Stéttarfélagið Framsýn stendur fyrir sínu árlega sumarkaffi á Raufarhöfn föstudaginn 3. júní í Kaffi Ljósfangi. Gleðin stendur yfir frá kl. 16:00 til 18:00.
Boðið verður upp á heimsins bestu tertur frá Kvenfélagi Raufarhafnar og þá verða forystumenn Framsýnar á staðnum og ræða við fólk og segja brandara ef með þarf.
Að sjálfsögðu eru allir landsmenn velkomnir í kaffið. Sjáumst hress á Raufarhöfn föstudaginn fyrir Sjómannadag.
Framsýn, stéttarfélag