FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Staðan tekin – forsvarsmenn KN og Framsýnar funduðu

Staðan tekin – forsvarsmenn KN og Framsýnar funduðu

Framsýn óskaði nýlega eftir fundi með stjórnendum Kjarnafæðis Norðlenska vegna sameiningar fyrirtækisins við KS. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa hluthafar Kjarnafæðis Norðlenska, stærsta kjötvinnslufyrirtækis landsins, samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á fyrirtækinu. Kaupin eru möguleg vegna breytinga sem gerðar voru á búvörulögum í vor þar sem kjötafurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum og …
Krefjast fundar með stjórnendum KN þegar í stað

Krefjast fundar með stjórnendum KN þegar í stað

Framsýn óskaði í gærkvöldi eftir fundi með stjórnendum Kjarnafæðis Norðlenska þegar í stað. Þess er vænst fundurinn geti farið fram í vikunni. Fram hefur komið í fjölmiðlum að hluthafar Kjarnafæðis Norðlenska, stærsta kjötvinnslufyrirtækis landsins, hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á fyrirtækinu. Kaupin eru möguleg vegna breytinga sem gerðar voru á búvörulögum í vor …
Góður fundur með ráðherra

Góður fundur með ráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra leit við hjá formanni Framsýnar í gær en hún var á ferðinni hér fyrir norðan. Aðalsteinn Árni var mjög ánægður með heimsóknina og sagði að þau hefðu skipst á skoðunum um þjóðmálin og málefni er tengjast vinnumarkaðinum. Hann sagði að það væri full ástæða til að hæla Áslaugu …
Félagsmenn Framsýnar samþykktu kjarasamninginn við ríkið 2024-2028

Félagsmenn Framsýnar samþykktu kjarasamninginn við ríkið 2024-2028

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 25. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 1.-8. júlí. Á kjörskrá voru 1.309 manns og var kjörsókn 22,84%. Já sögðu 87,96%, nei sögðu 7,69% og 4,35% tóku ekki afstöðu. Samningurinn var því samþykktur með …
Vantar þig inðaðaruppþvottavél?

Vantar þig inðaðaruppþvottavél?

Þurfum að losna við góða og lítið notaða iðnaðaruppþvottavél í góðu standi. Gerðin er COMENDA RF 324. Fæst fyrir lítið. Frekari upplýsingar gefur Alli eða Kúti á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Framsýn - Atkvæðagreiðsla hafin um kjarasamning starfsmanna sveitarfélaga

Framsýn - Atkvæðagreiðsla hafin um kjarasamning starfsmanna sveitarfélaga

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst í dag kl. 12:00.  Með því að fara inn á þessa kosningslóð geta félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá sveitarfélögum greitt atkvæði. Miðað er við þá sem voru í vinnu hjá sveitarfélögunum, Norðurþingi, Þingeyjarsveit og Tjörneshrepp í apríl/maí. Kosningaslóðin: https://kjosa.vottun.is/home/vote/501?lang=IS Hægt er nálgast allar helstu …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á