
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Jólakveðja stéttarfélaganna
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum sem og starfsmenn félaganna óska félagsmönnum og fjölskyldum þeirra sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Megi árið 2026 verða okkur öllum farsælt og gæfuríkt. Framsýn stéttarfélag Þingiðn félag iðnaðarmanna Starfsmannafélag Húsavíkur.
Fréttabréfið komið úr prentun
Fréttabréf stéttarfélaganna er komið úr prentun. Búið er að koma því í flestar verslanir á félagssvæðinu auk þess sem það er aðgengilegt á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þá geta menn einnig lesið það á heimasíðu stéttarfélaganna, góða skemmtun. https://framsyn.is/wp-content/uploads/2025/12/Frettabref_3.tbl_._des_2025.pdf
Gestkvæmt á Skrifstofu stéttarfélaganna
Hópur jólasveina kom í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna og heilsaði upp á starfsmenn. Án efa skemmtilegasta heimsókn ársins, sjá myndir:
Vaxandi atvinnuleysi á svæðinu
Samkvæmt mælaborði Vinnumálastofnunnar er augljóst að atvinnuleysi fer mjög vaxandi á svæðinu. Hér að ofan má sjá stöðuna í nóvember í Norðurþingi en 138 einstaklingar eru þar á atvinnuleysiskrá. Ekki hafa fleiri verið skráðir atvinnulausir í Norðurþingi síðan í Covid-19 faraldrinum. Áberandi er hversu stór hluti atvinnulausra í Norðurþingi koma úr iðnaði. Það kemur auðvitað …
Varúð - Erlendir vörsluaðilar herja á ungt fólk
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur, sem sýndur var á RÚV í byrjun desember, gerði starfsemi erlendra lífeyrissjóða hér á landi að umfjöllunarefni og þá miklu fjármuni sem slíkir sjóðir hafa af launafólki. Kveikur vísaði m.a. í ályktun sem samþykkt var á þingi Starfsgreinasambandsins nýverið um starfsemi erlendra vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér landi. Þar fordæmdi þingið afdráttarlaust þá ólögmætu markaðssetningu …
Jólagleði G-26
Starfsfólkið sem starfar í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 gerði sér dagamun í morgun í tilefni af því að undanfarna daga hefur staðið yfir jólaleikur meðal starfsmanna. Í morgun var komið að því að finna út hver væri leynivinur hvers og eins. Það gekk misvel eins og gengur og gerist en viðburðurinn var virkilega skemmtilegur …

