Um þessar mundir er unnið að því að koma upp hleðslustöðvum fyrir félagsmenn stéttarfélaganna, Þingiðnar og Framsýnar í bílakjallaranum í Þorrasölum í Kópavogi. Það er við bílastæði fyrir íbúðir 201, 202 og 302. Áætlað er að verkinu ljúki á næstu vikum. Til að byrja með verður komið upp tveimur stöðvum en félögin eiga 5 íbúðir í Þorrasölum. Til viðbótar verður komið fyrir tveimur stöðvum á bílaplaninu sem verður í eigu húsfélagsins. Þar geta allir hlaðið, íbúar og félagsmenn stéttarfélaganna sem gista í íbúðum á vegum þeirra í Þorrasölum. Á meðfylgjandi mynd er starfsmaður frá Hleðsluvaktinni að koma fyrir hleðslustöðvum fyrir stéttarfélögin í bílakjallaranum. Hleðsluvaktin tók að sér að sjá um verkið fyrir félagasamtök og íbúa í Þorrasölum.