
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Standið vörð um íslenskan landbúnað
Sjálfstæðisflokkurinn stóð nýlega fyrir opnum fundi á Húsavík um atvinnumál og stöðuna í þjóðfélaginu. Eðlilega fengu atvinnumálin á svæðinu töluverða athygli enda liggur starfsemi PCC á Bakka að mestu niðri. Óvíst er hvort eða hvenær starfsemi hefst á ný á Bakka. Fleiri mál fengu jafnframt athygli svo sem íslenskur landbúnaður og staðan í ferðaþjónustunni nú …
Formaður Framsýnar þreifaði á málefnum PCC á Bakka við ráðamenn
Viðskiptagreining Landsvirkjunar stóð fyrir opnum fundi í Hörpu fimmtudaginn 4. desember um þróun mála hjá álverum og kísilframleiðendum síðustu misseri og hún sett í samhengi við íslenskan raunveruleika og alþjóðamarkaði. Eftir tvö áhugaverð erindi um stöðu mála og horfur var boðið upp á pallborðsumræður þar sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem á …
Bakkavík og Framsýn funda um landeldi
Á dögunum funduðu forsvarsmenn Framsýnar og Bakkavíkur um áform fyrirtækisins um að byggja upp landeldi á Bakka við Húsavík. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bakkavíkur landeldis og Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar fóru yfir verkefnið en Framsýn hefur lagt mikla áherslu á að eiga gott samstarf við þá aðila sem sýnt hafa svæðinu áhuga hvað varðar atvinnuuppbyggingu. …
Dagatölin komin!
Hin sívinsælu dagatöl eru komin í hús! Þau eru fáanleg á Skrifstofu stéttarfélaganna venju samkvæmt.
Nýr stofnanasamningur kominn á netið
Nýr stofnanasamningur hefur verið undirritaður við Land og Skóg og leysir hann af hólmi eldri samning frá 2022 við Skógræktina. Land og Skógur tók við verkefnum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar 1. janúar 2024. Nýi samningurinn gildir fyrir starfsmenn sem áður störfuðu hjá Skógræktinni og Landgræðslunni. Viðræður hófust um miðjan október sl. og fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands …
Árangursríkur fundur með Qair Ísland og Arctic Hydro
Í kjölfar hinna miklu og jákvæðu tíðinda um styrkingu flutnings- og dreifikerfis raforku á Norðausturlandi sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, kynnti á fundi á Þórshöfn þann 6. nóvember sl. hittust forsvarsmenn Framsýnar stéttarfélags og orkufyrirtækjanna Qair Ísland og Arctic Hydro á fundi á Húsavík í gær, 2. desember. Orkufyrirtækin starfrækja nú …

