Höfðingleg gjöf Samkaupa

Fulltrúar Samkaupa komu við á skrifstofu stéttarfélaganna á dögunum og færðu skrifstofunni 30 páskaegg sem seldust ekki fyrir páska. Nýjar reglur tóku gildi fyrr á þessu ári um að ekki megi bræða óseld páskaegg til endurvinnslu og því sitja verslanirnar uppi með þau egg sem ekki seljast. Starfsmenn Samkaupa hér á Húsavík töldu það góða lausn að færa stéttarfélögunum þau egg sem urðu afgangs til útdeilingar. Ákveðið hefur verið að gefa gestum skrifstu stéttarfélaganna eggin núna í dag. Fyrstir koma, fyrstir fá. Þeir sem ekki hafa tök á því að koma á skrifstofu stéttarfélaganna í dag geta þó engu að síður tryggt sér egg með því að senda tölvupóst á framsyn@framsyn.is og fá egg frátekið.

Búvörusamningar samþykktir

Niðurstaða atkvæðagreiðslu nýrra samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárbænda hefur verið gerð kunngjörð. Báðir samningarnir voru samþykktir nokkuð örugglega. Samningarnir voru undirritaðir þann 19. febrúar síðastliðinn af fulltrúum Bændasamtaka Íslands, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Nánar má lesa um atkvæðagreiðsluna hér.

Hvalaskoðun í snjókomu á Húsavík

Þrátt fyrir snjókomu í dag hafa ferðamenn sem lagt hafa leið sína til Húsavíkur ekki látið það aftra sér frá því að fara í hvalaskoðun á Skjálfanda með Norðursiglingu. Hér koma myndir sem teknar voru við höfnina í dag þegar Náttfari var að koma úr hvalaskoðun með yfir fimmtíu farþega.

batar0316 029batar0316 040batar0316 046batar0316 048

Gott viðtal við varaformann Framsýnar í blaði Kvenfélagasambands Íslands, Húsfreyjunni.

Kvenfélagasamband Íslands gefur út tímaritið Húsfreyjuna fjórum sinnum á ári. Það er í mars, júní, september og nóvember. Í mars blaðinu er að finna áhugavert viðtal við varaformann Framsýnar, Ósk Helgadóttir auk þess sem vitnað er í erindi sem hún flutti á opnum fundi Framsýnar þegar 100 ára kosningarétti kvenna var fagnað sérstaklega á Húsavík á síðasta ári.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Framganga varaformanns Framsýnar hefur vakið töluverða athygli, sem þarf ekki að koma á óvart, enda mikil baráttumanneskja.

Mansal í vinnumarkaði – einkenni og viðbrögð

Starfsgreinasamband Íslands sem Framsýn á aðild að hefur gefið út handbók um mansal á vinnumarkaði, en handbókinni er ætlað að auðvelda starfsfólki stéttarfélaga að þekkja mansal, geta greint það og ekki síst að upplýsa um hvert á að snúa sér þegar grunsemdir um mansal vakna. Í bókinni er m.a. að finna skilgreiningar á mansali sem og upplýsingar um helstu einkenni og vísbendingar um mansal á vinnustöðum eða meðal starfsfólks. Þá eru settar fram gagnlegar spurningar fyrir starfsfólk stéttarfélaganna sem gott er að hafa í huga þegar einstaklingar leita til stéttarfélaganna vegna mansalsmála og jafnframt nokkrar meginreglur varðandi viðbrögð stéttarfélaga þegar upp koma mál þar sem grunur er um mansal.

Handbókin er aðgengileg öllum og hana má nálgast í heild sinni hér.

 

Ólaunuð vinna er skattskyld!

ASÍ stendur fyrir átaki sem nefnist Einn réttur – ekkert svindl. Stofnað var til þess til þess til að berjast gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi. Nú hefur ASÍ tekið saman ítarlega rökstutt álit og helstu rök sín í málinu.

Afstaða ASÍ er einföld: ,,Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni) oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög“. Nánar má lesa um málið hér.

