FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Bústaðurinn í Dranghólaskógi laus til leigu

Bústaðurinn í Dranghólaskógi laus til leigu

Við viljum minna á að sumarbústaður Framsýnar í Dranghólaskógi er laus til leigu í september og mögulega lengur ef veður leyfir. Bústaðurinn hefur verið í notkun í allt sumar og gengið vel en síðasti leigudagur sumartímabilsins er í dag. Hægt er að bóka bústaðinn með því að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464-6600 …
Kom færandi hendi með tertu

Kom færandi hendi með tertu

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fundaði síðasta miðvikudag. Mörg áhugaverð mál voru tekin fyrir á fundinum og afgreitt. Þann sama dag átti Guðný I. Grímsdóttir afmæli en hún hefur komið að stjórnarstörfum fyrir Framsýn til fjölda ára auk þess að sækja þing og ráðstefnur á vegum verkalýðshreyfingarinnar í gegnum tíðina í umboði félagsins. Guðný hefur staðið …
SGS óskar eftir verkefnastjóra

SGS óskar eftir verkefnastjóra

Erum við að leita að þér? Starfsgreinasamband Íslands leitar að skipulögðum, drífandi og jákvæðum verkefnastjóra í 100% framtíðarstarf á skrifstofu sambandsins. Um er að ræða lifandi og fjölbreytt starf þar sem margþætt menntun og reynsla nýtist vel. Fríðindi í starfi: Fjölbreytt og krefjandi verkefni Tækifæri til að móta og þróa starfið Hádegismatur Líkamsræktarstyrkur Helstu viðfangsefni …
Framsýn kallar eftir aðgerðum – stríð verður aldrei liðið

Framsýn kallar eftir aðgerðum – stríð verður aldrei liðið

Nýlega var stofnaður íslenskur samráðsvettvangur verkalýðs- og almannaheillafélaga gegn þjóðarmorði og hernámi Ísraels í Palestínu og því afskiptaleysi sem einkennt hefur viðbrögð alþjóðasamfélagsins við glæpum Ísraels. Stærstu aðildarfélög ASÍ hafa þegar tilkynnt um þátttöku sína, auk annarra heildarsamtaka launafólks.  Hópurinn sem kallar sig Samstaða fyrir Palestínu stendur fyrir kröfufundum víða um land laugardaginn 6. september undir heitinu …
Staða PCC í umræðu

Staða PCC í umræðu

Framsýn boðaði fulltrúa PCC og Norðurþings til fundar eftir hádegi í dag. Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðuna hvað varðar rekstur og framtíðarhorfur í rekstri PCC. Ekkert nýtt kom fram á fundinum, áfram verður unnið að því að finna leiðir svo hægt verði að enduræsa opna verksmiðunnar sem fyrst. Um 40 starfsmenn eru við …
Vilja byggja meira íbúðarhúsnæði

Vilja byggja meira íbúðarhúsnæði

Framsýn stóð fyrir fundi í gær með forsvarsmönnum Norðurþings og Bjargs íbúðafélags um frekari uppbyggingu á íbúðum á vegum Bjargs í sveitarfélaginu enda stendur vilji félagsins til þess að Bjarg haldi áfram uppbyggingu  á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu Norðurþingi. Fyrr á þessu ári kom Bjarg að því að byggja sex íbúða raðhús á Húsavík í samstarfi …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á