Félagsfundur mánudaginn 12. desember um nýgerðan kjarasamning

Framsýn stéttarfélag boðar til fundar um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins  og Starfsgreinasambands Íslands sem undirritaður var laugardaginn 3. desember.

Kjarasamningurinn nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa á almenna vinnumarkaðinum, ekki við verslun og þjónustu eða hjá ríkinu og sveitarfélögum.

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 12. desember kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Rafræn kosning verður um samninginn. Sjá má nánara fyrirkomulag um kosninguna inn á heimasíðu félagsins framsyn.is. í vikunni þegar búið verður að forma hana.

Félagar, fjölmennið og hafið skoðanir á kjarasamningnum. Verði hann samþykktur í atkvæðagreiðslu gildir hann frá 1. nóvember að öðrum kosti verður viðræðum við Samtök atvinnulífsins haldið áfram.

Stjórn Framsýnar

Deila á