Réttindi hjá Sjúkrasjóði Framsýnar
Sjóðsfélagar Sjúkrasjóðs Framsýnar, stéttarfélags njóta fjölbreyttra réttinda hjá sjúkrasjóðnum í samræmi við reglugerð hans. Réttindi í sjóðnum miðast við greitt félagsgjald til sjóðsins hverju sinni og aðild umsækjanda að félagin. Nánar er fjallað um réttindin í reglugerð sjúkrasjóðs félagsins sem er samþykkt er á aðalfundi félagsins hverju sinni.
Sótt er um greiðslur á sérstökum eyðublöðum sem hægt er að fá hér eða hjá Skrifstofu stéttarfélaganna.
Helstu réttindi eru:
Réttur til sjúkradagpeninga opnast þegar greitt hefur verið af viðkomandi félagsmanni í sex mánuði til sjóðsins sbr. lög ASÍ og reglugerð sjúkrasjóðs Framsýnar.
Sjúkrasjóðurinn tryggir félagsmönnum 80% af launum að loknum kjarasamningsbundnum veikindarétti hjá viðkomandi fyrirtæki, þó að hámarki kr. 820.683 á mánuði miðað við 1. apríl 2023. Hámarksréttur eru fjórir mánuðir. Sé um alvarleg veikindi að ræða geta félagsmenn sótt um framlengingu á sjúkradagpeningum. Upphæð sjúkradagpeninga tekur mið af hækkun launavísitölu á hverjum tíma.
Þurfi félagsmenn að taka sér launalaust frí frá störfum vegna alvarlegra veikinda maka eða barna eiga viðkomandi aðilar rétt á sjúkradagpeningum í allt að þrjá mánuði, enda verði annarri umönnun ekki komið við.
Meginreglan skal vera sú að dagpeningar í veikinda- og slysatilfellum séu reiknaðir út frá meðaltekjum síðustu sex mánaða. Þó skal heimilt að miða við meðaltal heildarlauna á síðustu 12 mánuðum í stað síðustu sex mánaða hafi tekjur sjóðfélaga breyst verulega til hækkunar eða lækkunar á viðmiðunartímabilinu.
Í þeim tilvikum þegar unglingar/fullorðnir stunda nám með vinnu svo sem vinna tvö sumur með námi er heimilt að telja 24 mánuði aftur í tímann þegar réttindi þeirra eru metin úr sjúkrasjóði. Hafi viðkomandi aðili náð að lágmarki sex mánaða starfi á tímabilinu hefur hann öðlast hlutfallslegan rétt enda hafi verið greitt af viðkomandi til sjóðsins á sama tímabili.
Vegna meðferðar hjá löggiltum sjúkraþjálfara er heimilt að styrkja félagsmenn um allt að 50% af kostnaði við þjálfunina. Það á einnig við um þá sem taka þátt í leikfimi sem sérstaklega er ætluð þeim sem orðið hafa fyrir áfalli svo sem hjartaáfalli.
Þá skal heimilt að greiða félagsmönnum sem fara í sjúkranudd hjá löggiltum sjúkranuddara allt að kr. 3.500 fyrir hvern tíma miðað við heilnudd. Þó er aldrei greiddur hærri styrkur en nemur 50% af kostnaði við hvern tíma.
Þá skal heimilt að greiða þeim félagsmönnum sem fara í meðferð hjá kírópraktorum kr. 3.500 fyrir hvern tíma. Þó er aldrei greiddur hærri styrkur en nemur 50% af kostnaði fyrir hvern tíma.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Heimilt er að greiða þeim félagsmönnum sem fara í heilsunudd hjá viðurkenndum heilsunuddara allt að kr. 3.500,- fyrir hvern tíma fyrir m.v. heilnudd. Þó skal aldrei greiða meira en 50% af kostnaði og að hámarki kr. 3.500 fyrir hvern tíma.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Heimilt er að greiða þeim félagsmönnum sem fara í sérstaka nálastungumeðferð hjá viðurkenndum aðila allt að 50% af kostnaði þó að hámarki kr. 3.500,- fyrir hvern tíma. Aðeins greiðist fyrir meðferðir á Íslandi.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Heimilt skal að greiða félagsmönnum sem dvelja á Heilsustofnun NLFI í Hveragerði eða á sambærilegri stofnun allt að 50% af dvalarkostnaði enda framvísi þeir vottorði frá lækni um að meðferðin hafi verið nauðsynleg. Upphæðin er að hámarki kr. 120.000,-.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í 12 mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Aðstandendur félagsmanna sem eru á vinnumarkaði og voru fullgildur við andlát eiga rétt á útfararstyrk frá sjóðnum kr. 511.000,-. Greiða skal hlutfallslegan útfararstyrk miðað við greiðslu til félagsins 12 mánuði fyrir andlát. Þessi réttur helst í fimm ár eftir að fullgildur félagsmaður fellur út af vinnumarkaði vegna örorku eða aldurs.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Við andlát félagsmanns, sem ekki er á vinnumarkaði en var félagi við starfslok eiga aðstandendur hans rétt á endurgreiðslu allt að kr. 160.000 vegna útfararkostnaðar.
