Verkefnastjóri ritara
Verkefnastjóri ritara
Heilbrigðisstofnun Norðurlands auglýsir lausa stöðu verkefnastjóra ritara á HSN Húsavík.
Verkefnastjóri ritara er með daglega stjórnun og skipuleggur starfsemi heilbrigðisgagnafræðinga, heilbrigðisritara og ritara í samræmi við sýn og stefnu stofnunarinnar.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innleiðir nýjungar, stýrir gæðastarfi, kemur að gerð gæðaskjala.
- Tekur þátt í teymisvinnu og þróun starfseminnar á sinni einingu.
- Útfærir og aðstoðar sérfræðinga eða stjórnendur stofnana við boðskipti, skjalaskráningu og innri samhæfingu skráningar.
- Heldur utan um vistunarskráningu Embættis Landlæknis.
- Skrifar úrdrátt eða endursögn úr læknaskýrslum.
- Skjalavarsla á sjúkraskrám og öðrum persónulegum gögnum.
- Er tengiliður kerfisstjóra HSN og sér um aðgangsmál er lúta að sjúkraskrám.
Hæfniskröfur
- Starfsleyfi sem heilbrigðisgagnafræðingur
- Æskileg starfsreynsla er meira en 3 ár
- Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góð tölvuþekking og færni í helstu tölvuforritum
- Þekking á sjúkraskrárkerfum Sögu æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Húsavíkur hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Umsókn fylgi starfsferilskrá og upplýsingar um nám og fyrri störf.
Umsækjendur eru auk þess beðnir um að skila kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfi og sýn á starfið.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.05.2022
Nánari upplýsingar veitir
Júlíana Dagmar Erlingsdóttir, Verkefnastjóri ritara - juliana.dagmar.erlingsdottir@hsn.is - 464 0500
Jóhann Johnsen, Yfirlæknir HSN Húsavík - johann.johnsen@hsn.is - 464 0500
Þrifastörf
Hlutastörf við þrif
Við hjá Dögum hf erum að leita að jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum í okkar frábæra teymi á norðurlandi.
Við óskum eftir drífandi fólki til að vinna við þrif bæði á Akureyri og Húsavík.
Um er að ræða hlutastörf í dagvinnu, kvöldvinnu og helgarvinnu.
Dagar hf are looking for positive and dynamic individuals in our wonderful team in the north og Iceland. We are looking for people to work with cleaning in both Akueyri and Húsavík. These are part-time jobs in daytime, evening and weekend work.
_______________________________________________________________
W Dagar hf szukamy pozytywnych i dynamicznych osób w naszym wspaniałym zespole na północy. Poszukujemy osób do pracy przy sprzątaniu w Akueyri i Húsavíku. Są to prace w niepełnym wymiarze godzin w pracy dziennej, wieczorowej i weekendowej.
Umstjónarkennari
Umsjónarkennari
Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn leik-og grunnskóli og hefur leikskólinn aðsetur innan skólans. Einnig hefur Rif rannsóknarstöð þar aðstöðu. Skólinn er í samstarfi við Öxarfjarðarskóla sem er í 62 km fjarlægð frá Raufarhöfn. Nemendum grunnskólans er ekið einu sinni í viku í Öxarfjarðarskóla þar sem þeir fá kennslu í list- og verkgreinum, íþróttum auk tónlistarkennslu á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur. Skólinn hefur verið í samstarfi við félag eldri borgara á Raufarhöfn. Stöðugildi við Grunnskóla Raufarhafnar eru 4, þar af 1 stöðugildi kennara. Í Grunnskóla Raufarhafnar eru 6 nemendur í 4. – 9.bekk í einum námshópi og 3 börn á leikskólaaldri. Sami skólastjóri stýrir Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og hefur fasta viðveru í Öxarfjarðarskóla en kemur einu sinni í viku til Raufarhafnar.
Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2022
Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólastjóra í síma 465-2246 eða með fyrirspurnum á netfangið hrund@nordurthing.is
Aðstoðarmatráður við Öxarfjarðarskóla
Aðstoðarmatráður við Öxarfjarðarskóla
Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með um 50 nemendur og 20 starfsmenn. Í mötuneyti skólans er framreiddur morgunverður og hádegisverður. Óskum eftir að ráða aðstoðarmatráð í 50% stöðu við mötuneyti skólans. Vinnutími er frá 9:00 - 14:00 mánudaga - fimmtudaga.
