FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Hvenær var Framsýn stofnað?

Hvenær var Framsýn stofnað?

Fulltrúar frá Framsýn gerðu sér ferð í Reykjahlíðarskóla í gær til að fræða unga nemendur um starfsemi stéttarfélaga, helstu reglur á vinnumarkaði og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum. Virkilega áhugaverður og skemmtilegur hópur nemenda. Eftir líflegan fyrirlestur var opnað fyrir fyrirspurnir. Ekki stóð á spurningum enda nemendur mjög áhugsamir um efnið sem var til kynningar í skólanum. …
Tekið hús á Leigufluginu ehf / Air Broker Iceland

Tekið hús á Leigufluginu ehf / Air Broker Iceland

Formaður Framsýnar hefur undanfarna daga, vikur og mánuði átt samtöl við þingmenn, ráðherra, sveitarstjórnarmenn og flugrekstraraðila um mikilvægi áætlunarflugs milli Húsavíkur og Reykjavíkur sem  nú liggur niðri. Í gær þáði hann boð Ásgeirs Ö. Þorsteinssonar og Einars Hermanssonar sem eiga og stýra nýju fyrirtæki sem heitir Air broker Iceland og er leigumiðlun með flugvélar og …
Rekstur Þorrasala til mikillar fyrirmyndar

Rekstur Þorrasala til mikillar fyrirmyndar

Aðalfundur Húsfélagsins í Þorrasölum 1-3 fór fram í Kópavogi í gær. Framsýn og Þingiðn eiga orðið sex íbúðir í húsinu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa urðu umræður um nokkur viðhaldsverkefni sem ráðast þarf í á næstu mánuðum. Fundarmenn voru mjög ánægðir með rekstur og starfsemi húsfélagsins. Stjórnin var endurkjörin en formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, hefur verið stjórnarformaður …
Óska eftir samtali við þingmenn um áætlunarflug til Húsavíkur

Óska eftir samtali við þingmenn um áætlunarflug til Húsavíkur

Með bréfi til þingmanna Norðausturkjördæmis í dag kallar Framsýn eftir samtali og stuðningi frá þingmönnum kjördæmisins hvað varðar áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur. „Framsýn stéttarfélag efast ekki um að þingmenn Norðausturkjördæmis hafi góðan skilning á mikilvægi góðra samgangna. Reyndar má halda því fram að öruggar samgöngur sé forsendan fyrir því að byggð haldist í landinu og …
Kallað eftir auknum byggðakvóta til Raufarhafnar

Kallað eftir auknum byggðakvóta til Raufarhafnar

Framsýn stéttarfélag hefur lengi haft áhyggjur af atvinnuástandinu á Raufarhöfn enda atvinnulífið einhæft og þá hefur laxeldi á landi eða sjó hvað þá ferðaþjónusta eða önnur atvinnustarfsemi en fiskvinnsla ekki náð sér á strik í byggðarlaginu. Það er ólíkt mörgum minni sjávarplássum í öðrum landsfjórðungum s.s. á Vestfjörðum og/eða á Austurlandi. Fólksfækkun hefur verið viðvarandi …
Skrifað undir - allt á fullu

Skrifað undir - allt á fullu

Fulltrúar frá Bjargi voru á Húsavík í gær. Tilgangurinn var að skoða framkvæmdirnar en vel gengur að reisa sex íbúða raðhús á vegum félagsins á Húsavík. Í morgun voru 16 iðnaðarmenn og verkamenn við störf við húsið í frábæru veðri. Allt gengur eftir áætlun og ekkert er því til fyrirstöðu að flutt verði inn í …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á