Boðuðum verkföllum félagsmanna Framsýnar frestað – viðræður hafnar

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga. Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna.

Frestun verkfalla verður sem hér segir:

Verkfalli 28. og 29. maí er frestað til 3. og 4. júní.

Ótímabundnu verkfalli 6. júní er frestað til 12. júní.

Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á liðnu ári

Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk að venju vel á síðasta starfsári. Í dag starfa 5 starfsmenn á skrifstofunni í fullu starfi og einn starfsmaður er í hlutastarfi við ræstingar og þrif. Til viðbótar eru fjórir starfsmenn í 0,4% stöðugildum við umsjón á orlofsíbúðum/húsum sem eru í eigu félagsins og við þjónustu við félagsmenn Framsýnar á Raufarhöfn. Read more „Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á liðnu ári“

Orlofsuppbót 2015

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, kr. 39.500. Read more „Orlofsuppbót 2015“

Fyrirtæki vilja semja – bíða ekki eftir SA

Nú um Hvítasunnuhelgina hafa fulltrúar Framsýnar átt í viðræðum við nokkur fyrirtæki á félagssvæðinu sem standa utan Samtaka atvinnulífsins um gerð kjarasamnings. Frumkvæðið hefur komið frá fyrirtækjunum. Framsýn hefur áður undirritað 23 kjarasamninga við fyrirtæki á svæðinu. Ekki er ólíklegt að skrifað verði undir nokkra samninga til viðbótar á allra næstu dögum enda hafa viðræðurnar við fyrirtækin gengið vel um Hvítasunnuna. Read more „Fyrirtæki vilja semja – bíða ekki eftir SA“

Samþykkt að efla Vinnudeilusjóð félagsins

Á aðalfundi Framsýnar var samþykkt að heimila stjórn og trúnaðarmannaráði á forsendum 3. greinar reglugerðar Vinnudeilusjóðs Framsýnar að færa allt að kr. 100.000.000 úr félagssjóði í vinnudeilusjóð verði þörf á því í yfirstandandi kjaradeilum við Samtök atvinnulífsins og aðra þá samningsaðila sem Framsýn er með kjarasamninga við og lausir eru árið 2015. Read more „Samþykkt að efla Vinnudeilusjóð félagsins“

Húsavík í dag – allt að gerast

Flest bendir til þess að framkvæmdir hefjist fyrir fullt á Bakka við Húsavík í sumar við uppbyggingu á kísilmálmverksmiðju. Það er margt í loftinu sem staðfestir að framundan séu uppgangstímar á Húsavík. Einn af fjölmörgum blaðamönnum heimasíðu stéttarfélaganna fór í vetfangsferð í morgun og kannaði málið með því að taka nokkrar myndir. Komið með í bíltúrinn. Read more „Húsavík í dag – allt að gerast“

Rekstur Framsýnar til mikillar fyrirmyndar

Huld Aðalbjarnardóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri, kynnti ársreikning Framsýnar á aðalfundi félagsins fyrir árið 2014. Á árinu greiddu 2.378 félagsmenn til félagssjóðs Framsýnar á móti 2.265 á árinu 2013. 1.194 karlar og 1.184 konur. Iðgjöld félagsins námu 124.077.077 kr. á móti 115.193.347 kr. á árinu 2013 sem nemur um 8% hækkun á milli ára. Read more „Rekstur Framsýnar til mikillar fyrirmyndar“

Villa í auglýsingu um verkfallsboðun

Í Skránni í dag er auglýsing um næstu verkfallsaðgerðir þeirra sem fara eftir kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að. Þar kemur fram að mönnum beri að leggja niður vinnu 19. og 20. maí. Að sjálfsögðu á að standa 28. og 29. maí. Beðist er velvirðingar á þessu.