FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Fréttir af aðalfundi Framsýnar – PCC greiðir mest til félagsins

Fréttir af aðalfundi Framsýnar – PCC greiðir mest til félagsins

Fyrirtækið PCC BakkiSilicon hf. greiddi mest allra atvinnurekenda  í iðgjöld til Framsýnar árið 2022 eða samtals um kr. 34,6 milljónir, það er heldur meira en sveitarfélagið Norðurþing. Árið 2021 greiddi Sveitarfélagið Norðurþing mest allra fyrirtækja eða um 25,7 milljónir. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og lögbundin iðgjöld atvinnurekenda í sjóði Framsýnar og í starfsmenntasjóði …
Kjarasamningur undirritaður og verkfalli aflýst hjá STH

Kjarasamningur undirritaður og verkfalli aflýst hjá STH

Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Lauk þar með 14 klukkustunda samningatörn samninganefndar BSRB. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í 30 sveitarfélögum hefur verið aflýst. Mánaðarlaun hækka að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð …
Fréttir af aðalfundi Framsýnar – 93 milljónir til félagsmanna, veruleg hækkun milli ára

Fréttir af aðalfundi Framsýnar – 93 milljónir til félagsmanna, veruleg hækkun milli ára

Á árinu 2022 voru 1.477 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði félagsins en voru 1.226 árið 2021.  Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 93.031.180,-. Sama upphæð fyrir árið á undan var kr. 59.943.190,-. Samkvæmt þessari niðurstöðu er veruleg hækkun á styrkjum úr sjóðnum milli ára eða um 55%.
Fréttir af aðalfundi Framsýnar – félagsmönnum fjölgar og fjölgar

Fréttir af aðalfundi Framsýnar – félagsmönnum fjölgar og fjölgar

Aðalfundur Framsýnar var haldinn 25. maí og var hann nokkuð vel sóttur.  Á næstu dögum munum við gera grein fyrir helstu málefnum fundarins í stuttum fréttum. Reyndar er þegar komin inn ein frétt á heimasíðuna um hækkun styrkja til félagsmanna úr sjúkrasjóði sem samþykkt var á aðalfundinum sem mikil ánægja er með. Á aðalfundinum kom …
Góðar hækkanir á styrkjum til félagsmanna Framsýnar úr sjúkrasjóði

Góðar hækkanir á styrkjum til félagsmanna Framsýnar úr sjúkrasjóði

Vegna aðhalds í rekstri og góðrar afkomu Framsýnar samþykkti aðalfundur félagsins, sem fram fór í lok maí, að stórhækka styrki úr sjúkrasjóði félagsins. Þannig vill félagið koma til móts við félagsmenn sem fyrir hafa eina bestu styrki úr sjúkra- og starfsmenntasjóðum sem þekkjast meðal almennra stéttarfélaga á Íslandi. Samþykkt var að hækka eftirfarandi bótaflokka í …
Framtíðin er björt - fyrstu skrefin á vinnumarkaði

Framtíðin er björt - fyrstu skrefin á vinnumarkaði

Þessir ungu og mögnuðu drengir eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa byrjað í Vinnuskóla Norðurþings í vikunni. Myndin er tekin við höfuðstöðvar stéttarfélaganna í morgun.  Þeir sögðust ætla að taka á því í sumar og safna sér inn pening fyrir veturinn. Greinilega hörkunaglar hér á ferð.

Fréttabréf Framsýnar

Deila á