FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Starfsmenn sveitarfélaga innan Framsýnar - Félagsmannasjóður

Starfsmenn sveitarfélaga innan Framsýnar - Félagsmannasjóður

Allir félagsmenn Framsýnar stéttarfélags sem störfuðu hjá sveitarfélögum á árinu 2024 eiga rétt á greiðslu úr Félagsmannasjóði 1. febrúar. Iðgjald í sjóðinn er 2,2% af heildarlaunum starfsmanna sem sveitarfélögin standa skil á til Framsýnar sem síðan greiðir starfsmönnum út sinn hluta einu sinni á ári, það er 1. febrúar ár hvert. Um er að ræða …
Vilji til að breyta aðalfundi deildarinnar

Vilji til að breyta aðalfundi deildarinnar

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn í gær fimmtudaginn 9. janúar. Aðalsteinn J. Halldórsson formaður deildarinnar fór yfir störf deildarinnar milli aðalfunda. Hann sagði skýrslunni vera ætlað að miðla upplýsingum til félagsmanna varðandi starfsemi deildarinnar á umliðnu starfsári 2024.  Fjöldi félagsmanna:Varðandi fjölda félagsmanna þá greiddu 444 einstaklingar til deildarinnar á árinu 2024. …
SVEIT – Kastið inn handklæðinu

SVEIT – Kastið inn handklæðinu

Um áramótin skrifaði formaður Framsýnar grein inn á Vísi.is um þá sérstöku ákvörðun fyrirtækja innan SVEIT að stofna með sér gervi stéttarfélag sem fengið hefur nafnið „Virðing“. Vissulega er það nokkuð sérkennilegt að hópur veitingamanna á Íslandi telji það vera einu færu leiðina til að halda úti starfsemi, að sniðganga umsamin lágmarkskjör og ákveða launakjör …
Skrifstofa í Hrunabúð laus til leigu

Skrifstofa í Hrunabúð laus til leigu

Góð skrifstofa í Hrunabúð  var að losna. Skrifstofan er fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaga að Garðarsbraut 26, það er á annarri hæð. Hægt er að fá hana leigða í skemmri eða lengri tíma, allt opið hvað það varðar. Frekari upplýsingar gefur Aðalsteinn Árni Baldursson kuti@framsyn.is
Trúnaðarmannanámskeið í boði 20. – 21. mars

Trúnaðarmannanámskeið í boði 20. – 21. mars

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði í mars. Námskeiðið verður haldið í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík. Dagar og tími:   Fimmtudagur 20. mars 09:00-15:00; Samningatækni. Leiðbeinandi Bergþóra Guðjónsdóttir. Föstudagur 21. mars 09:00-15:00; Túlkun talna og hagfræði. Leiðbeinandi kemur frá ASÍ. Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök í samningatækni. • Lögð er áhersla …
Morgunverðarfundur

Morgunverðarfundur

Formaður Framsýnar gerði sér ferð í morgun í Stórutjarnaskóla, tilgangurinn með heimsókninni var að spjalla við starfsmenn almennt um lífið og tilveruna auk þess sem kjaramál og starfsemi Framsýnar voru að sjálfsögðu til umræðu. Á Stórutjörnum er rekið metnaðarfullt skólastarf. Reyndar gleymdist að taka mynd af fundarmönnum sem voru hressir að vanda. Þess í stað …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á