Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
Starfatorg
STH
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna senda félagsmönnum og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um farsælt komandi ár frá starfsfólki sem tók lagið.
Sjómenn – munið aðalfundinn 27. desember 2024
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar stéttarfélags verður haldinn föstudaginn 27. desember 2024 í fundarsal félagsins. Fundurinn hefst kl. 17:00. Boðið verður upp á hefðbundnar veitingar og óvæntan glaðning. Mikilvægt er að sjómenn láti sjá sig á fundinum og taki þátt í líflegum umræðum. Mynd: Gunnar Baldursson. https://framsyn.is/2024/11/30/adalfundur-sjomannadeildar-2024/
Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
Á fundi formanna SGS þann 10. desember síðastliðinn var m.a. umræða um þá þróun sem orðið hefur í leikskólamálum víða um land, þar sem daglegur vistunartími er styttur í 6 klukkustundir en gjald fyrir dvalartíma umfram þann tíma er hækkað verulega. Í tilefni þess sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktun en þess má geta að …
Lokað á Þorláksmessu
Skrifstofa stéttarfélaganna verður lokuð á Þorláksmessu, opnum aftur föstudaginn 27. desember. Starfsfólk stéttarfélaganna
Minnisbækur og dagatöl eru komin í hús
Minnisbækur stéttarfélaganna eru komnar á Skrifstofu stéttarfélaganna. Það á einnig við um dagatölin 2025. Endilega komið við og fáið ykkur dagbók og dagatal. Við munum síðan gera okkur ferð í sveitirnar eftir helgina og færa þeim sem það vilja dagbækur og dagatöl.
Grín og gaman hjá starfsmönnum og mökum
Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna ásamt mökum komu saman í aðstöðu Píludeildar Völsungs eina kvöldstund í desember. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta en hún var nýlega tekin í notkun. Tilgangurinn var að hafa gaman og fá fræðslu um íþróttina en Guðmundur Kristjánsson og félagar úr deildinni tóku vel á móti gestunum frá stéttarfélögunum. Eftir góðar móttökur og …