 

 

Lífeyrissjóðirnir og áhrifin á ungt fólk

Athyglisverð greining á áhrifum hækkanna mótframlags atvinnurekanda í lífeyrissjóði og áhrif þeirra á afkomu og möguleika ungs fólks birtist á vef ASÍ á dögunum. Þessi má hafa verið mikið í umræðunni á undanförnum misserum. Í greininni eru ágætis rök fyrir því að hækkað framlag sé leið sem heppilegt sé að fara. Lesa má meira hér.

Leitað lausna á húsnæðisvandamálinu á Húsavík

Í grein á vefmiðli Dagskránnar á Akureyri fer Húsvíkingurinn Egill Páll Egilsson yfir þá stöðu sem komin er upp á húsnæðismarkaðnum á Húsavík. Ljóst er að vöntun er á markaðnum og dæmi er um að fólk hættir við að flytja til Húsavíkur vegna þess að heppilegt húsnæði finnst ekki eða jafnvel að fólk flytji úr bænum vegna þess að það missir leiguhúsnæði og finnur sér ekki annað í staðinn. Í greininni er rætt við Kristján Þ. Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, um hvernig hægt sé að bregðast við þessu vandamáli og hvað sveitarfélagið sé að gera í málinu. Einnig er rætt við formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson, en hann hefur lýst yfir vilja stéttarfélagsins til þess að koma að lausn málsins með einhverjum hætti, enda um afar brýnt mál að ræða. Lesa má grein Egils Páls hér.

Formaður Framsýnar í viðtali við Morgunvaktina um framkvæmdirnar á svæðinu

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, var í viðtali við Ágúst Ólafsson í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 í morgun. Rætt var um þau auknu umsvif sem hafa orðið hjá félaginu í kjölfar uppbyggingarnar á Bakka, kjarasamninga þeim tengdum og fleira í þeim dúr. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Viðtalið við Aðalstein hefst eftir um það bil 15 mínútur.

Fundur í morgunsárið með Steinsteypi ehf.

Fulltrúar Framsýnar fóru í morgunsárið á fund með starfsmönnum og yfirmönnum Steinsteypis ehf. Yfirmenn fyrirtækisins óskuðu eftir fundi til að fara yfir ýmislegt sem tengist launamálum, hvíldartíma og fleira í þeim dúr. Í jafn miklum umsvifum og eru hér á svæðinu þessi misserin koma spurningar sem þessar oft upp, enda mikil vinna í boði. Fulltrúar stéttarfélaganna er ánægðir með að leitað hafi verið til þeirra. Fljótlega eftir að fundinum lauk hófst fundur í fundarsal stéttarfélaganna með öryggisráði Bakkaverkefnisins og er honum að ljúka á þessari stundu.IMG_8467

Rúningur í fullum gangi

Rúningur stendur nú yfir hjá flestum sauðfjárbændum þessar vikurnar. Nokkuð er um að bændur fái verktaka í þessa vinnu og eru þá gjarnan fleiri en einn verktaki á hverju búi. Hér má sjá tvo þeirra, Öxfirðingana Tryggva Hrafn Sigurðsson og Daníel Stefánsson. Þarna eru þeir að klippa fyrir Snorra Kristjánsson í Stafni. IMG_1027

Rafrænn persónuafsláttur

Tekin hefur verin ákvörðun um að leggja niður skattkortin í þeirri mynd sem þekkist í dag. Liður í þeirri aðgerð er rafrænt yfirlit yfir staðgreiðslu og nýttan persónuafslátt. Nálgast má þetta yfirlit á þjónustuvef ríkisskattstjóra. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða veflykli. Hafa skal í huga að engar breytingar eru gerðar á staðgreiðsluskilum, en nýtt verklag er tekið upp þegar launamaður vill breyta nýtingu persónuafsláttar eða þegar launamaður kemur nýr til starfa. Hér eftir verður það launamanns að gera grein fyrir hvort hann ætli að nýta persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu af launum. Einnig ef launamaður vill nota sér persónuafslátt maka eða nýta uppsafnaðan persónuafslátt. Nánar má lesa um rafrænan persónuafslátt hér.

