
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Fiskifélagi Íslands formlega slitið
Fiskifélag Íslands sem á sér mjög merkilega sögu var slitið formlega á aðalfundi/slitafundi félagsins í Reykjavík síðasta þriðjudag, 24. júní. Fundurinn var haldinn á Hilton Reykjavik Nordica. Félagið var stofnað 20. febrúar 1911 til að efla sjávarútveg og verslun með sjávarafurðir á Íslandi. Fyrsti forseti Fiskifélagsins og heiðursfélagi þess var Hannes Hafliðason. Félagið starfaði í Reykjavík …

Starfshópur forsætisráðherra fundaði með fulltrúum stéttarfélaganna
Starfshópur sem skipaður var af forsætisráðherra vinnur nú að kortlagningu á stöðu atvinnumála í Norðurþingi en tilkynnt hefur verið um tímabundna rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka frá miðjum júlí næstkomandi. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar á dögunum. Hópurinn mun einnig vinna tillögur að mögulegum viðbrögðum stjórnvalda til skemmri og lengri tíma. Skýrslu verður skilað …

Garðræktarfélag Reykhverfinga hf. „Í góðu lagi“
Síðasta fimmtudag 26. júní undirrituðu Sölufélag garðyrkjumanna, Framsýn stéttarfélag og Báran stéttarfélag samstarfssamning sýn á milli um vottunarmerkið „Í góðu lagi” “Í góðu lagi” er nýtt vottunarkerfi sem staðfestir að vinnustaðir fari eftir kjarasamningumog almennum reglum vinnumarkaðarins. Aðilar samkomulagsins hafa unnið að því að þróa vottunarkerfi byggt á trausti, gagnsæiog sanngirni. Hugmyndin felst í því …

Sumarferð í Flateyjardal
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa mörg undanfarin ár staðið fyrir skemmtiferðum fyrir félagsmenn sína og hafa þær jafnan verið vinsælar og vel sóttar. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bjóða upp á sumarferð á Flateyjardal í ár, laugardaginn 9. ágúst. Farið verður frá Skrifstofu stéttarfélaganna kl. 09:00. Um er að ræða dagsferð undir leiðsögn Óskar …

Eldhúsborð og stólar í boði
Framsýn var að skipta um eldhússtóla og eldhúsborð í bústað félagsins á Illugastöðum. Einnig var skipt um sófaborð. Ef þú hefur áhuga á því að eignast þetta frítt er þér velkomið að senda skilaboð á netfangið kuti@framsyn.is

Í tilefni Kvenréttindadagsins 2025
Stjórn Framsýnar hefur samþykkt að festa kaup á nokkrum sætisbekkjum sem komið verður fyrir í sjávarbyggðum á félagssvæðinu, Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri. Einnig verði skoðað að koma upp bekkjum í Flatey og við Tungulendingu á Tjörnesi, en þaðan var rekin blómleg útgerð og fiskvinnsla á sínum tíma. Bekkirnir eru gefnir í tilefni Kvenréttindadagsins þann 19. …