Miðstjórn ASÍ fundar á Húsavík

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fundaði 18. maí s.l. í húsnæði stéttarfélaganna á Húsavík. Á fundinum var m.a. fjallað um stöðu frumvarps um almennar íbúðir á Alþingi. Málið er mikið hagsmunamál fyrir allt launafólks, þar sem ásættanleg löggjöf um það efni er forsanda fyrir því að hægt verði að ráðast í stórátak bygginga leiguíbúða á ásættanlegu verði. Þá fjallaði miðstjórn um ríkisfjármálaáætlun 2017 – 2021 sem fjármálaráðherra kynnti nýlega. Á fundinum var áætlunin gagnrýnd harðlega, enda ljóst að hún gengur í veigamiklum atriðum gegn hagsmunum almenns launafólks og markmiðum um öflugt velferðarkerfi og aukin jöfnuð í samfélaginu. Loks varð mikil umræða á fundinum um stöðuna á vinnumarkaði og stöðugt vaxandi tilraunir atvinnurekenda, einkum í landbúnaði og ferðatengdri þjónustu til að komast undan skyldum sínum samkvæmt kjarasamningum og lögum með svokölluðum sjálfboðaliðum. Þessi framganga var gagnrýnd harðlega og lögð áhersla á að spornað verði við þessari þróun með öllum tiltækum ráðum í samstarfi við samtök atvinnurekenda. Þá voru á fundinum nokkur mál til afgreiðslu.
Að loknum fundinum buðu stéttarfélögin á Húsavík miðstjórnarmönnum að skoða framkvæmdirnar á Þeistareykjum, framkvæmdirnar við höfnina í Húsavík og jarðgangnagerðina og uppbygginguna á Bakka. Í upphafi ferðar gerði Aðalsteinn Baldursson miðstjórnarmönnum grein fyrir stöðu atvinnumála í Þingeyjasýslum og gaf góða yfirsýn yfir framkvæmdirnar sem nú eru í gangi og áhrif þeirra í bráð og lengd. Hann hafði síðan með höndum leiðsögn í ferðinni, auk þess sem fulltrúar LNS Sögu á Þeistareykjum og við gangnaframkvæmdirnar gerðu frekari grein fyrir þeim verkefnum. Þá fylgdi öryggisstjóri vegna framkvæmdanna á Bakka hópnum um svæðið og útlistaði þær.
Miðstjórnarmenn eru á einu málið um að fundurinn og ferðin öll hafi heppnast einkar vel. Fróðlegt hafi verið að fá innsýn í framkvæmdirnar og áhrif þeirra á atvinnulíf og samfélag á Húsavík og næsta nágrenni. Þá megi margt læra af framgöngu stéttarfélaganna á svæðinu sem hafa sýnt mikið frumkvæði og fylgt fast eftir að kjarasamningar og réttindi þeirra sem vinna við framkvæmdirnar, ekki sést útlendinganna, séu virt og náð árangri sem er öðrum til eftirbreytni. Þá þakkar miðstjórn stéttarfélögunum á Húsavík kærlega fyrir aðstoð við undirbúning ferðarinnar og höfðinglegar móttökur. Sjá myndir frá heimsókninni:asiheimsokn0516 084asiheimsokn0516 087asiheimsokn0516 092asiheimsokn0516 118asiheimsokn0516 145asiheimsokn0516 117asiheimsokn0516 138

Deila á