FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Viltu komast á þing kæri félagi?

Viltu komast á þing kæri félagi?

Þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið að Illugastöðum í Fnjóskadal 29. og 30. september 2022 (fimmtudagur til föstudags). Gert er ráð fyrir að á þinginu fari fram umræður um samvinnu og samstarf Alþýðusambands Norðurlands við Orlofsbyggðina á Illugastöðum auk annarra málefna sem snerta félagsmenn aðildarfélaganna á vinnumarkaði. Framsýn á rétt á 16 fulltrúum á þingið en …
Við leitum að ungu fólki til starfa!

Við leitum að ungu fólki til starfa!

Innan Framsýnar stéttarfélags er starfandi ungliðaráð sem skipað er til eins árs í senn. Skipun í ráðið fer fram á fundi stjórnar- og trúnaðarráðs félagsins í október á hverju ári. Ungliðaráðið skal skipað fjórum félagsmönnum á aldrinum 16-35 ára. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum formanns, ritara og tveggja meðstjórnenda. Leitast skal við að kynjaskiptingin …
SSNE óskar eftir góðu samstarfi

SSNE óskar eftir góðu samstarfi

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir nýráðin framkvæmdastjóri SSNE leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgina. Tilefnið var að funda óformlega með formanni Framsýnar um málefni Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE. Samtökin urðu til við sameiningu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings. Eins og kunnugt er gerði Framsýn alvarlegar athugasemdir við sameininguna sem félagið …
Frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Þann 15. júní samþykkti Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Alþingi lögfesti að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs fari úr 12% í 15,5% til samræmis við hækkun í samningi ASÍ og SA frá í janúar 2016. Samhliða hækkun lágmarksiðgjalds er hækkun lágmarkstryggingaverndar lögfest að hún verði 72% meðalævitekna miðað við 40 ára …
PCC hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu

PCC hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu

PCC BakkiSilicon hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu og samhliða því innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna og inniheldur jafnréttisáætlun sem jafnlaunastefnan byggist á. Tilgangur PCC BakkiSilicon með jafnlaunakerfinu er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu starfsfólks óháð kyni innan fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundinn …
Yfirklór SFS – Fiskvinnslufólk á ofurlaunum

Yfirklór SFS – Fiskvinnslufólk á ofurlaunum

Það þarf ekki að koma á óvart að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) grípi til varna þegar við horfum enn og aftur upp á frekari samþjöppun í sjávarútvegi nú þegar Síldarvinnslan hefur eignast sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík, sem áður hafði komist yfir nokkur öflug sjávarútvegsfyrirtæki á landsbyggðinni. Fyrirtæki sem voru máttarstólpar í viðkomandi byggðarlögum, …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á