Samningafundur hófst núna kl. 13:00

Rétt í þessu var samningafundur að hefjast í Karphúsinu í kjardeilu sex félaga innan SGS og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, er á staðnum enda tekur hann þátt í þessum viðræðum fyrir hönd Framsýnar. Þegar heimasíðan hafði samband við hann í morgun vildi hann ekki tjá sig um stöðuna enda bundinn trúnaði en samkvæmt fréttum í fjölmiðlum í gær hafa viðræður þokast áfram. Vonandi gengur það eftir í dag og næstu daga þurfi þess með.

Sólveig Anna formaður Eflingar og formaður Framsýnar hafa átt gott samstarf í yfirstandandi kjaraviðræðum við SA. Það hefur verið mikill kraftur í forystufólki stéttarfélaganna sex sem standa saman í viðræðunum við SA.

Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla

Á fundi miðstjórnar ASÍ 20. mars sl. var samþykkt yfirskrift fyrir aðgerðirnar á 1. maí n.k.: Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla

Í greinargerð með yfirskriftinni segir:

Kröfur verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum endurspegla það óréttlæti sem hefur verið að læsa sig um íslenskt samfélag. Ójöfnuður hefur aukist og sífellt fleiri hópar sitja eftir í samfélagi sem hefur alla burði til að gera betur. Þúsundir barna alast upp við fátækt, staða kvenna og einstæðra karla í láglaunastörfum er vægast sagt þröng, margir útlendingar á vinnumarkaði búa við hörmulegar aðstæður og hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman. Þetta er ekki ásættanleg staða í einu ríkasta landi heims. Við viljum samfélag þar sem fólk getur lifað með reisn, þar sem öll börn hafa sömu möguleika, þar sem full vinnandi fólk þarf ekki að hokra í fátækt.

Ótal rannsóknir og kannanir sýna að þeim samfélögum farnast best þar sem jöfnuður er mestur. Þar sem enginn er skilinn eftir. Vissulega er jöfnuður meiri hér á landi en víða annars staðar en við getum gert svo miklu betur. Hvernig má það vera í samfélagi sem kennir sig við velferð að skattbyrði þeirra tekjulægstu hefur verið þyngd á meðan skattar þeirra tekjuhæstu lækka. Það er öfugmælavísa úr leikhúsi fáránleikans. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við atvinnurekendur eru tilraun til að laga þetta óréttlæti. Það er nefnilega nóg til fyrir alla.

Jöfnum kjörin í okkar gjöfula landi og búum þannig til gott samfélag fyrir okkur öll.

ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí.

Yfirlýsing frá ASÍ -Óvissan um WOW

Þrátt fyrir umrótið í kringum flugfélagið WOW er ekki tilefni til annars en að halda ótrauð áfram kjaraviðræðum á grunni kröfugerða aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Til að forða frekara tjóni er skynsamlegt og allra hagur að klára kjarasamninga sem fyrst og ábyrgðahluti að tefja þær viðræður sem eru í gangi.

Rekstarerfiðleikar WOW hafa þegar haft bein áhrif á kjaraviðræður sem nú hefur verið frestað tvo daga í röð vegna óvissu um afdrif félagsins. Að sjálfsögðu hefur verkalýðshreyfingin áhyggjur af stöðunni enda munu hundruð manna missa vinnuna ef WOW fer í þrot, þar af fjölmargir félagsmenn í stéttarfélögum innan Alþýðusambandsins. Verkalýðshreyfingin mun að sjálfsögðu standa við bakið á félagsmönnum ef þeir missa vinnuna og/eða fá ekki laun sín greidd.

Hvernig sem árar lenda fyrirtæki í rekstrarörðugleikum. Þess vegna hafa verkalýðfélög, atvinnurekendur og hið opinbera sett á fót stofnanir til að leysa úr stöðunni, tryggja afkomu launafólks og aðstoða það þegar vindar blása í efnahagslífinu.

Að þessu sögðu er rétt að vara við því að mála myndina of dökkum litum. Falli WOW eru enn um 25 flugfélög sem fljúga til og frá landinu. Rekstur WOW hefur dregist mikið saman á síðustu mánuðum sem sést best á fækkun í flugflota félagsins. Þá hefur óvissa um framtíð félagsins undanfarið hálft ár vafalaust komið harkalega niður á farmiðasölu þess. Spár um horfur í ferðaþjónustunni hafa þegar tekið mið af þessu. Það er því rétt að vara við heimsendaspám sem ýmsir hafa dregið upp síðustu daga, m.a. til að koma höggi á verkalýðshreyfinguna og hennar kröfur og tefja þannig yfirstandandi kjaraviðræður.

Þó hægt hafi á í efnahagslífinu eftir fádæma uppgang á liðnum árum er ekkert tilefni til örvæntingar vegna erfiðleika í rekstri eins fyrirtækis. Áfram er spáð hagvexti næstu ár, atvinnuástand er almennt gott og staðan í fjármálum ríkisins gefur hinu opinbera fulla möguleika á að beita skynsamlegri hagstjórn til að mæta stöðunni.

Setið og beðið í Karphúsinu eftir tillögum Samtaka atvinnulífsins um launabreytingar til handa verkafólki í landinu. Myndina tók formaður Framsýnar sem situr með sínum félögum í Kaprhúsinu um þessar mundir.