Sótt er um starfið hér
Laus störf við Öxarfjarðarskóla
Laus störf við Öxarfjarðarskóla
Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með alls um 50 nemendur, þar af 30 nemendur í grunnskóla. Leikskóladeildir skólans eru bæði í Lundi og á Kópaskeri. Auglýst er eftir deildarstjóra, leikskólakennurum og öðru starfsfólki með aðra uppeldismenntun eða reynslu til starfa á leikskóladeildinni á Kópaskeri og til afleysinga á báðum starfsstöðvum. Um er að ræða 100% stöður. Viðkomandi þurfa að hafa leyfisbréf til kennslu. Störfin henta hvaða kyni sem er. Áætlað er að opna leikskóladeildina á Kópaskeri aftur 15. ágúst nk. Uppeldisstefna Öxarfjarðarskóla er Jákvæður agi. Aðrar áherslur eru m.a læsi, útikennsla og leikur. Starfað er eftir skólanámskrá og deildarnámskrá leikskóladeilda Öxarfjarðarskóla.
Umsóknarfrestur er til og með 25.maí nk. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og listi yfir meðmælendur. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma 465-2246 eða á netfanginu hrund@nordurthing.is
Kennarastöður við Öxarfjarðarskóla
Kennarastöður við Öxarfjarðarskóla
Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með alls um 50 nemendur, þar af 30 nemendur í grunnskóla. Leikskóladeildir skólans eru bæði í Lundi og á Kópaskeri. Starfað er í anda Jákvæðs aga og verið er að innleiða teymiskennslu í grunnskólanum. Um er að ræða samkennslu árganga.
Skólinn er í samstarfi við Grunnskóla Raufarhafnar stýrir sami skólastjóri báðum skólum. Einnig á skólinn í samstarfi við Tónlistarskóla Húsavíkur sem þjónustar nemendur grunnskólans. Leitað er eftir íslensku- og dönskukennara á unglingastigi í 100% stöðu, umsjónarkennara á yngsta stigi í 100% stöðu, umsjónarkennara í 60% stöðu og íþrótta- og sundkennara í 40% stöðu.
Umsóknarfrestur er til 25.maí og skulu umsóknir sendar ásamt ferilskrá og meðmælendalista til skólastjóra á netfangið hrund@nordurthing.is. Allar frekari upplýsingar um störfin veitir Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri í síma 465-2246.
Laus störf við leikskólann Grænuvelli
Laus störf við leikskólann Grænuvelli
Leikskólinn Grænuvellir á Húsavík er átta deilda leikskóli með 151 barn, eins til sex ára. Uppeldisstefna leikskólans er Jákvæður agi. Aðrar áherslur eru meðal annars læsi, snemmtæk íhlutun, útikennsla og leikur. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og vellíðan. Í leikskólanum starfa um 50 manns og einkennist skólabragurinn af jákvæðum samskiptum, metnaði og liðsheild í anda uppeldisstefnunnar. Við leitum að deildarstjórum í 100% starf og afleysingum á deildir í 50-100% störf. Um framtíðarstörf er að ræða.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélga og Félags leikskólakennara.
Umsónarfrestur er til 17. maí. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri í síma 464-6160 og 8474766.
Sótt er um starfið hér
Framleiðslustörf hjá PCC
Framleiðsla
PCC BakkiSilicon á Húsavík hóf störf árið 2018 og er ein fremsta verksmiðja á sínu sviði í heiminum bæði þegar litið er til tækni og umhverfismála. Sílíkon málmur er notaður sem álblanda og er nýttur í efnaiðnaði meðal annars til framleiðslu á síoxönum og sílíkoni. Í verksmiðjunni okkar á Húsavík starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum. Fyrirtækið leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, teymisvinnu og starfsanda, ásamt ríkri öryggis og umhverfisvitund. Við leitum nú að umsækendum í framleiðsludeild til að koma til hóps við okkar frábæra teymi sem leiðir og samhæfir rekstur framleiðslu PCC BakkiSilicon.
