FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Takk fyrir okkur

Takk fyrir okkur

Hermann Aðalsteinsson formaður Skákfélagsins Goðans kom færandi hendi í morgun á Skrifstofu stéttarfélaganna. Tilgangurinn var að færa Framsýn gjöf frá félaginu fyrir stuðninginn í gegnum tíðina en skákfélagið hefur haft aðgengi að fundarsal stéttarfélaganna undir æfingar og skákmót eða eins og segir á heimasíðu skákfélagsins; „Skákfélagið Goðinn hefur hingað til haldið flest öll sín mót …
Sagan rifjuð upp

Sagan rifjuð upp

Framsýn á töluvert af efni sem tekið var á vinnustöðum á félagssvæðinu hér á árum áður. Rafnar Orri Gunnarsson fór fyrir verkefninu sem tókst í alla staði mjög vel. Rifjum aðeins upp stemninguna hjá Ísfelli á Húsavík árið 2013.
Formaður eldri borgara tók stöðuna með formanni Framsýnar

Formaður eldri borgara tók stöðuna með formanni Framsýnar

Björn Snæbjörnsson sem tók við formennsku í Landssambandi eldri borgara í vor leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í morgun. Björn þarf vart að kynna en hann er þekktur úr kjarabaráttu bæði sem formaður Einingar- Iðju og Starfsgreinasambandsins og seinni árin sem formaður kjarahóps Félags eldri borgara á Akureyri og formaður kjaranefndar LEB. Að …
SGS skammar ríkistjórnina

SGS skammar ríkistjórnina

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands fordæmir harðlega ákvörðun stjórnvalda um að afnema framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða frá og með næstu áramótum. Með þessari ákvörðun er brotið gegn samkomulagi sem gert var við verkalýðshreyfinguna árið 2005 og átti að tryggja að réttindaávinnsla væri jöfn milli sjóða. Þessi niðurstaða bitnar sérstaklega á verkamannasjóðum þar sem örorkubyrðin …
Ríkisstjórnin þverbrýtur leikreglur vinnumarkaðarins

Ríkisstjórnin þverbrýtur leikreglur vinnumarkaðarins

Hér má lesa yfirlýsingu ASÍ, BHM, BSRB, Fíh og KÍ:  Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum umréttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Meðal breytinganna er ákvæði sem ætlað er aðauðvelda stjórnendum að reka starfsfólk ríkisins. Með þessu áformar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að skerða einhliða réttindilaunafólks. Fordæmalaust er að stjórnvöld taki …
Kalla eftir úrbótum þegar í stað

Kalla eftir úrbótum þegar í stað

Fulltrúar frá Framsýn fara reglulega í vinnustaðaeftirlit á félagssvæðinu sem nær yfir sveitarfélögin, Norðurþing, Þingeyjarsveit og Tjörneshrepp. Meðal annars var farið nýlega í heimsókn til starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs sem fellur undir Náttúruverndarstofnun. Við skoðun kom í ljós að ýmsu er ábótavant að mati félagsins er varðar aðbúnað og starfsumhverfi starfsmanna við Dettifoss er tengist eftirliti, þrifum …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á