FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Nýtt sjóðfélagayfirlit – félagsmenn lesið vel

Nýtt sjóðfélagayfirlit – félagsmenn lesið vel

Framsýn og Þingiðn eru aðilar að Lsj. Stapa í gegnum kjarasamninga fyrir sína félagsmenn. Afar mikilvægt er að félagsmenn fylgist vel með sínum málum er varðar ávinnslu lífeyris. Sjóðfélagayfirlit með upplýsingum um iðgjaldahreyfingar frá útsendingu síðasta yfirlits eru nú aðgengileg á sjóðfélagavef en yfirlitin birtast einnig í stafrænu pósthólfi á Ísland.is. Yfirlitið mun á næstu dögum berast til …
Lægri tekjur og minna atvinnuöryggi hjá hinsegin fólki

Lægri tekjur og minna atvinnuöryggi hjá hinsegin fólki

Atvinnutekjur hinsegin karla eru 30% lægri en gagnkynhneigðra karla á ársgrundvelli en hverfandi munur mælist hjá hinsegin konum. Aðeins um helmingur hinsegin fólks á vinnumarkaði er að fullu opið með hinseginleika sinn á vinnustöðum og tæplega 60% segir að almennt halli á kjör þeirra og réttindi á vinnumarkaði. Sterkt ákall er um aukna umfjöllun um …
Stjórn Þingiðnar fundar á fimmtudaginn

Stjórn Þingiðnar fundar á fimmtudaginn

Stjórn Þingiðnar kemur saman til fundar næsta fimmtudag í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er meðfylgjandi þessari frétt. Nokkur stórmál eru á dagskrá fundarins s.s. komandi kjaraviðræður við SA, íbúðakaup og flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Þá þarf að kjósa kjörnefnd félagsins sem ætlað er að stilla upp í trúnaðarstöður í félaginu til næstu tveggja ára …
Flogið áfram til Húsavíkur 

Flogið áfram til Húsavíkur 

Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar, um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu 3-4 mánuðina. Búið er að opna fyrir sölu á flugi til loka febrúar, hið minnsta. Flogið verður fimm sinnum í viku. Ljóst er að full þörf er á þessum samgöngumáta inn á svæðið hvort sem er fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir eða …
Ályktað um yfirtöku SÍS á starfsmatinu

Ályktað um yfirtöku SÍS á starfsmatinu

Landsfundur bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB fór fram í Keflavík fyrir helgina. Hermína Hreiðarsdóttir, Fanney Hreinsdóttir og Berglind Erlingsdóttir voru fulltrúar STH á landsfundinum sem eru á meðfylgjandi mynd, reyndar vantar Hermínu á myndina. Á fundinum var meðal annars rætt um reynsluna af kjarasamningaviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) síðastliðið vor, sameiginlegu verkfalli og niðurstöðu samninganna. Rætt …
Góðar fréttir

Góðar fréttir

Flest bendir til þess að flugi til Húsavíkur verði viðhaldið eftir næstu mánaðamót með stuðningi frá ríkinu. Nánar um það hér á heimasíðunni um helgina eða strax eftir helgina. Góða helgi kæru lesendur nær og fjær.

Fréttabréf Framsýnar

Deila á