Starfsfólk í íþróttahöll Húsavíkur
Starfsfólk óskast í íþróttahöll Húsavíkur
Norðurþing auglýsir eftir starfsfólki í íþróttahöll Húsavíkur. Um er að ræða allt að 70% stöðu í vaktavinnu.
-
Almenn húsvarsla
-
Gæsla í klefa (kvennaklefa)
-
Dagleg þrif
-
Viðhald
-
náð 18 ára aldri
-
áhuga á því að vinna með börnum
-
ríka þjónustulund
-
frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
-
sjálfstæð vinnubrögð
-
hreint sakavottorð
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar veitir Sólveig Ása Arnarsdóttir,
verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði Norðurþings í síma 464-6100 – solveigasa@nordurthing.is
Umsóknarfrestur er til 18. júní 2023
Vélvirki
Vélvirki
PCC BakkiSilicon hóf stöf árið 2018 og er ein fremsta verksmiðja á sínu sviði í heiminum bæði þegar litið er til tækni og umhverfismála. Sílíkon málmur er notaður sem álblanda og er nýttur í efnaiðnaði meðal annars til framleiðslu á síoxönum og sílíkoni. Í verksmiðjunni okkar á Húsavík starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum. Fyrirtækið leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, teymisvinnu og starfsanda, ásamt ríkri öryggis og umhverfisvitund. Við leitum nú að umsækendum fyrir starf vélvirkja til að koma til hóps við okkar frábæra lið af vélvirkjum sem leiðir og samhæfir rekstur verkstæðis PCC BakkiSilicon. Við leitum að vélvirkja með þekkingu á vökvakerfum, almennri járnsmíði og af vinnu við þungavinnuvélar. Vélvirkjar hjá PCC BakkiSilicon vinna í teymum sem sameiginlega sinna fjölbreyttum verkefnum.
Við erum með nemaleyfi fyrir vélvirkja og hvetjum því nema sérstaklega til að sækja um.
Við hvetjum fólk til að sækja um óháð kyni, sem og nýútskrifað iðnmenntað fólk.
Við bjóðum starfsfólki okkar
- Áhugaverð störf í alþjóðlegu umhverfi
- Faglegar áskoranir og vinna með nútíma tækni
- Samkeppnishæf grunnlaun
- Góða þjálfun
- Námskeið, þjálfun og símenntun
- Tækifæri til starfsþróunar
- Hópefli
- Íþróttatímar einusinni í viku
- Mötuneyti
- Starfsmannafélag
Vöruhúsaþjónusta á Húsavík
Vöruhúsaþjónusta á Húsavík
Eimskip auglýsir eftir þjónustuliprum og drífandi aðila í vöruhúsaþjónustu félagsins á Húsavík. Um er að ræða framtíðarstarf.
Hjá Eimskip starfar úrvalshópur sem hefur gildi fyrirtækisins að leiðarljósi; árangur, samstarf og traust. Allir sem hafa áhuga á að vera hluti af sterkri liðsheild Eimskips eru hvattir til þess að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Sigmundsson, svæðisstjóri, vsi@eimskip.com
Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Eimskips. Í anda jafnréttisstefnu Eimskips hvetjum við alla til að sækja um, óháð kyni.
Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.
Vöruhúsaþjónusta á Húsavík
Vöruhúsaþjónusta á Húsavík
Eimskip auglýsir eftir þjónustuliprum og drífandi aðila í vöruhúsaþjónustu félagsins á Húsavík. Um er að ræða framtíðarstarf.
Hjá Eimskip starfar úrvalshópur sem hefur gildi fyrirtækisins að leiðarljósi; árangur, samstarf og traust. Allir sem hafa áhuga á að vera hluti af sterkri liðsheild Eimskips eru hvattir til þess að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Sigmundsson, svæðisstjóri, vsi@eimskip.com
Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Eimskips. Í anda jafnréttisstefnu Eimskips hvetjum við alla til að sækja um, óháð kyni.
Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.
Starfsfólk í sumarfrístund
Starfsfólk óskast í sumarfrístund
Sumarfrístund á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki í lifandi og fjölbreytt sumarstörf.
Óskað er eftir frístundaleiðbeinanda og starfsmanni í verkefnastjórn.
Unnið er með börnum í 1-4. bekk.
Vinnutími er frá 08-16 virka daga frá og með 5. júní.
Umsækjandi þarf að:
- Hafa náð 18 ára aldri.
- Hafa hreint sakavottorð
- Hafa áhuga á að vinna með börnum
- Geta unnið vel með öðrum
- Vera liprir og jákvæðir í mannlegum samskiptum.
- Hafa frumkvæði og verið sveigjanlegur í starfi
- Reynsla að starfi með börnum/ungmennum er æskileg.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og
viðkomandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar veitir Sólveig Ása Arnarsdóttir, verkefnastjóri á
íþrótta- og tómstundasviði Norðurþings í síma 464-6100 –
solveigasa@nordurthing.is
Umsóknarfrestur er til 1. júní 2023
Hægt er að sækja um í gegnum rafrænt umsóknareyðublað hér
Starfsmaður innan barnaverndar og Keldu
Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir starfsmanni innan barnaverndar og Keldu
Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir starfsmanni innan barnaverndar og Keldu.
Leitað er eftir einstaklingi með félagsráðgjafa-, uppeldis-, menntunar-, heilbrigðis- eða aðra
menntun sem nýtist í starfi.
Viðkomandi starfar í teymi er kemur að barnaverndarmálum, málefnum barna og fjölskyldna í samstarfi við skóla, leikskóla og heilsugæslu. Teymið starfar að hluta til í leik og grunnskóla.
Viðkomandi starfar innan fjölskyldusviðs og situr þverfaglega fundi innan barnaverndar og Keldu sem og með öðrum er tilheyra sviðinu.
