …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á