Landsfundur bæjarstarfsmannafélaga

Landsfundur bæjarstarfsmannafélaga 2022 var haldinn á Hótel Laugarbakka dagana 9. til 11. nóvember. Þátttakendur á fundinum voru formenn félaga ásamt fulltrúum stjórnar- og samninganefnda félaganna. Meginefni fundarins var undirbúningur félaganna í aðdraganda kjaraviðræðna auk þess að ræða sameiginleg málefni á borð við fræðslumál og sjóði.  Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB hélt erindi um efnahagsmál í aðdraganda kjarasamninga. Að því loknu var efnt til umræðna um stöðuna á vinnumarkaði og fulltrúar félaganna ræddu kröfugerðir sínar og væntingar til samstarfs og fyrirkomulags í komandi kjaraviðræðum. Starfsmannafélag Húsavíkur átti tvo góða fulltrúa á fundinum, það voru þær Fanney Hreinsdóttir og Berglind Erlingsdóttir.

 

Deila á