Skilyrði styrkveitingar er að hinn látni hafi verið félagi síðustu fimm ár fyrir starfslok. Aðstandendur félaga sem fellur frá og greitt hefur verið af til sjóðsins síðustu fimm ár fyrir starfslok skulu þó eiga rétt á fullum útfararstyrk frá sjóðnum látist félaginn innan fimm ára frá starfslokum á vinnumarkaði. Með starfslokum er átt við að sjóðfélagar láti af störfum vegna aldurs svo sem við 67 ára aldur eða viðkomandi félagsmaður hafi látið af störfum vegna örorku og sé örorkulífeyrisþegi.
Heimilt er að greiða félagsmanni styrk vegna barnsfæðinga. Fullur styrkur er allt að kr. 200.000,-. Séu báðir foreldrar í félaginu eiga þeir rétt á allt að kr. 400.000,- króna styrk. Foreldrar velja sjálfir með hvaða hætti þeir nýta sér réttinn. Það er hvort bæði eða annað foreldrið nýti sér réttinn. Við mat á rétti til fæðingarstyrks er heimilt að taka tillit til vinnutaps vegna atvinnuleysis, veikinda eða barnsburðar, enda sanni sjóðfélagi það með vottorðum. Engin félagsmaður á þó rétt á þessari greiðslu nema hann hafi verið félagsmaður í 12 mánuði fyrir fæðingu barns. Sama ákvæði á við um félagsmenn sem ættleiða börn yngri en tíu ára. Hálfur styrkur verði greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikur og andvanafæðingar. Forsendan fyrir þessum styrk er jafnframt að félagsmenn greiði félagsgjald af fæðingarorlofslaununum frá Fæðingarorlofssjóði.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í 12 mánuði fyrir fæðingu barns eða ættleiðingar. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Heimilt er að greiða félagsmönnum sem fara í glasafrjóvgun styrk sem nemur kr. 200.000,-. Séu báðir foreldrar sjóðfélagar skulu þeir eiga rétt á 400.000 kr. greiðslu. Sjóðnum skal heimilt að greiða fyrir tvær aðgerðir.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í 12 mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Sjóðurinn tekur þátt í reglubundinni krabbameinsskoðun félagsmanna. Endurgreiðslan tekur mið af greiddu félagsgjaldi. Heimilt er að endurgreiða félagsmönnum 50% af kostnaði þeirra vegna krabbameinsleitar. Hámarks greiðsla á hverju almanaksári getur þó aldrei orðið hærri en kr. 40.000,-.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Heimilt er að endurgreiða félagsmönnum 50% af kostnaði þeirra vegna krabbameinsleitar svo sem í ristli og/eða blöðruhálsi. Hámarks greiðsla á hverju almanaksári getur þó aldrei orðið hærri en kr. 40.000,-. Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Félagsmaður sem fer í áhættumat hjá Hjartavernd eða hjá sambærilegri stofnun skal eiga rétt á endurgreiðslum úr sjóðnum allt að 50% af kostnaði, þó að hámarki kr. 20.000,- á ári.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Félagsmenn eiga rétt á styrkjum vegna þjálfunar í líkamsræktarstöðvum, sundstöðum og hjá íþróttafélögum vegna íþróttaiðkunar. Stöðin/Íþróttafélagið skal vera lögaðili með kennitölu og fast heimilisfang og með fasta aðstöðu og skipulagt starf og hafi á að skipa viðurkenndum íþróttakennurum eða leiðbeinendum.
Vegna heilsueflingar er heimilt að greiða styrk er nemur allt að kr. 45.000.- á hverju almanaksári þó ekki meira en 50% af reikningi. Ef atvinnurekandi/aðrir veita styrk er greitt að hámarki 50% af því sem þá stendur eftir þegar styrkur hefur fengist annars staðar.
