FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Rólegt yfir aðalfundi verslunarmanna

Rólegt yfir aðalfundi verslunarmanna

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar fór fram í gærkvöldi. Fundurinn fór vel fram og urðu almennar umræður um starfsemi deildarinnar og önnur mál er tengjast verslun- og þjónustu á félagssvæðinu. Áhugi er fyrir því að fá næsta þing LÍV til Húsavíkur en það verður haldið árið 2027. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn deildarinnar …
Hækkandi atvinnuleysi á félagssvæði stéttarfélaganna

Hækkandi atvinnuleysi á félagssvæði stéttarfélaganna

Skráð atvinnuleysi á landsvísu í desember var 4,4% og jókst um 0,1% frá síðasta mánuði. Í desember 2024 var atvinnuleysið hins vegar 3,8%. Að meðaltali voru 9.043 atvinnulausir í desember, 5.428 karlar og 3.616 konur. Meðalfjöldi atvinnulausra fjölgaði um 294 manns milli mánaða. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í desember eða 8,9% og hækkaði úr …
Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks í kvöld

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks í kvöld

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn í dag miðvikudaginn 14. janúar 2026 kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf Kosning starfsmanna fundarins Skýrsla stjórnar Stjórnarkjör 2. Önnur mál Skorað er á félagsmenn deildarinnar sem falla undir deildina að mæta á fundinn og taka þátt í líflegum og skemmtilegum umræðum. Það …
Félagsfundur - Hvenær er best að hefja lífeyristöku?

Félagsfundur - Hvenær er best að hefja lífeyristöku?

Framsýn boðar til félagsfundar um lífeyrismál miðvikudaginn 21. janúar kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Fundurinn er jafnframt opinn félagsmönnum Þingiðnar. Jóna Finndís Jónsdóttir forstöðumaður réttindasviðs Lsj. Stapa mun fara yfir réttindi sjóðfélaga og valkosti þeirra við töku lífeyris. Afar mikilvægt er að sjóðfélagar kynni sér vel sín réttindi með tilliti til þess …
Íbúð til leigu á besta stað

Íbúð til leigu á besta stað

Íbúð Hrunabúðar að Garðarsbraut 26 er laus til leigu frá og með 1. mars/apríl á næsta ári. Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á efri hæð, alls 180 fermetrar. Vel innréttuð og góð íbúð á besta stað í bænum, stutt í flesta þjónustu. Frekari upplýsingar gefur Aðalsteinn Árni, kuti@framsyn.is
Félagsmannasjóður – greitt úr sjóðnum 1. febrúar

Félagsmannasjóður – greitt úr sjóðnum 1. febrúar

Félagsmenn Framsýnar sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélögum á síðasta ári eiga rétt á greiðslum úr félagsmannasjóði samningsaðila um næstu mánaðamót. Í kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands er eftirfarandi tekið fram í gr. 13.8. 13.8 Félagsmannasjóður:  „Launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í félagsmannasjóð sem nemur 2,2% af heildarlaunum félagsmanna.  Úthlutun úr sjóðnum skal fara …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á