FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Fjár­mál við starfs­lok - Húsa­vík (áhugavert)

Fjár­mál við starfs­lok - Húsa­vík (áhugavert)

Opinn fræðslufundur um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um er: Hvenær og hvernig er best að sækja lífeyri og séreignarsparnað? Skattamál Skipting lífeyris með maka Greiðslur og skerðingar Erindi flytja Magnea Gísladóttir, lífeyrisráðgjafi hjá Íslandsbanka og Haraldur Gunnarsson, viðskiptastjóri fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. …
Fundur framundan hjá stjórn og trúnaðarráði Framsýnar

Fundur framundan hjá stjórn og trúnaðarráði Framsýnar

Boðað hefur verið til fundar í stjórn og trúnaðarráði Framsýnar þriðjudaginn 17. september kl. 17:00. Stjórn Framsýnar-ung er einnig boðuð á fundinn.  Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna. Dagskrá: Fundargerð síðasta fundar Inntaka nýrra félaga Afhending gjafar til HSN Fundur með Innviðaráðherra um flugsamgöngur Bréf frá ASÍ varðandi lagabreytingar Kvennaráðstefna ASÍ á AK Framkvæmdir í Furulundi …
Kveður eftir rúmlega 20 ára stjórnarformennsku

Kveður eftir rúmlega 20 ára stjórnarformennsku

Framhaldsaðalfundur Þekkingarnets Þingeyinga fór fram í morgun. Þau tíðindi urðu að Aðalsteinn Árni sem jafnframt er formaður Framsýnar gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnunarstarfa fyrir Þekkingarnetið en hann hefur lengi setið í stjórn setursins fyrir stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum. Aðalsteinn hefur verið formaður stjórnar ÞÞ frá stofnun þess árið 2003, áður var hann í …
Ánægjuleg stund í starfi Framsýnar

Ánægjuleg stund í starfi Framsýnar

Í síðustu viku komu fyrstu gestir í íbúð Framsýnar að Hraunholti 26 á Húsavík. Fyrstur til að taka íbúðina var Dawid Jan Grzyb sem starfar hjá PCC á Bakka. Við það tækifæri færði formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, honum blóm og konfekt frá félaginu. Hann var í búðinni ásamt foreldum og systur sem komu til hans …
Fundað með fulltrúm ASÍ

Fundað með fulltrúm ASÍ

Forseti ASÍ ásamt fylgdarliði funduðu með fulltrúm Framsýnar fyrir helgina á Húsavík. Umræðuefnið var væntanlegt þing sambandsins í október. Fulltrúar frá Þingiðn, Framsýn og Verkalýðsfélagi Þórshafnar sátu fundinn með gestunum frá Alþýðusambandinu. Á fundinum var Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ spurður út í það hvort hann ætlaði að gefa kost á sér sem forseti sambandsins. …
Lagnir lagaðar í Furulundi

Lagnir lagaðar í Furulundi

Undanfarið hefur verið unnið að því að laga hitalagnir í orlofsíbúð Framsýnar í Furulundi á Akureyri. Verkið hefur gengið vel og nú þegar eru komnir leigjendur í íbúðina eftir breytingarnar. Gömlu lagnirnar voru löngu komnar á tíma og því var ekki hægt að bíða með það lengur að skipta þeim út.

Fréttabréf Framsýnar

Deila á