Fullnýti sjóðfélagi ekki styrk sinn samkvæmt ofanskráðu á eitt eða fleiri námskeið er heimilt að geyma mismun á fullum styrk og nýttum á sama almanaksári.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Heimilt að taka þátt í greiðslu ferðakostnaðar vegna veikinda félagsmanna eða barna þeirra, þegar almannatryggingar greiða ekki, sem hér segir: Vegna ferða til Akureyrar greiðist sem nemur hálfu fargjaldi með áætlunarbifreið. Vegna ferðakostnaðar til Reykjavíkur greiðist sem nemur hálfu flugfargjaldi. Greitt verður að hámarki fyrir fjórar ferðir á hverju 12 mánaða tímabili. Sjóðstjórn er heimilt að víkja frá þessum viðmiðunum ef fyrir því liggja ríkar ástæður.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Félagsmenn eiga rétt á endurgreiðslu fari þeir í göngugreiningu kr. 10.000,- fyrir greininguna sjálfa en ekki er greitt fyrir innlegg. Þó aldrei meira en 50% af kostnaði.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Félagsmaður sem fer í meðferð hjá sálfræðingi skal eiga rétt á 50% endurgreiðslu frá sjóðnum fyrir hvert skipti. Fjöldi skipta sem greitt er fyrir getur aldrei orðið fleiri en 12 skipti á ári. Að hámarki kr. 120.000,-á hverju almanaksári. Rétt er að taka fram að í heild eiga sjóðfélagar rétt á 12 tímum í endurgreiðslu fari þeir til sálfræðings, fjölskylduráðgjafa eða geðlæknis.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Félagsmenn sem fara í viðtöl hjá fjölskylduráðgjafa skulu eiga rétt á 50% endurgreiðslu frá sjóðnum. Fjöldi skipta sem greitt er fyrir getur aldrei orðið fleiri en 12 skipti á ári. Rétt er að taka fram að í heild eiga sjóðfélagar rétt á 12 tímum á ári í endurgreiðslu fari þeir til sálfræðings, fjölskylduráðgjafa eða geðlæknis. Báðir foreldrar geta nýtt rétt sinn varðandi þessa grein.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Félagsmenn sem fara í viðtöl hjá geðlæknum / geðhjúkrunarfræðingum skulu eiga rétt á 50% endurgreiðslu frá sjóðnum. Fjöldi skipta sem greitt er fyrir getur aldrei orðið fleiri en 12 skipti á ári. Rétt er að taka fram að í heild eiga sjóðfélagar rétt á 12 tímum í endurgreiðslu fari þeir til sálfræðings, fjölskylduráðgjafa eða geðlæknis.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í sex mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Félagsmenn eiga rétt á styrkjum vegna aðgerða á augum, einu sinni fyrir hvort auga. Upphæð styrks skal vera að hámarki kr. 80.000.- fyrir hvort auga, = kr. 160.000.- fyrir bæði augu.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í 12 mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Félagsmenn eiga rétt á endurgreiðslum vegna kaupa á gleraugum eða linsum. Heimilt er að veita styrk einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Upphæð styrks skal vera að hámarki kr. 90.000,- fyrir fullgildan félagsmann. Aldrei skal þó greiða hærra hlutfall en 50% af kostnaði.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í 12 mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Heimilt er að veita styrk vegna kaupa á heyrnartækjum einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Upphæð styrks skal vera að hámarki kr. 125.000.- fyrir hvort eyra eða samtals kr. 250.000.-.
Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í 12 mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfalslegum rétti.
Heimilt er að greiða félagsmönnum sem fara í áfengismeðferð allt að 50% af dvalarkostnaði. Upphæðin er að hámarki kr. 110.000,-. Forsendan fyrir endurgreiðslu er að greitt hafi verið af félagsmanninum til sjúkrasjóðs í 12 mánuði. Í þeim tilfellum sem félagsmenn hafa ekki greitt fullt viðmiðunargjald/félagsgjald til Framsýnar eiga umsækjendur rétt á hlutfallslegum rétti.
Almennar reglur um endurgreiðslur
Almennt fer upphæð styrkja eftir iðgjaldi til sjóðsins s.l. 12 mánuði, þó er heimilt að miða við greitt iðgjald eftir sex mánuði í þeim tilvikum sem félagsmenn hafa ekki greitt til félagsins í 12 mánuði. Viðmiðunargjaldið tekur mið af breytingum á lágmarkslaunum á hverjum tíma.
Fullgildir félagsmenn sem ekki eru lengur á vinnumarkaði svo sem elli- örorkulífeyrisþegar skulu halda þeim rétti sem þeir höfðu við starfslok úr sjóðnum fyrir utan niðurgreiðslur vegna tækjakaupa. Sá réttur fellur niður eftir fimm ár frá því að viðkomandi aðili greiddi síðast til félagsins. Varðandi rétt elli- örorkulífeyrisþega sem hætta á vinnumarkaði þá miðast réttur þeirra við greitt félagsgjald þegar þeir láta af störfum vegna aldurs eða örorku.
