
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Vel sóttur félagsfundur um lífeyrismál
Framsýn stóð fyrir félagsfundi um lífeyrismál í gær í samstarfi við Þingiðn og Lsj. Stapa. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, opnaði fundinn og fór nokkrum orðum yfir mikilvægi þess að félagsmenn væru vel inn í sínum málum, ekki síst hvað varðaði lífeyrismál og hvenær tímabært væri að hefja töku lífeyris. Töluvert væri leitað eftir ráðgjöf …
Norrænar verkalýðshreyfingar lýsa yfir stuðningi við Grænlendinga
Norræna verkalýðssambandið (NFS) lýsir yfir fullum stuðningi við Landsamband verkalýðsfélaga á Grænlandi (SIK) og grænlensku þjóðina vegna þeirra yfirlýstu áforma ríkisstjórnar Donalds Trumps að færa Grænland undir stjórn Bandaríkjanna. Framsýn er aðili að þessari yfirlýsingu í gegnum ASÍ. Sjá frekar: https://vinnan.is/norraenar-verkalydshreyfingar-lysa-yfir-studningi-vid-graenlendinga/
Stefnir í áhugaverðan fund í stjórn og trúnaðarráði
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kemur saman til fundar miðvikudaginn 28. janúar kl. 17.00 í fundarsal stéttarfélaganna. Stjórn Framsýnar-ung hefur einnig seturétt á fundinum. Taka þarf fyrir fjölmörg mál, sjá hér að neðan: Dagskrá: Inntaka nýrra félaga Fundargerð síðasta fundar Rekstur félagsins 2025 Tillaga uppstillingarnefndar lögð fram fyrir kjörtímabilið 2026-28 Heimsókn formanns VR Gjöf Sjómannadeildar Framsýnar …
Atvinnumál til umræðu
Björn Gíslason sem nýlega var ráðinn í starf verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka við Húsavík heilsaði upp á formann Framsýnar í morgun. Björn tók við starfinu í janúar. Hlutverk hans verður að ýta úr vör nýjum verkefnum á Bakka við Húsavík, styðja fjárfesta með greinargóðum upplýsingum og samhæfa vinnu lykilaðila að stórum fjárfestingum á svæðinu. Björn var …
Breytingar á fjárhæðum í sorgarleyfi og greiðslu sorgarstyrks
Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að þann 19. desember 2025 tók gildi ný reglugerð um fjárhæðir greiðslna í sorgarleyfi og greiðslu sorgarstyrks. Samkvæmt reglugerð nr. 1493/2025 eru hámarksfjárhæð og lágmarksgreiðslur í sorgarleyfi frá og með 1. janúar 2026: Hámarksfjárhæð skv. 1. mgr. 16. gr. laganna skal nema 900.000 kr. á mánuði. Lágmarksgreiðsla skv. 1. málsl. …
Félagsmenn fengu greiddar tæplega 170 milljónir í styrki á árinu 2025
Á árinu 2025 voru 1414 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði félagsins til félagsmanna. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 134.265.030,-. Þar af voru sjúkradagpeningar kr. 91.384.972 og aðrir styrkir s.s. sálfræðikostnaður félagsmanna og heilsurækt kr. 42.800.558. Til viðbótar má geta þess að 358 félagsmenn fengu greiddar kr. 28.508.350,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum …

