Í nýjustu útgáfu fréttamola ASÍ er jákvæð umfjöllun um starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslu og framgöngu þeirra í kjara- og réttindamálum. Sýnilegt er á skrifunum að frammistaða stéttarfélaganna þykir vasklegri en gengur og gerist og til eftirbreytni. Þetta er afar ánægjulegt viðurkenning á starfi félaganna og hvetjandi til að halda starfinu áfram af sama eða jafnvel meiri krafti.
Að auki má lesa um heimsókn miðstjórnar ASÍ til Húsavíkur sem greinileg ánægja er með.