Framleiðslustarfsfólk hjá PCC BakkiSilicon vinna í teymum sem sameiginlega sinna fjölbreyttum verkefnum. Í framleiðslu vinna vaktirnar á 12 tíma vöktum með heila viku í frí einu sinni í mánuði.
Við hvetjum fólk til að sækja um óháð kyni.
PCC BakkiSilicon in Húsavík was established in 2018 and is one of the world’s most advanced and environmentally friendly silicon metal production plants. Silicon metal is used as an aluminum alloyant, it’s employed in the chemicals industry for the manufacture of siloxanes and silicones, among other things. At our factory in Húsavík we employ around 150 people in various positions. The company emphasis is on equal opportunities for our employees, teamwork, morale, as well as great safety and environmental awareness. We are currently looking for candidates for our production, to join our team that leads and co-ordinates the operation of PCC Bakki Silicon productions.
Production employees at PCC BakkiSilicon work in teams that jointly carry out various tasks. They work on 12 hour shifts and have a full week off every month.
We encourage people to apply regardless of gender.
Við bjóðum starfsfólki okkar.
- Áhugaverð störf í alþjóðlegu umhverfi
- Faglegar áskoranir og vinna með nútíma tækni
- Samkeppnishæf grunnlaun
- Góða þjálfun
- Námskeið, þjálfun og símenntun
- Tækifæri til starfsþróunar
- Hópefli
- Íþróttatímar tvisvar í viku
- Mötuneyti
- Starfsmannafélag
We offer our employees:
- Interesting work in an international chemical group
- Professional challenges and work with modern technologies
- Competitive base salaries
- Necessary trainings based on position needs
- Courses, training, and life-long learning
- Opportunity for career development within the company
- Team building activities
- Sport activities twice a week for all employees
- On site canteen
- Active staff association
Starfsfólk í verslun
Verslunarstarf
Nettó Húsavík leitar eftir starfsfólki í almenn verslunarstörf, í boði er bæði full 100% vinna og hlutastörf. Starfið krefst þess að starfsmaður vinni sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar og geti auk þess forgangsraðað verkefnum og sýnt frumkvæði.
Helstu verkefni
- Áfyllingar á vörum
- Afgreiðsla á kassa
- Þjónusta við viðskiptavini
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund
- Sjálfstæði
- Snyrtimennska
- Reynsla af verslunarstörfum er kostur
- Skipulögð vinnubrögð
Annað:
- Heilsustyrkur til starfsmanna í boði
- Afsláttarkjör í verslunum Samkaupa.
- Velferðarþjónusta Samkaup
Samkaup hf. hefur hlotið Menntasprota atvinnulífsins, Hvatningarverðlaun jafnréttismála og auk þess hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu.
Samkaup hf. rekur yfir 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru: Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1400 starfsmenn í rúmlega 700 stöðugildum.
Almenn hótelstörf
Almenn hótelstörf / General Hotel Work
Icelandair hótel Mývatn leitar að fólki sem vill vera hluti af metnaðarfullu teymi í spennandi umhverfi.
(English below)
Starfssvið:
- Móttaka gesta og þjónusta
- Matreiðsla og aðstoð í eldhúsi
- Framreiðsla og aðstoð í veitingasal
Hæfniskröfur:
- Góð enskukunnátta
- Rík þjónustulund og vönduð framkoma
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Reynsla af hótelstörfum æskileg
- Snyrtimennska og stundvísi
- Jákvæðni og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí næstkomandi.
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um starfið/störfin hafið þá samband við:
Michaela Peluchova, michaelap@icehotels.is
__________________________________
Icelandair hótel Mývatn is looking for positive and energetic team members who want to be part of an ambitious team in an exciting environment.
Job Description:
- Reception of guests and service
- Chefs and Kitchen Assistants
- Restaurant Assistants
Qualification requirements:
- Good English skills
- Customer service orientation
- Good communication skills
- Experience in hospitality is preferable
- Initiative and independent work ethics
- Tidiness and punctuality
Applicants need to be able to start as soon as possible.
The application deadline is May 31st.
If further information is needed please contact:
Michaela Peluchova, michaelap@icehotels.is