FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta

Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta

Kvennaráðstefna ASÍ var haldin á Akureyri 14. og15. nóvember undir yfirskriftinni: Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Ráðstefnan í ár var tvíþætt, þar sem annarsvegar var unnið að hefðbundinni dagskrá, en hún markaði einnig  upphaf Kvennaárs 2025, sem ASÍ hyggst taka þátt í út í af fullum krafti,  í samstarfi við  36 samtök …
Píluíþróttin komin til að vera á Húsavík

Píluíþróttin komin til að vera á Húsavík

Píla hefur verið stunduð á Íslandi til fjölda ára og verður sífellt vinsælli enda auðvelt að stunda hana víða. Íþróttin hefur hafið innreið sína af fullum krafti á Húsavík og fyrr á árinu var stofnuð Píludeild Völsungs. Hópur fólks, ungir sem gamlir, hafa þegar skráð sig í deildina og fer ört fjölgandi. Undanfarnar vikur og mánuði …
Gjaldþrota pólitík – leggja til skerðingar á lífeyri

Gjaldþrota pólitík – leggja til skerðingar á lífeyri

Ekki er óalgengt að félagsmenn stéttarfélaga, ekki síst lágtekjufólks, komi óánægju sinni á framfæri við félögin hvað varðar réttindi þeirra á lífeyri við lífeyristöku á eldri árum. Eitt af megin verkefnum stéttarfélaganna hefur verið að efla réttindi sjóðfélaga í lífeyrissjóðum svo þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld. Vissulega koma því hugmyndir ákveðinna frambjóðenda um að skattleggja …
Skápur og skilrúm

Skápur og skilrúm

Hér á Skrifstofu stéttarfélaganna er hægt að fá gefins skáp og skilrúm sem eru ekki í notkun lengur vegna breytinga. Smá má gripina á meðfylgjandi myndum. Áhugasemir geta haft samband í síma 4646600.
Styrkja Þingey með kaupum á Neyðarkalli

Styrkja Þingey með kaupum á Neyðarkalli

Formaður og varaformaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni og Ósk voru gestir Björgunarsveitarinnar Þingeyjar í gærkvöldi en sveitin er með aðstöðu við Melgötu í Ljósavatnsskarði. Björgunarsveitin var nýkomin úr útkalli þegar fulltrúar Framsýnar renndu í hlað. Þeim var vel tekið enda enduðu þau með því að kaupa stóran neyðarkall sem er fjáröflunar leið fyrir björgunarsveitirnar innan Landsbjargar. …
Kalla eftir umræðu um sameiningu stéttarfélaga á Norðurlandi

Kalla eftir umræðu um sameiningu stéttarfélaga á Norðurlandi

Aðildarfélögum Alþýðusambands Norðurlands hefur borist bréf frá formanni Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni. Þar er þeirri hugmynd varpað fram hvort félögin séu tilbúin í viðræður um að sameinast í eitt öflugt deildskipt stéttarfélag á Norðurlandi. Undir AN falla m.a. stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum Framsýn, Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Í dag eru um 18.000 …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á