
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Jakob heiðraður!
34. þing Sjómannasambands Íslands fór fram á Grand Hótel í Reykjavík 30. og 31. október. Nánar má lesa um þingið hér. Formaður sjómannadeildar Framsýnar, Jakob Hjaltalín sat fundinn fyrir hönd síns félags en hann hefur ákveðið að þetta hafi verið hans síðasta sjómannaþing. Hér má sjá myndir hvar Jakob er heiðraður fyrir góð störf í …
Vel heppnað þing LÍV
34. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna lauk föstudagin 31. október síðastliðinn. Það var haldið á Grand Hótel í Reykjavík. Aðalsteinn J. Halldórsson, formaður stjórnar deildar verslunar- og skrifstofufólks Framsýnar sat fundinn. Hann náði kjöri sem varamaður í stjórn Landsambandsins. Nánar má lesa um þingið hér.
Vinnumálastofnun með viðveru á Húsavík
Vinnumálastofnun mun á næstu vikum hafa aukna viðveru á Húsavík. Starfsfólk þeirra mun hafa aðstöðu á Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, venju samkvæmt. Við hverjum atvinnuleytendur að koma við hjá þeim með þær spurningar sem þeir kunnu að hafa. Um er að ræða dagana 12. nóvember, 26. nóvember og 10. desember, frá 10.00 um morguninn til …
Samningaviðræður standa yfir við nýja stofnun, Land og skóg
Um áramótin 2023/24 tók til starfa ný stofnun matvælaráðuneytisins, Land og skógur, sem fer með málefni landgræðslu og skógræktar á landsvísu. Ágúst Sigurðsson er forstöðumaður stofnunarinnar sem tekið hefur við hlutverkum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Hugmyndinni um sameiningu stofnanna tveggja hefur verið varpað nokkrum sinnum fram í gegnum tíðina en varð loks að veruleika í júní …
Samiðn ályktar um stöðuna á Bakka
Samiðn – landssamband iðnfélaga lýsir yfir áhyggjum af andvaraleysi stjórnvalda vegna lokunar kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka, en lokun verksmiðjunnar hefur víðtæk áhrif á atvinnulíf og búsetuskilyrði á Norðurlandi sem og þjóðarbúið allt. Þetta kemur fram í meðfylgjandi ályktun frá sambandinu. Þess má geta að Þingiðn er aðili að Samiðn fyrir sína félagsmenn sem jafnframt fagnar …
Staðan í atvinnumálum til umræðu í kvöld
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar auk stjórnar Framsýnar-ung komu saman til fundar kl. 17:00 og var fundinum að ljúka rétt í þessu. Eðlilega urðu miklar umræður um atvinnumál, ekki síst stöðuna á Bakka en fjöldi starfsmanna hefur misst vinnuna auk starfsmanna hjá undirverktökum. Eðlilega höfðu fundarmenn almennt miklar áhyggjur af stöðu starfsmanna sem eiga í hlut …

