Samningaviðræður hefjast í fyrramálið

Fulltrúar Framsýnar og PCC hafa verið í sambandi í dag til að ræða fyrirkomulag viðræðna um endurnýjun á sérkjarasamningi aðila sem rann út um síðustu mánaðamót. Ákveðið var að hefja formlegar viðræður í fyrramálið kl. 10:00. Formaður Framsýnar ásamt trúnaðarmönnum starfsmanna munu taka þátt í viðræðunum fh. starfsmanna.  Frá PCC verða forsvarsmenn fyrirtækisins auk fulltrúa frá Samtökum atvinnulífsins.

Deila á