Óánægja með frestun Dettifossvegar

Á síðasta fundi stjórnar- og trúnaðarmannaráði Framsýnar var rædd óánægja með frestun Dettifossvegar. Eins og vitað er þá er vinna við veginn komin vel á veg og til stóð að klára veginn á allra næstu misserum. Nú hafa stjórnvöld hinsvegar ákveðið að fresta frekari framkvæmdum við Dettifossveg og ekkert er vitað hvenær til stendur að klára framkvæmdina en þó er ljóst að þessi frestun þýðir einhverra ára bið í viðbót. Þetta er áfall fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og stendur í vegi fyrir frekari þróun hennar.

Skorað er á stjórnvöld að endurskoða þessa ákvörðun sína.

Deila á