Handverkskonur milli heiða álykta

„Aðalfundur Handverkskvenna milli heiða haldinn þann 19. mars 2016 tekur heils hugar undir tilkynningu Handprjónasambands Íslands varðandi gjöf Icelander til borgarstjóra Chicago og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar – og viðskiptaráðherra afhenti í vikunni.
Síaukinn fjöldi ferðamanna til landsins hefur kallað á aukna framleiðslu handverks og íslenskt handverksfólk hefur mikinn metnað fyrir sinni vöru. Íslenskar lopapeysur hafa undanfarna áratugi verið þar í fremstar í flokki. Því er sárt að horfa upp á það að forsvarsmenn stórfyrirtækja og íslenskir ráðamenn skuli velja táknrænar gjafir til kynningar lands og þjóðar, vörur sem framleiddar eru í Kína.
Íslenskt handverk er þjóðararfur sem við eigum að vera stolt af og það mega ráðamenn líka vera og sýna það í verki.“

Borað í gegnum Húsavíkurhöfða

Framkvæmdir standa nú yfir við Húsavíkurhöfn þar sem unnið er að því að lagfæra höfnina. Einnig er hafin jarðgangnagerð í gegnum Húsavíkurhöfða og vegaverð að iðnaðarlóðunum á Bakka. Eftirlitsfulltrúar Framsýnar voru á ferðinni og tóku þessar myndir við það tækifæri.

lnssaga0316 024Byrjað er á göngunum í gegnum Húsavíkurhöfða.

lnssaga0316 063

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér verður gangnamuninn Bakka megin, það er í Laugardalnum. Ánægjulegt er að sjá að verktakinn hlífir gamalli kartöflugeymslu sem er í jaðrinum á veginum.

lnssaga0316 014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru starfsmenn LNS Saga að vinna við að lengja grjótvarnargarð frá Bökugarði að gangnamunanum. Til þess eru notaðar stórar vinnuvélar.

lnssaga0316 001

Öflugur bor er notaður við verkið.

lnssaga0316 034

Sturla Fanndal starfsmaður LNS Saga fór yfir framkvæmdirnar með formanni Framsýnar og eftirlitsfulltrúa stéttarfélaganna. Sturla er ættaður frá Húsavík.

lnssaga0316 053

Aðkeyrslan að göngunum verður nánast í fjöruborðinu.

lnssaga0316 072

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er verið að vinna að því að tengja nýja veginn frá göngunum í Laugadal að iðnaðarlóðunum á Bakka.

lnssaga0316 079

Búið er að opna grjótnámu austan við Húavíkurfjall. Grjótið verður notað í varnargarð við göngin að sunnanverðu.

lnssaga0316 084

Farið þið frá, hér eru vinnandi menn á ferð. Já það er eins gott að vera ekki fyrir á athafnasvæðinu enda allt á fullu.

lnssaga0316 090

Farmur losaður utan við höfnina í uppfyllingu.

lnssaga0316 092

Mötuneyti starfsmanna við hafnarframkvæmdirnar og Húsavíkurgöng er ekkert slor. Konurnar í mötuneytinu tendra fram góða rétti til handa starfsmönnum. Þær voru ánægðar með sig þegar eftirlitsfulltrúi stéttarfélaganna kom við hjá þeim eftir að hafa skoðað athafnasvæðið undir leiðsögn yfirmanna LNS Saga á staðnum. Að sjálfsögðu var honum boðið í hádegisverð.

Meistarinn Ingvar Þorvaldsson með málverkasýningu

Ingvar Þorvaldsson býður til málverkasýningar í Safnahúsinu á Húsavík í dag, laugadaginn 19. mars kl. 15.00. Sýningin verður opin daglega frá kl. 15.00 til 18.00. Sýningarlok verða síðan 28. mars. Að mati heimasíðu stéttarfélaganna er Ingvar einn af okkar bestu málurum, þess vegna ekki síst er skorað á Þingeyinga og aðra landsmenn sem leið eiga um Húsavík um páskana að koma við í Safnahúsinu og njóta listarinnar eftir Ingvar málara.