Smellið á starfsauglýsingu hér fyrir neðan til að sjá menntunar- og hæfniskröfur.
Viðkomandi starfar meðal annars eftir barnaverndarlögum nr.80/2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018l stjórnsýslulögum nr 37/1993 og öðrum lögum er lúta að sviðinu.
Laun eru skv. kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir skulu berast til Hróðnýjar Lund félagsmálastjóra, á netfangið hrodny@nordurthing.is og veitir hún nánari upplýsingar um starfið.
Starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu fylgja umsókninni. Að auki þarf að fylgja hreint sakavottorð.
Starfsfólk á leikskólann Grænuvelli
Starfsfólk óskast á leikskólann Grænuvelli
Leikskólinn Grænuvellir á Húsavík auglýsir nokkrar stöður lausar til umsóknar.
Um er að ræða tvær 100% deildarstjórastöður til eins árs, vinnutími 7:45-16:00, ein staða iðjuþjálfa í 100% stöðu í stuðningsteymi leikskólans með vinnutíman 8:00-16.15, fjórar 100% stöður inn á deildir og í afleysingar með vinnutímann 8:00-16:15 og ein 50% staða með vinnutímann 12:15-16:15
Leikskólinn Grænuvellir er átta deilda leikskóli með um 160 börn. Uppeldisstefna leikskólans er Jákvæður agi. Aðrar áherslur eru m.a læsi, snemmtæk íhlutun, útkennsla, leikur og STEAM.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum ungra barna æskileg.
• Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra.
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Stundvísi og reglusemi. • Hreint sakavottorð.
• Vammleysi. • Góð íslenskukunnátta.
• Reyk, veip- og tópakspúðaleysi.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf síðustu tvær vikurnar í ágúst eða í byrjun september. Þeir sem hafa eldri umsóknir og hafa áhuga á að sækja um eru beiðnir um að endurnýja umsóknir.
Sótt er um á heimasíðu leikskólans, graenuvellir.karellen.is
Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2023.
Allar frekari upplýsingar veitir Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir í síma 464-6160 eða á netfangið siggavaldis@graenuvellir.is
Akstursstjóri / verkstjóri
Akstursstjóri/verkstjóri á Húsavík
Eimskip leitar að þjónustuliprum og drífandi leiðtoga í framtíðarstarf akstursstjóra á Húsavík. Reglubundinn vinnutími er frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga. Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að vinna yfirvinnu þegar þörf er á.
Akstursstjóri/verkstjóri er hluti af stjórnendateymi Eimskips. Þar starfar öflugur hópur fólks í fjölbreyttum störfum við að þjónusta viðskiptavini í innanlandsflutningum sem og inn- og útflutningi á svæðinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Akstursstýring á öllum flutningum til og frá Norðausturlandi
- Þjónusta og samskipti við viðskiptavini
- Ábyrgð á daglegri starfsemi akstursdeildar og starfsmannamálum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni, sjálfstæð, hröð og nákvæm vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta
- Talnagleggni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Menntun og / eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Meirapróf kostur
Nánari upplýsingar um starfið veitir Vilhjálmur Sigmundsson Svæðisstjóri Eimskips fyrir Norðausturland vsi@eimskip.com Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningarvef á heimasíðu, www.eimskip.is.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.
Sótt er um starfið hér
Kennarastöður
Kennarastöður við Öxarfjarðarskóla
Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með alls tæplega 60 nemendur á komandi hausti. Leikskóladeild skólans er innahúss í grunnskólanum. Starfað er í anda Jákvæðs aga og verið að innleiða teymisvinnu og teymiskennslu í skólanum í samstarfi við MSHA.
Um er að ræða samkennslu árganga í þremur deildum; yngri (1.-4.b), mið-(5.-7.b) og unglingadeild (8. - 10.b)
Skólinn er í samstarfi við Grunnskóla Raufarhafnar og einnig við Tónlistarskóla Húsavíkur sem þjónustar nemendur grunnskólans einu sinni til tvisvar í viku. Leitað er eftir umsjónarkennara í teymi á mið- og unglingastigi í 100% stöðu, íþrótta- og sundkennara í 40% stöðu og umsjónarkennara á yngsta stigi í 100% stöðu.
Umsóknarfrestur er til 29.maí og skulu umsóknir sendar ásamt ferilskrá og meðmælendalista til skólastjóra á netfangið hrund@nordurthing.is. Gerð er krafa um hreint sakavottorð. Allar frekari upplýsingar um störfin veitir Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri í síma 465-2246.
Umsjónarkennari
Umsjónarkennari
Staða umsjónarkennara er laus til umsóknar í 100% starf.
Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn leik- og grunnskóli. Skólinn er í samstarfi við Rif rannsóknarstöð sem hefur aðsetur innan skólans. Einnig er samstarf við Öxarfjarðarskóla sem er í 62 km fjarlægð frá Raufarhöfn. Nemendum grunnskólans er ekið einu sinni í viku í Öxarfjarðarskóla þar sem þeir fá kennslu í list- og verkgreinum, íþróttum auk tónlistarkennslu á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur. Skólinn hefur verið í samstarfi við félag eldri borgara á Raufarhöfn. Haustið 2023 verða 8 nemendur í Grunnskóla Raufarhafnar í 1. – 10.bekk.
Umsóknarfrestur er til 29.maí og skulu umsóknir sendar ásamt ferilskrá og meðmælendalista til skólastjóra á netfangið hrund@nordurthing.is. Gerð er krafa um hreint sakavottorð. Allar frekari upplýsingar um störfin veitir Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri í síma 465-2246 eða með fyrirspurnum á netfangið hrund@nordurthing.is