
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Félagsmannasjóður – greitt úr sjóðnum 1. febrúar
Félagsmenn Framsýnar sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélögum á síðasta ári eiga rétt á greiðslum úr félagsmannasjóði samningsaðila um næstu mánaðamót. Í kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands er eftirfarandi tekið fram í gr. 13.8. 13.8 Félagsmannasjóður: „Launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í félagsmannasjóð sem nemur 2,2% af heildarlaunum félagsmanna. Úthlutun úr sjóðnum skal fara …
Persónuafsláttur tekur breytingum frá áramótum
Þann 1. janúar 2026 urðu breytingar á tekjubili í skattþrepum og fjárhæð persónuafsláttar. Skatthlutfall í staðgreiðslu samanstendur annarsvegar af tekjuskatti og hins vegar meðalútsvari (14,94%). Skatthlutfallið á árinu 2026 er: 31,49% af tekjum 0 - 498.122 kr. (þar af 16,55% tekjuskattur) 37,99% af tekjum 498.123 - 1.398.450 kr. (þar af 23,05% tekjuskattur) 46,29% af tekjum yfir …
Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar
Samkvæmt núgildandi kjarasamningi SGS og Samtaka Atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að hækka laun þann 1. janúar 2026. Kauptaxtar hækka þá um 5,3% en 23.750 kr. að lágmarki. Þá hækka kjaratengdir liðir samningsins um 3,5% frá sömu dagsetningu. Starfsgreinasambandið hefur gefið út nýja kauptaxta vegna starfa á almennum vinnumarkaði þar sem hægt er að sjá …
Fordæma hernaðaraðgerð Bandaríkjanna
Miðstjórn ASÍ fordæmir ólögmæta hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela. Aðgerðin felur í sér skýrt brot á alþjóðalögum og ógnar bæði friði í Rómönsku Ameríku og friði um heim allan þar sem stórveldin telja sér nú heimilt að ráðast inn í sjálfstæð og fullvalda ríki eða til að krefjast yfirráðs yfir þeim að hluta eða alveg í …
Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks
Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn miðvikudaginn 14. janúar 2026 kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf Kosning starfsmanna fundarins Skýrsla stjórnar Stjórnarkjör 2. Önnur mál Skorað er á félagsmenn deildarinnar sem falla undir deildina að mæta á fundinn og taka þátt í líflegum og skemmtilegum umræðum. Það er félagsmenn …
Mýsköpun með kynningarfund um atvinnuuppbyggingu
Ingólfur B. Gunnarsson framkvæmdastjóri Mýsköpunar og Valdimar Halldórsson stjórnarformaður fyrirtækisins kynntu fyrir fulltrúum frá Framsýn og Norðurþingi áform fyrirtækisins um hugsanlega atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Mýsköpun horfir til hátækniframleiðslu á örþörungum á Þeistareykjum enda gott aðgengi að orku og vatni forsendan fyrir atvinnurekstri sem þessum. Mýsköpun gerði samstarfssamning við Landsvirkjun á árinu 2025 um verkefnið. Verkefnið …

