„Ómaklega vegið að formanni SGS“

Aðal­steinn Á. Bald­urs­son formaður Fram­sýn­ar seg­ir fyr­ir neðan all­ar hell­ur hvernig for­ystu­menn í verka­lýðshreyf­ing­unni hafa vegið að Vil­hjálmi Birg­is­syni for­manni Starfs­greina­sam­band­ins (SGS) eft­ir und­ir­rit­un kjara­samn­inga SGS og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á laug­ar­dag­inn.

„Mér finnst ómak­lega vegið að for­manni Starfs­greina­sam­bands­ins, og ekki bara hon­um held­ur líka að öll­um for­mönn­un­um sem að þessu komu og að þeim þúsund­um fé­lags­manna sem komu að því að móta kröfu­gerðina. Þetta er svo ósann­garnt að það hálfa væri nóg, enda er mörg­um mis­boðið yfir svona at­hygli sem menn eru að sækja sér með því að gera lítið úr öðrum,“ seg­ir Aðal­steinn.

Fram­sýn er eitt þeirra 17 SGS-fé­laga sem standa að kjara­samn­ingn­um. Aðal­steini líst vel á samn­ing­inn.

Um­fjöll­un­ina í heild sinni er hægt að nálg­ast í Morg­un­blaðinu í dag.

Mynd: Ragnar Árnason frá SA og Aðalsteinn Árni Baldursson eru á meðfylgjandi mynd sem tekin er þegar formaður Framsýnar skrifaði undir samninginn fh. félagsmanna á Húsavík í gær.

(Heimild mbl.is)

Deila á