Vöruverð niður um 12% með opnun Nettó verslunar á Húsavík

Því er fagnað á Húsavík að ný verslun Nettó opnaði í dag. Verslunin er til húsa á Garðarsbraut 64 þar sem áður var verslunin Samkaup Úrval. Margmenni var í versluninni nú á opnunardaginn og heyra mátti á viðstöddum að almenn ánægja væri með breytingarnar. Að sögn Halls G. Heiðarssonar, rekstrarstjóra Nettó og Kaskó, er vilji fyrirtækisins að veita heimamönnum góða þjónustu í nýju versluninni um leið og vöruúrval mun aukast umtalsvert. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fagna þessari breytingu enda ljóst að um talsverða kjarabót er að ræða fyrir íbúa á svæðinu um leið og vöruúrvalið mun aukast til muna. Samkaup hf. hefur skipulagt frekari breytingar á starfsemi sinni á Húsavík en versluninni Kaskó sem er til húsa á Garðarsbraut 5 verður breytt verulega á næstu vikum. Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar við opnunina í dag.

IMG_8429IMG_8430IMG_8435IMG_8436IMG_8434IMG_8440IMG_8441IMG_8451
IMG_8454

Opnað fyrir umsóknir um orlofshús

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús sumarið 2016. Búið er að koma upplýsingum þess efnis inn á heimasíðu stéttarfélaganna. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð um orlofshús. Sama verð verður milli ára, það er kr. 26.000 fyrir vikuna og framboð orlofshúsa verður með sambærilegum hætti milli ára. Þá hefur verið samþykkt að hækka endurgreiðslur til félagsmanna vegna tjaldstæðisstyrkja, það er úr kr. 18.000 upp í kr. 20.000. Til viðbótar má geta þess að unnið er að því að skipuleggja skemmtilega og fróðlega göngu um Laxárdalinn í ágúst. Ferðin verður auglýst síðar. Næsta Fréttabréf stéttarfélaganna kemur út eftir helgina með frekari upplýsingum um orlofskostina. Góða skemmtun félagar.

myvatn09 019

Opnað hefur verð verið umsóknir um orlofshús sumarið 2016.

Kjarasamningur undirritaður í dag

Starfsgreinasambandið undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Landssamband smábátaeigenda vegna starfsfólks sem vinnur við uppstokkun eða beitningu í landi annarra en þeirra sem eru hlutaráðnir. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu. Samið var um sams konar hækkanir og samið var um í almenna kjarasamningnum á milli ASÍ og SA, þ.e. til viðbótar við þá samninga sem þegar höfðu verið gerðir var samið um auka kauphækkanir og hærra framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð. Kauphækkanir verða afturvirkar frá 1. janúar 2016 og hækkar kauptryggingin þá um 8,7% í stað 8% eins og samið hafði verið um áður. Unnið er að útgáfu nýrra kauptaxta og nýs heildarsamnings sem birtur verður eins fljótt og auðið er. Samningurinn verður lagður fyrir stjórnir SGS og LS fyrir lok mánaðarins.

Nýjan kjarasamning má nálgast hér: Kjarasamningur SGS og LS 2016 – undirritað.

batamyndir0020

Síðustu vikurnar hefur verið unnið að því að uppfæra kjarasamninga m.v. við nýjar forsendur á vinnumarkaðinum. Í því sambandi var gengið frá samningi í dag við Landssamband smábátaeigenda.

Mikil flugumferð yfir Íslandi

Það hefur verið fallegt vetrarveður í Þingeyjarsýslum undanfarna daga, því hefur flugumferð verið mjög áberandi og stórar breiðþotur hafa sést fljúga yfir landinu sem vakið hefur athygli jarðarbúa á „Stór Húsavíkursvæðinu“ sem virt hafa vélarnar fyrir sér og jafnvel myndað. Eftirfarandi myndir voru teknar út um glugga á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík á dögunum.

blandad03316 002blandad03316 004blandad03316 003blandad03316 007

 

Samningur við bændasamtökin endurnýjaður

Starfsgreinasambandið gekk í dag frá endurnýjuðum kjarasamningi við Bændasamtök Íslands. Samningurinn er í takt við aðra samninga sem gerðir hafa verið undarnfarið milli aðila vinnumarkaðarins og tengjast endurskoðun kjarasamninga. Samkvæmt samningnum sem var undirritaður í dag færast hækkanir sem koma áttu til 1. maí nk. fram til 1. janúar 2016. Þá koma á tímabilinu, það er næstu þrjú ár hækkanir á lífeyrisframlögum atvinnurekenda sem getið verður um í Fréttabréfi stéttarfélaganna sem kemur út fyrir páska.