Fundað og fundað og fundað

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa viðræður verið í gangi milli Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga ASÍ um nýjan kjarasamning. Stjórnvöldum hefur einnig verið blandað inn í umræðuna. Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sem staðið hafa saman að gerð kjarasamnings fyrir sína félagsmenn, það er fyrir utan Eflingu og Stéttarfélags Vesturlands funduðu í morgun. Formennirnir hafa fundað reglulega undanfarið og munu gera það áfram eftir helgina með það að markmiði að klára gerð kjarasamnings. Næsti fundur hefur verið boðaður á þriðjudaginn. Formaður Framsýnar hefur verið virkur í þessu samstarfi fh. félagsmanna.

Það er við hæfi að þessi mynd sé upp á vegg í Karphúsinu. Þeir sem taka þátt í kjaraviðræðum þurfa oft að anda inn og út í krefjandi samræðum.

Deila á