FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Félagsmenn fengu greiddar tæplega 170 milljónir í styrki á árinu 2025

Félagsmenn fengu greiddar tæplega 170 milljónir í styrki á árinu 2025

Á árinu 2025 voru 1414 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði félagsins til félagsmanna.  Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 134.265.030,-. Þar af voru sjúkradagpeningar kr. 91.384.972 og aðrir styrkir s.s. sálfræðikostnaður félagsmanna og heilsurækt kr. 42.800.558. Til viðbótar má geta þess að 358 félagsmenn fengu greiddar kr. 28.508.350,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum …
Nýtt kílómetragjald – dýrara að keyra sparneytnar bifreiðar

Nýtt kílómetragjald – dýrara að keyra sparneytnar bifreiðar

Þann 1. janúar voru gerðar kerfisbreytingar á gjaldtöku af akstri bifreiða sem fólust í afnámi krónutölugjalda á jarðefnaeldsneyti og upptöku kílómetragjalds fyrir hvern ekinn kílómetra. Samhliða því hækkaði kolefnisgjald á eldsneytislítra. Samantekið leiðir breytingin til hærri rekstrarkostnaðar smærri og eyðsluminni bíla en dregur úr kostnaði þeirra stærri. Á áramótum lækkaði bensín að jafnaði um tæplega 97 krónur sem er í samræmi við …
Unnið að uppstillingu

Unnið að uppstillingu

Uppstillinganefnd Framsýnar vinnur að því að klára að stilla upp í stjórnir, ráð og nefndir á vegum félagsins fyrir næstkomandi kjörtímabil sem er tvö ár. Kjörtímabilið hefst frá og með næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður í lok maí. Á meðfylgjandi mynd má sjá nefndina að stöfum í gær, þetta eru þau Ósk Helgadóttir sem …
Breytingar á fjárhæðum greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði

Breytingar á fjárhæðum greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði

Þann 19. desember 2025 tók gildi reglugerð um breytingar á fjárhæðum greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og fjárhæðum fæðingarstyrks. Sjá frétt inn á vef Vinnumálastofnunnar. Samkvæmt reglugerð nr. 1492/2025 eru hámarksfjárhæð og lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði frá og með 1. janúar 2026: Hámarksfjárhæð skv. 1. mgr. 24. gr. laganna skal nema 900.000 kr. á mánuði. Lágmarksgreiðsla skv. 1. …
Rólegt yfir aðalfundi verslunarmanna

Rólegt yfir aðalfundi verslunarmanna

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar fór fram í gærkvöldi. Fundurinn fór vel fram og urðu almennar umræður um starfsemi deildarinnar og önnur mál er tengjast verslun- og þjónustu á félagssvæðinu. Áhugi er fyrir því að fá næsta þing LÍV til Húsavíkur en það verður haldið árið 2027. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn deildarinnar …
Hækkandi atvinnuleysi á félagssvæði stéttarfélaganna

Hækkandi atvinnuleysi á félagssvæði stéttarfélaganna

Skráð atvinnuleysi á landsvísu í desember var 4,4% og jókst um 0,1% frá síðasta mánuði. Í desember 2024 var atvinnuleysið hins vegar 3,8%. Að meðaltali voru 9.043 atvinnulausir í desember, 5.428 karlar og 3.616 konur. Meðalfjöldi atvinnulausra fjölgaði um 294 manns milli mánaða. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í desember eða 8,9% og hækkaði úr …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á