Formaður tekur þátt í verkfallsvörslu og þiggur ekki laun í verkfallinu

Formaður Framsýnar gaf út á félagsfundi á dögunum að hann ætlaði sér að sýna fulla samstöðu með félagsmönnum og leggja niður vinnu þá daga sem boðað verkfall næði yfir og gegna þess í stað verfallsvörslu. Hann verður því launalaus þessa daga eins og þeir félagsmenn sem verkfallið nær yfir. Read more „Formaður tekur þátt í verkfallsvörslu og þiggur ekki laun í verkfallinu“

Framsýn kemur saman til fundar

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur verið kölluð saman til fundar fimmtudaginn 7. maí kl. 17:00. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna. Kjaramál verða umfangsmikil á fundinum enda standa yfir kjaradeilur við Samtök atvinnulífsins.

Staðan tekin í dag

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands kemur saman til fundar í dag kl. 14:00 íReykjavík. Tilgangur fundarins er að fara yfir stöðuna og fund sem haldinn verður með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins á morgun, þriðjudag. Formaður Framsýnar tekur þátt í fundinum fyrir hönd félagsins.

Svipmyndir frá hátíðarhöldunum

Hér má sjá svipmyndir frá hátíðarhöldunum á Húsavík sem snillingurinn Rafnar Orri Gunnarsson tók saman en hann sá um að taka hátíðarhöldinn upp í gær. Sjá má afraksturinn hér á heimasíðunni í þremur myndböndum.

Framsýn hefur gengið frá níu kjarasamningum

Fram kom í ræðu formanns Framsýnar á hátíðarhöldunum 1. maí að félagið hefði þegar samið við níu fyrirtæki á félagssvæðinu. Viðræður væru í gangi við fleiri fyrirtæki og reiknaði Aðalsteinn með því að undirrita nokkra samninga til viðbótar eftir helgina. Það er áður en tveggja daga verkfall hefst í næstu viku það er 6  og 7. maí. Read more „Framsýn hefur gengið frá níu kjarasamningum“

Með blóðhlaupin augu af siðblindu….

Ræða formanns Framsýnar vakti töluverða athygli í dag en hann skaut föstum skotum að Samtökum atvinnulífsins og þeirri misskiptingu sem þrífst í landinu í skjóli samtakana. Verkfallsaðgerðir aðildarfélaga SGS væru í boði SA.  Hér má hlýða á ræðu formanns.

Mikið fjölmenni á hátíðarhöldunum á Húsavík í dag

Um 700 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum á Húsavík sem fóru vel fram í góðu veðri. Boðið var upp á frábær skemmtiatriði auk þess sem tvær kröftugar ræður voru fluttar á fundinum sem vöktu mikla athygli. Samstaðan var algjör og sá fólk ástæðu til að rísa úr sætum þegar formaður Framsýnar lauk ræðu sinni og skoraði á fólk að fylgja eftir kröfunni um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Read more „Mikið fjölmenni á hátíðarhöldunum á Húsavík í dag“

Jöfnuður býr til betra samfélag!

Það er löngu þekkt að norræna samfélagsgerðin hefur betur náð að sameina jöfnuð og samkeppnishæfni en þekkist meðal annarra þjóða. Með því að tengja saman skýra og ábyrga hagstjórn, umfangsmikið og traust velferðarkerfi og skipulagðan vinnumarkað með öflugum samtökum launafólks og atvinnurekenda með skýrt umboð hafa Norðurlöndin skapað þegnum sínum lífsgæði sem skipar þeim í fremstu röð. Read more „Jöfnuður býr til betra samfélag!“

Búist við fjölmenni í höllina á morgun

Í kvöld hefur verið unnið að því að gera allt klárt fyrir hátíðarhöldin á morgun á Húsavík enda full ástæða til að fjölmenna í höllina, það er Íþróttahöllina á Húsavík þar sem hátíðarhöld stéttarfélaganna fara fram. Hátíðarhöldin hefjast kl. 14:00. Dagskráin er glæsileg, en sjá má hana hér til hliðar. Sjáumst á morgun með baráttuandann á lofti. Read more „Búist við fjölmenni í höllina á morgun“