Forsendan fyrir greiðslu úr sjúkrasjóði er varðar almenna styrki er að félagsmenn skili inn frumriti af dagsettri kvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda og upphæðin sem greidd var.
Greiðslur úr sjúkrasjóði eru greiddar einu sinni í mánuði, það er við mánaðamót. Skila þarf inn umsóknum um sjúkradagpeninga og aðrar greiðslur úr sjóðnum fyrir 26 hvers mánaðar.
Málskot
Telji sjóðfélagi að umsókn hans hafi ekki hlotið afgreiðslu í samræmi við reglugerð sjóðsins er honum heimilt að vísa ágreiningi til félagsstjórnar. Úrskurðir félagsstjórnar eru bindandi fyrir stjórn sjúkrasjóðs og sjóðfélaga.
Önnur réttindi
Sjóðfélagar Stapa eiga rétt á endurhæfingar- eða örorkulífeyri frá sjóðnum ef þeir hafa orðið tekjumissi vegna skertrar starfsorku sem metin er 50% eða meira, ef skerðingin varir í a.m.k. sex mánuði.
Rétturinn stofnast þó eingöngu ef þeir hafa greitt í sjóðinn fyrir starfsorkutapið. Nánari upplýsingar um endurhæfingar- og örorkulífeyri hjá Stapa lífeyrissjóði má finna hér.
Við andlát sjóðfélaga öðlast maki hans rétt til makalífeyris frá sjóðnum. Nánari upplýsingar um makalífeyri hjá Stapa lífeyrissjóði má finna hér.
Barnalífeyrir greiðist til barna látins sjóðfélaga og þeirra sjóðfélaga sem njóta endurhæfingar- og örorkulífeyris, skv. nánari skilyrðum um greiðslurétt.
Fullur barnalífeyrir er tiltekin krónutala og greiðist eingöngu af einum lífeyrissjóði, eða skiptist á milli þeirra hafi sjóðfélagi greitt til fleiri en eins sjóðs skömmu fyrir orkutap.
Nánari upplýsingar um barnalífeyri hjá Stapa lífeyrissjóði má finna hér.
Endurgreiðsla á miklum læknis-, lyfja og þjálfunarkostnaði
Hægt er að sækja um endurgreiðslu vegna mikils læknis, lyfja og þjálfunarkostnað ef heildartekjur eru undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Tryggingastofnun tekur á móti umsóknum en Sjúkratryggingar sjá um mat á endurgreiðslu.
Við mat á endurgreiðslu er tekið tillit til heildarútgjalda vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar, auk tekna hlutaðeigandi.
Tekjur fjölskyldu og samanlagður læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaður miðast við einstaklinga með sama fjölskyldunúmer. Það eru hjón eða sambýlisfólk og börn þeirra undir 18 ára aldri.
Endurgreitt er fyrir þrjá mánuði í senn en upplýsingar um tekjumörk má finna í reglugerð nr. 318/2013.
Hægt er að sækja um hér
Fyrir frekari upplýsingar um önnur réttindi sjá heimasíðu
Starfmenn sem verða fyrir slysi eiga rétt á slysadagpeningum frá og með áttunda degi eftir slys enda standi veikindi lengur en 10 daga. Slysadagpeningar greiðast í allt að 52 vikur. Meðan launþegi nýtur launa vegna slyssins ganga slysadagpeningar og barnadagpeningar til launagreiðandans.
Sjúkradagpeningar greiðast ef þú varst óvinnufær að fullu vegna eigin veikinda í að minnsta kosti 21 dag að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, Greidd er barnaviðbót fyrir hvert barn. Heimilt er að greiða sjúkradagpeninga í 365 daga á hverjum 2 árum.
Sótt er um slysadagpeninga og sjúkradagpeninga rafrænt á www.sjukra.is eða www.island.is (tengill á upplýsingar og umsókn) eða hjá umboðsmanni Tryggingarstofnunar ríkisins/Sjúkratrygginga Íslands á sýsluskrifstofunni á Húsavík sími 458-2600.
Tekið er við fyrirspurnum, ábendingum og gögnum á netfangið: dagpeningar@sjukra.is
Allar nánari upplýsingar um réttindi félagsmanna í veikindum og slysum eru veittar á Skrifstofu stéttarfélaganna sími 464-6600.