FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Framkvæmdir hafnar á Húsavík á vegum Bjargs - opnað fyrir umsóknir

Framkvæmdir hafnar á Húsavík á vegum Bjargs - opnað fyrir umsóknir

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, „Almene boliger“. Fyrstu íbúðir voru afhentar leigutökum í júní 2019 á höfuðborgarsvæðinu. Framsýn hefur lengi barist fyrir …
Málefnalegt þing BSRB

Málefnalegt þing BSRB

47. þing BSRB var haldið á Hilton Hótel Nordica í byrjun október. Um 220 þingfulltrúar frá öllum aðildarfélögum höfðu seturétt á þinginu. Þing BSRB eru haldin þriðja hvert ár og fara þau með æðsta vald í öllum málum bandalagsins. Þingið tekur til umfjöllunar öll þýðingarmikil málefni og mótar stefnu BSRB. Þá er kosið í helstu …
Sveitarfélag ársins

Sveitarfélag ársins

Athygli er vakin á því að val á Sveitarfélagi ársins verður kynnt 17. október. Nánar má lesa um valið og virðburðinn hér.
Fóru í kynnisferð til Egilsstaða

Fóru í kynnisferð til Egilsstaða

Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna fór til Egilsstaða í gær í náms- og kynnisferð. Tilgangur ferðarinnar var að skoða orlofshús STH á Eiðum sem tekið var í gegn í sumar, heimsækja lögmenn félagsins sem starfa hjá Sókn lögmannstofu og Héraðsprent sem sér um að prenta bæklinga, dagatöl og Fréttabréf stéttarfélaganna. Heimsóknin tókst í alla staði mjög vel …
Fréttatilkynning Landsmenntar varðandi ráðningu á nýjum starfsmanni

Fréttatilkynning Landsmenntar varðandi ráðningu á nýjum starfsmanni

Fræðslusjóðurinn Landsmennt hefur ráðið Solveigu Ólöfu Magnúsdóttur til starfa hjá sjóðnum. Hún tók við starfinu 1. október 2024. Solveig hefur viðtæka reynslu af menntamálum og hefur starfað sem kennari frá árinu 1993, það er á Siglufirði og í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Þar hefur hún lengst af verið deildarstjóri miðstigs með kennslu. Þegar Solveig bjó á …
AN styrkir Kvennaathvarfið

AN styrkir Kvennaathvarfið

Á 38. þingi Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór fyrir helgina var samþykkt samhljóða að færa Kvennaathvarfinu á Akureyri kr. 500.000 til starfseminnar. Hvatning til sveitarfélaga Sveitarfélögin á Norðurlandi eystra voru um leið hvött til að tryggja samtökunum öruggt húsnæði sem mætir þörfum þeirra. Það á enginn að þurfa að efast um mikilvægi starfsemi kvennaathvarfsins og …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á