
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
STH selur Sólheima
Starfsmannafélagið hefur tekið ákvörðun um að selja íbúð félagsins í Sólheimum í Reykjavík og hefur salan þegar farið fram. Gengið var frá sölunni í síðustu viku. Til stendur að kaupa nýja íbúð og er leit hafin að nýrri íbúð á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu. Vilji er til þess að kaupa í Þorrasölum þar sem Framsýn …
Framsýn þakkað fyrir velvilja í garð HSN í Þingeyjarsýslum
Aðalfundur Styrktarfélags HSN í Þingeyjarsýslum var haldinn á dögunum. Þar var farið yfir rekstur félagsins árið 2024 auk þess sem stjórn félagsins afhenti HSN gjafabréf fyrir þeim tækjum sem félagið hefur fjármagnað fyrir stofnunina. Alls styrkti sjóðurinn HSN fyrir um 14,6 milljónir króna árið 2024 og það sem af er þessu ári hefur sjóðurinn fjármagnað …
Húsavíkurgjafabréfin góð jólagjöf - verslum í heimabyggð
Eins og áður er afar mikilvægt að Þingeyingar versli í heimabyggð, ekki síst fyrir jólin, þegar jólaverslunin fer fram. Góð leið til að gleðja sína nánustu sem og aðra er að kaupa Húsavíkurgjafabréf í Sparisjóðnum sem er með bréfin til sölu. Um 50 verslunar- og þjónustuaðilar taka við bréfunum. Koma svo og verslum í heimabyggð, …
Minnisbækurnar komnar !
Hinar sívinsælu minnisbækur stéttarfélaganna eru komnar úr prentun. Eins og venjan er þá liggja þær frammi á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.
Boranir í gangi
Jarðborinn Sleipnir er um það bil að klára borun vinnsluholu í suðurhlíðum Kröflu og er hún númer 42. Um skáborun 30° er að ræða og er dýpið tæpir 2000 metrar. Hafist verður handa við að flytja Sleipni til Þeistareykja, en þar verður boruð hola sem ætluð er til niðurdælingar á vatni og gasi. Reiknað er …
Jakob heiðraður!
34. þing Sjómannasambands Íslands fór fram á Grand Hótel í Reykjavík 30. og 31. október. Nánar má lesa um þingið hér. Formaður sjómannadeildar Framsýnar, Jakob Hjaltalín sat fundinn fyrir hönd síns félags en hann hefur ákveðið að þetta hafi verið hans síðasta sjómannaþing. Hér má sjá myndir hvar Jakob er heiðraður fyrir góð störf í …

