FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Lágmarksfélagsgjald og kjörgengi í Framsýn

Lágmarksfélagsgjald og kjörgengi í Framsýn

Félagsgjöld í Framsýn eru ákveðin á aðalfundi félagsins á hverjum tíma. Þau hafa verið óbreytt til fjölda ára eða 1% af launum starfsmanna. Til að teljast fullgildur félagsmaður þurfa menn að vera á vinnumarkaði og hafa náð að greiða lágmarksfélagsgjald kr. 16.474 á árinu 2025. Félagsmenn sem eru á vinnumarkaði og ná ekki að greiða …
Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn miðvikudaginn 14. janúar 2026 kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf Kosning starfsmanna fundarins Skýrsla stjórnar Stjórnarkjör 2. Önnur mál Skorað er á félagsmenn deildarinnar sem falla undir deildina að mæta á fundinn og taka þátt í líflegum umræðum. Það er félagsmenn Framsýnar sem …
Auknar líkur á atvinnuleysi út árið 2027

Auknar líkur á atvinnuleysi út árið 2027

Vinnumarkaður þykir sýna merki um kólnun og líkur eru á auknu atvinnuleysi út árið 2027. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýlegri hagspá Alþýðusambands Íslands(ASÍ) sem má nálgast í heild sinni hér. Fram kemur að hægt hafi á fjölgun starfa á þessu ári sem mældist 0,5% í ágúst samanborið við 1,8% vöxt í sama …
Viðræður við fjárfesta

Viðræður við fjárfesta

Töluvert er um að aðilar sem hafa til skoðunar að hefja atvinnurekstur á Húsavík hafi verið í sambandi við stéttarfélögin á Húsavík. Félögin búa yfir mikilli þekkingu er varðar ýmislegt er tengist atvinnustarfsemi á svæðinu. Í gær var fundað með aðilum sem hafa til skoðunar að byggja upp landeldi á Bakka, þá eru aðilar sem …
Desemberuppbót launafólks 2025

Desemberuppbót launafólks 2025

Þar sem jólamánuðurinn nálgast vill Framsýn vekja athygli á því að samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í desemberbyrjun ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Um er að ræða …
Hvað er fólkið að gera?

Hvað er fólkið að gera?

Því er fljótt svarað, húseigandi og leigjendur í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 stóðu fyrir eldvarnaræfingu í gær í samráði við Slökkvilið Norðurþings. Ákveðið að hafa rýmingaræfingu í Hrunabúð þar sem nokkur fyrirtæki eru með aðstöðu á efri hæðinni. Stéttarfélögin leggja mikið upp úr öryggi starfsmanna sem starfa í húsnæðinu hvað þessi mál varðar. Æfingin …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á