
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Allt að gerast – bílalest á leið norður
Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu stéttarfélaganna hefur Bjarg íbúðafélag unnið að því að byggja sex íbúða raðhús að Lyngholti 42-52 á Húsavík. Grunnurinn er klár og á næstu dögum mun bílalest leggja af stað frá Selfossi með einingarnar til Húsavíkur enda haldist veðrið áfram í lagi. Húsboxin eru 12 talsins eins og …

Andlistlyfting
Þessa dagana er unnið að því að setja upp nýjar hurðir við aðalinnganginn inn á Skrifstofu stéttarfélaganna og hjá Sparisjóðnum og Sjóvá sem eru í sama húsi. Markmiðið er að bæta aðkomuna fyrir viðskiptavini. Það eru þeir Gergely og Kristján Eggertsson sem hafa komið að verkinu auk þess sem Ólafur Emilsson hefur verið ómissandi enda …

Kveðjuorð – Helga Gunnarsdóttir
Helga Gunnarsdóttir lést þann 9. febrúar sl. á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík. Útförin fór fram frá Húsavíkurkirkju í dag kl. 14:00. Helga var fædd á Húsavík 16. október 1935 og hefði því orðið níræð í haust hefði hún lifað. Helga tók snemma til hendinni líkt og önnur ungmenni í þorpinu við Skjálfanda, sérstaklega fyrir neðan bakkann …

Kynningar frá Heidelberg og Carbfix
Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem hafa áhuga á að festa rætur á Bakka funduðu á dögunum með forsvarsmönnum Framsýnar og Þingiðnar. Þetta voru fyrirtækin Carbfix og Heildelberg. Hvorutveggja góðir og upplýsandi fundir og til fyrirmyndar hjá þessum fyrirtækjum að kynna sínar hugmyndir og starfsemi fyrir stéttarfélögunum enda þau í miklu samstarfi við fyrirtæki hér á svæðinu. …

Framsýn kaupir íbúð í Þorrasölum
Stjórn Framsýnar hefur samþykkt að kaupa eina íbúð í viðbót í Þorrasölum. Þegar hefur verið gengið frá kaupunum. Reiknað er með að íbúðin, sem er á jarðhæð, komist í útleigu í byrjun apríl en hún verður afhent þann 24. mars. Þá verður hún máluð og græjuð. Eftir kaupin á íbúðinni á Framsýn fimm íbúðir í …

Málstofa 8. mars - Framlag kvenna af erlendum uppruna til íslensks samfélags
Árið 2025 hefur verið útnefnt Kvennaár, með það að markmiði að vekja athygli á jafnrétti og styrkja stöðu kvenna í samfélaginu. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, í samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing munu standa fyrir opinni Málstofu og pallborðsumræðum laugardaginn 8. mars kl. 11.00 – 14.00, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þar verður sjónum beint að framlagi kvenna af …