Útilega í boði þíns stéttarfélags

Félagsmenn geta sótt um styrk vegna gistingar á tjaldstæðum og við kaup á útilegukortinu. Það gerist þannig að félagsmenn og fjölskyldur þeirra fara með sitt tjald, tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi eða annan búnað á tjaldsvæði innanlands, fá löglegan reikning (númeraður reikningur með kennitölu söluaðila og kaupanda þjónustu), framvísa síðan reikningnum á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá endurgreiðslu fyrir hluta upphæðarinnar eða allt að kr. 27.000. Skilyrði fyrir þessari greiðslu er að félagsmaður hafi greitt félagsgjöld í a.m.k. 6 mánuði.

Deila á