Vefur Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, www.framsyn.is, opnaði formlega árið 2001, á slóðinni www.vh.is nú www.framsyn.is. Eftir gagngerar breytingar var nýr vefur opnaður þann 1. mars 2022.

Á sínum tíma var gerð vefsins í höndum Arngríms Arnarsonar sem sá alfarið um alla forritun, uppsetningu og grafíska hönnun hans í samstarfi við starfsmenn stéttarfélaganna. Frá því að vefurinn fór í loftið árið 2001 hefur hann reglulega verið uppfærður, nú síðast í ársbyrjun 2022. Samið var við hugbúnaðarfyrirtækið AP Media um að framkvæma breytingarnar í samráði við starfsmenn stéttarfélaganna. Samstarfið gekk afar vel og er afraksturinn eftir því.

Uppfærsla á vefnum verður í höndum starfsmanna stéttarfélaganna og munu þeir sjá um að bæta við fréttum og tilkynningum inn á vefinn með reglulegu millibili. Þannig mun vefur stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum verða öflugur upplýsingamiðill til mikilla hagsbóta fyrir félagsmenn og aðra þá sem áhuga hafa á málefnum félaganna. Óhætt er að segja að góð heimasíða með helstu upplýsingum fyrir félagsmenn, auðveldi bæði félagsmönnum og starfsmönnum stéttarfélaganna lífið og spari þeim auk þess töluverða vinnu.

Ánægjulegt er til þess að vita að fjölmargir félagsmenn og gestir heimsækja síðuna daglega enda afar vinsæl.

Allar ábendingar og athugasemdir varðandi vefinn eru vel þegnar og skulu þær sendar til Aðalsteins á netfangið kuti@framsyn.is

Ábyrgðarmaður vefsins er Aðalsteinn Árni Baldursson.

Rétt er að geta þess að upplýsingar sem fram koma á heimasíðunni geta verið rangar og er fólk því beðið um að taka þeim með fyrirvara.

Deila á