
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Skrifstofa laus til leigu
Einstaklega góð skrifstofa er til leigu í húsnæði Hrunabúðar að Garðarsbraut 26, það er fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaganna. Á hæðinni eru nokkur fyrirtæki og sálfræðiþjónusta með starfsemi. Þar starfar góður hópur starfsmanna. Frekari upplýsingar gefur Aðalsteinn Árni, kuti@framsyn.is
Myndarleg gjöf til Styrktarfélags HSN
Stjórn Þingiðnar samþykkti nýlega að færa Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum að gjöf kr. 303.000,- til kaupa á tækjum fyrir stofnunina. Upphæðin tekur mið af fjölda félagsmanna í Þingiðn og árgjaldi félagsmanna í Styrktarfélaginu. Gerð var grein fyrir gjöfinni á aðalfundi Styrktarfélagsins sem haldinn var á dögunum. Skráðir félagsmenn í Styrktarfélaginu eru um 350 talsins. Þeim …
Íbúð til leigu á besta stað
Íbúð Hrunabúðar að Garðarsbraut 26 er laus til leigu frá og með 1. mars/apríl á næsta ári. Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á efri hæð, alls 180 fermetrar. Vel innréttuð og góð íbúð á besta stað í bænum, stutt í flesta þjónustu. Frekari upplýsingar gefur Aðalsteinn Árni, kuti@framsyn.is
Aðalfundur Sjómannadeildar 2025
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar stéttarfélags verður haldinn mánudaginn 29. desember 2025 í fundarsal félagsins. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Mikilvægt er að sjómenn láti sjá sig á fundinum og taki þátt í líflegum umræðum, ekki síst formannskjöri en fyrir liggur að sitjandi formaður, Jakob Gunnar Hjaltalín, gefur ekki kost á sér áfram eftir …
Standið vörð um íslenskan landbúnað
Sjálfstæðisflokkurinn stóð nýlega fyrir opnum fundi á Húsavík um atvinnumál og stöðuna í þjóðfélaginu. Eðlilega fengu atvinnumálin á svæðinu töluverða athygli enda liggur starfsemi PCC á Bakka að mestu niðri. Óvíst er hvort eða hvenær starfsemi hefst á ný á Bakka. Fleiri mál fengu jafnframt athygli svo sem íslenskur landbúnaður og staðan í ferðaþjónustunni nú …
Formaður Framsýnar þreifaði á málefnum PCC á Bakka við ráðamenn
Viðskiptagreining Landsvirkjunar stóð fyrir opnum fundi í Hörpu fimmtudaginn 4. desember um þróun mála hjá álverum og kísilframleiðendum síðustu misseri og hún sett í samhengi við íslenskan raunveruleika og alþjóðamarkaði. Eftir tvö áhugaverð erindi um stöðu mála og horfur var boðið upp á pallborðsumræður þar sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem á …

