FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Baráttan heldur áfram í átt til jafnréttis.......

Baráttan heldur áfram í átt til jafnréttis.......

Á aðalfundi Framsýnar fyrir helgina urðu umræður um stöðu kvenna og þau tímamót að um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að konur lögðu niður störf og stöðvuðu þannig samfélagið. Ósk Helgadóttir fór almennum orðum um stöðuna og sagði frá viðburðum sem samtök verkafólks hafa staðið fyrir undanfarna mánuði. Hún nefndi sem dæmi …
Í fréttum er þetta helst…….

Í fréttum er þetta helst…….

Á næstu dögum munum við fjalla um aðalfund Framsýnar sem haldinn var síðasta miðvikudag, 23. apríl. Fundurinn var líflegur og skemmtilegur að vanda. Að venju komu fram margar áhugaverðar upplýsingar á fundinum auk þess sem fundarmenn voru duglegir að taka til máls um málefni félagsins. Alls greiddu 3.043 félagsmenn til Framsýnar stéttarfélags á árinu 2024 …
Glæsileg hátíðarhöld framundan 1. maí

Glæsileg hátíðarhöld framundan 1. maí

Stéttarfélögin, Framsýn, STH og Þingiðn, hafa unnið að því undanfarið að skipuleggja 1. maí hátíðarhöldin sem fram fara á Fosshótel Húsavík. Boðið verður upp á heimsins bestu kaffiveitingar og frábær skemmtiatriði sem heimamenn sjá um að mestu. Páll Rósinkranz verður sérstakur gestur á hátíðarhöldunum og flytur nokkur lög með Grétari Örvarssyni sem sér um undirspilið. …
Velheppnaður aðalfundur

Velheppnaður aðalfundur

Aðalfundur Framsýnar fór fram í gær. Að venju var fundurinn líflegur og áhugaverður. Miklar umræður urðu um starfsemi félagsins og voru fundarmenn almennt mjög ánægðir með félagið sitt. Kristján Önundarson lagði fram ályktun um flugvallarmál, það er hugmyndir yfirvalda um að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni. Ályktunin var samþykkt samhljóða. Nánar verður fjallað um ályktunina …
Kæru konur - hátíðarhöldin framundan

Kæru konur - hátíðarhöldin framundan

Kæru konur. Á hátíðarhöldunum 1. maí ætlum við heiðra minningu þeirra baráttukvenna sem stofnuðu Verkakvennafélagið Von fullveldisvorið 1918. Þegar konurnar í Von komu saman til skrafs og ráðagerða á upphafsárum félagsins hafa margar þeirra nokkuð örugglega klæðst upphlut eða peysufötum.  Mikið væri nú gaman að sjá ykkur sem hafið aðgengi að slíkum klæðnaði að mæta …
Aðalfundur Framsýnar á morgun, miðvikudag

Aðalfundur Framsýnar á morgun, miðvikudag

Við minnum fullgilda félagsmenn á aðalfund Framsýnar á morgun kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður gengið frá kjöri fulltrúa félagsins á ársfund Lsj. Stapa og aðalfund Sparisjóðs S-Þingeyinga. Sjá dagskrá fundarins. https://framsyn.is/2025/04/09/adalfundur-framsynar-stettarfelags-2/

Fréttabréf Framsýnar

Deila á