FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Opið hús - Hraunholt 26-28

Opið hús - Hraunholt 26-28

Framsýn og Þingiðn verða með opið hús í Hraunholti 26-28 sunnudaginn 27. október frá kl. 14:00 til 16:00. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Áhugasömum gefst kostur á að skoða tvær glæsilegar orlofsíbúðir sem þegar hafa verið teknar í notkun fyrir félagsmenn. Sjáumst hress og glöð í hjarta yfir þessum glæsilega áfanga. Framsýn stéttarfélag …
Fallegasta fólkið á þinginu

Fallegasta fólkið á þinginu

Síðar í dag klárast reglulegt þing Alþýðusambands Íslands en það hófst síðasta miðvikudag. Þing ASÍ eru haldinn á tveggja ára fresti. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa Framsýnar, Þingiðnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar á þinginu. Þetta eru þau Aneta Potrykus, Guðný I. Grímsdóttir, Ósk Helgadóttir, Aðalsteinn Árni Baldursson, Jónas Kristjánsson, María Jónsdóttir og Torfi Aðalsteinsson.
Uppsetning á nýrri hurð

Uppsetning á nýrri hurð

Nú er unnið að því að setja upp nýja útihurð á Skrifstofu stéttarfélaganna. Eldri hurðin var orðin ansi léleg enda yfir 40 ára gömul. Næstkomandi mánudag koma viðskiptavinir stéttarfélaganna, Sjóvá og Sparisjóðs S- Þingeyinga til með að geta gengið um nýju rafmagnshurðina.
Sameinast um þjónustuskrifstofu

Sameinast um þjónustuskrifstofu

Sjóvá og Sparisjóður Suður-Þingeyinga hafa sameinast um þjónustuskrifstofu að Garðarsbraut 26 á Húsavík, það er í húsnæði stéttarfélaganna. Sparisjóðurinn var þar áður en nú hefur Sjóvá jafnframt fengið aðgengi að húsnæðinu. Á þessum tímamótum var rýmið allt tekið í gegn og er nú orðið allt hið glæsilegasta. Starfsmenn segjast afar ánægðir með breytingarnar um leið …
Framsýn fræðir!

Framsýn fræðir!

Þekkingarnetið hafa hafið kennslu á námi fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir. Markmið námsins er að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Leitað var til Skrifstofu stéttarfélaganna að halda erindi um einn námshátt sem einfaldlega heitir ,,Starfsemi stéttarfélaga". Á myndinni má sjá nemendahópinn.
Framkvæmdir hafnar á Húsavík á vegum Bjargs - opnað fyrir umsóknir

Framkvæmdir hafnar á Húsavík á vegum Bjargs - opnað fyrir umsóknir

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, „Almene boliger“. Fyrstu íbúðir voru afhentar leigutökum í júní 2019 á höfuðborgarsvæðinu. Framsýn hefur lengi barist fyrir …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á