FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Styrkhlutfallið 90% framlengt til 31. desember 2022 og Framsýn gerir betur

Styrkhlutfallið 90% framlengt til 31. desember 2022 og Framsýn gerir betur

Stjórnir sjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar hafa samþykkt að framlengja 90% endurgreiðslu vegna styrkveitinga til 31. desember 2022 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru/byrja innan þessa sama tímaramma. Félagsmenn Framsýnar eru aðilar að þessum sjóðum. Breytingar á úthlutunarreglum voru eftirfarandi: Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna kostnaðar við námskeiðahald, voru hækkaðar úr allt að 75% …
Skrifað undir í morgun

Skrifað undir í morgun

Fulltrúar frá Framsýn stéttarfélagi og Fjallalambi hf. skrifuðu undir sérkjarasamning í morgun um kjör starfsmanna við sauðfjárslátrun haustið 2022. Samningurinn byggir á samningi aðila sem gilti í fyrra. Um 60 starfsmenn starfa við slátrun á vegum fyrirtækisins í haust. Áætlað er að slátra um 26 þúsund fjár.
ASÍ-UNG ályktar um málefni ungs fólks á vinnumarkaði

ASÍ-UNG ályktar um málefni ungs fólks á vinnumarkaði

Yfirskrift þingsins var sem haldið var 16. september í Reykjavík var: „Fyrirmyndir komandi kynslóða.” Stjórn ASÍ-UNG þakkar öllum þeim sem komu að þinginu með einum eða öðrum hætti. Undir yfirskriftinni „Fyrirmyndir komandi kynslóða” voru umræðuefnin þrjú: Hvað gerir verkalýðshreyfinguna að aðlaðandi starfsvettvangi fyrir ungt fólk? Hverju þarf að breyta í samskiptum innan verkalýðshreyfingarinnar? Hvernig tryggjum …
Samningaviðræður hafnar milli SA og SGS

Samningaviðræður hafnar milli SA og SGS

Formlegar viðræður um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna starfsmanna við ferðaþjónustu á Íslandi hófust í Reykjavík í gær. Frá SGS tóku þátt í fundinum Guðrún Elín, Rut, Guðbjörg og Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar. Auk þeirra komu þrír fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins. Fundurinn í gær fór í það að yfirfara bókanir og ræða framhaldið …
Guðmunda Steina kjörin í stjórn ASÍ-UNG

Guðmunda Steina kjörin í stjórn ASÍ-UNG

8. Þing ASÍ-UNG var haldið á Hotel Natura í dag. Framsýn átti tvo fulltrúa á þinginu, Sunnu Torfa og Guðmundu Steinu sem hlaut kosningu í stjórn. ASÍ-UNG eru samtök innan verkalýðshreyfingarinnar sem sjá til þess að hagsmunamál ungs fólks á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins. Yfirskrift þingsins að þessu sinni var „Fyrirmyndir komandi kynslóða …
Plott og pukur

Plott og pukur

Varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands, Tryggvi Ástþórsson og starfsmaður félagsins Ástþór Jón Ragnheiðarson gerðu sér ferð til Húsavíkur í vikunni til að heimsækja forystumenn Framsýnar. Aðalsteinn Árni formaður og Ósk Helgadóttir varaformaður tóku vel á móti gestunum og funduðu með þeim. Heimsóknin var ánægjuleg í alla staði og miklar umræður urðu um verkalýðsmál, vinnustaðaeftirlit og stöðuna í …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á