
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Óska eftir samtali við þingmenn um áætlunarflug til Húsavíkur
Með bréfi til þingmanna Norðausturkjördæmis í dag kallar Framsýn eftir samtali og stuðningi frá þingmönnum kjördæmisins hvað varðar áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur. „Framsýn stéttarfélag efast ekki um að þingmenn Norðausturkjördæmis hafi góðan skilning á mikilvægi góðra samgangna. Reyndar má halda því fram að öruggar samgöngur sé forsendan fyrir því að byggð haldist í landinu og …

Kallað eftir auknum byggðakvóta til Raufarhafnar
Framsýn stéttarfélag hefur lengi haft áhyggjur af atvinnuástandinu á Raufarhöfn enda atvinnulífið einhæft og þá hefur laxeldi á landi eða sjó hvað þá ferðaþjónusta eða önnur atvinnustarfsemi en fiskvinnsla ekki náð sér á strik í byggðarlaginu. Það er ólíkt mörgum minni sjávarplássum í öðrum landsfjórðungum s.s. á Vestfjörðum og/eða á Austurlandi. Fólksfækkun hefur verið viðvarandi …

Skrifað undir - allt á fullu
Fulltrúar frá Bjargi voru á Húsavík í gær. Tilgangurinn var að skoða framkvæmdirnar en vel gengur að reisa sex íbúða raðhús á vegum félagsins á Húsavík. Í morgun voru 16 iðnaðarmenn og verkamenn við störf við húsið í frábæru veðri. Allt gengur eftir áætlun og ekkert er því til fyrirstöðu að flutt verði inn í …

Kauptaxtaauki tekur gildi 1. apríl - félagsmenn Framsýnar
Forsendunefnd kjarasamninga hefur úrskurðað að kauptaxtaauki virkjast frá og með 1. apríl næstkomandi. Kauptaxtaaukinn felur í sér að lágmarkstaxtar kjarasamninga hækka um 0,58%. Forsendur þessa eru hækkun launavísitölu á almennum markaði umfram umsamdar taxtahækkanir á fyrsta tímabili stöðugleikasamningsins. Samkvæmt kjarasamningum á árunum 2024-2028, ber nefndinni að fylgjast með efnahagslegum forsendum og mögulegum áhrifum á markmið …

Trúnaðarmannanámskeið í gangi
Um þessar mundir stendur yfir tveggja daga trúnaðarmannanámskeið á vegum stéttarfélaganna. Trúnaðarmennirnir koma frá Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélagi Húsavíkur og Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Við látum myndirnar tala sínu máli en námskeiðið klárast síðar í dag.

Flugsamgöngur, kvótamál og fjölmörg önnur mál til umræðu
Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar á morgun, þriðjudag. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Fundargerð síðasta fundar 3. Bjarg íbúðafélag – uppbygging á Húsavík 4. Málþing – Konur í nýju landi 5. Flugsamgöngur Húsavík-Reykjavík 6. Stjórn sjúkrasjóðs félagsins 7. Fjárhagsáætlun Skrifstofu stéttarfélaganna 2025 8. Erindi sjómenn-byggðakvóti Raufarhöfn 9. …