 

Björgólfur gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair group gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia í viðtali á Visir.is í dag. Þar fer hann yfir svartsýnisspár vegna hugsanlegs gjaldþrots WOW air en hann telur áhrifin af mögulegu gjaldþroti ofmetinn. Hugsanlegt gjaldþrot WOW air hefur verið talin góð ástæða til að fara varlega í launahækkunum í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum.

Auk þess gagnrýnir Björgólfur Isavia fyrir kyrrsetningu stærstu flugvélar Flugfélagsins Ernis en það félag skuldar Isavia tæpar 100 milljónir á meðan WOW air skuldar tæpa tvo milljarða samkvæmt heimildum fjölmiðla.

Kyrrsetning flugvélar Ernis kom sér afar illa fyrir flugfélagið en verið var að þjálfa flugmenn á einmitt þeim tíma til þess að fljúga nýrri og stærri vél félagsins.

Björgólfur segir ennfremur að til þess að fá flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu þurfi að uppfylla viss skilyrði sem vandséð sé að WOW air hafi gert lengi.

Fundað og fundað – Mikil og góð vinna í gangi

Bandalag fjögurra stéttarfélaga innan SGS og VR ásamt fulltrúa frá LÍV hafa síðustu daga setið á undirbúningsfundum, vinnufundum og sáttafundum með Samtökum atvinnulífsins. Eins og fram hefur komið er Framsýn eitt af þessum félögum sem kemur að þessari vinnu og hefur formaður félagsins, Aðalsteinn Árni, verið bundinn í Reykjavík frá því í síðustu viku þar sem félagið taldi sér ekki fært að vera lengur innan annarra aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands vegna skoðana ágreinings um breytingar á vinnutíma og álögum og sagði því skilið við sambandið. Framsýn var tekið fagnandi af þeim félögum innan SGS og LÍV sem völdu að fara aðrar leiðir. Heimasíðan náði sambandi við Aðalstein í morgun sem sagði mikla vinnu vera í gangi og eftir vinnufundi í dag væri fyrirhugaður sáttafundur hjá ríkissáttasemjara á morgun kl. 10:00. Hann sagði ánægjulegt að sjá þann kraft sem væri í því fólki sem kæmi að þessari vinnu frá félögunum. Allir væru virkjaðir til góðra verka.  Markmiðið væri að gera sitt besta fyrir sína umbjóðendur.

Viðar framkvæmdastjóri Eflingar og Vilhjálmur formaður Verkalýðsfélags Akraness fara yfir ákvæði um vinnutímabreytingar í kjarasamningi.

Hópurinn fer yfir kröfugerðina fyrir morgundaginn.

Skytturnar þrjár, Vilhjálmur, Aðalsteinn Árni og Sólveig Anna velta fyrir sér breytingum sem SGS og SA hafa unnið að og viðkoma vinnutímabreytingum og hvernig best sé að bregðast við þeim.

 

Formaður Framsýnar fundar í Reykjavík

Formaður Framsýnar fundar þessa dagana í Reykjavík en hann var kallaður suður í Karphúsið skömmu eftir að Framsýn tók til baka samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandi Íslands á þriðjudaginn síðastliðinn.

Eftir að hafa setið fund í gær sem stóð fram á kvöld er ljóst að þessari fundarhrinu er ekki lokið og formaðurinn því bundinn í Reykjavík í dag og alls óvíst hvenær þessari hrinu lýkur.

Beint í Karphúsið

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, hefur verið boðaður í Karphúsið í fyrramálið. Þar mun hann hitta fyrir fulltrúa frá VR, Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og Verkalýðsfélagi Grindavíkur sem hafa boðið Framsýn sérstaklega velkomið í hópinn. Þessi félög eru þekkt fyrir að standa vörð um kjör félagsmanna. Fundur með Samtökum atvinnulífsins hefst kl. 10:00 í húsnæði ríkissáttasemjara. Aðalsteinn sagðist eiga sér þann draum að samningsaðilar settust niður á morgun með það að markmiði að ná viðunandi kjarasamningi fyrir sína umbjóðendur. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum afturkallaði Framsýn samningsumboð sitt frá Starfsgreinasamandi Íslands í morgun eftir ákvörðun þess efnis á fundi félagsins í gærkvöldi.

 

Formaður á suðurleið í baráttuhug. Á meðfylgjandi mynd er hann með fyrrverandi félögum sínum í löndunargengi Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Á efri myndinni er Aðalsteinn með Elísabetu S. Ólafsdóttur sem starfar hjá embætti ríkissáttasemjara. 

 

 

 

Baráttukveðjur til SGS

Starfsgreinasamband Íslands sendir Framsýn stéttarfélagi heldur kaldar kveðjur í dag með yfirlýsingu eftir að félagið tók ákvörðun um að afturkalla samningsumboðið frá sambandinu eftir ágreining sem kom upp milli aðila um vinnutímabreytingar. Ítrekað er í yfirlýsingunni „að samninganefnd Starfgreinasambandsins muni aldrei taka þátt í því að semja um að rýra kjör okkar fólks, hvort sem það lítur að vinnutíma, álagsgreiðslna eða annara þátta. Verkefni SGS sé að ná samningum um bætt kjör okkar fólks, við einbeittum okkur að því í samhljómi við félaga okkar í Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og  Grindavíkur.“ Einhverja hluta vegna er Framsýn undanskilið frá þessum stéttarfélögum í yfirlýsingunni um gott samstarf um lausn mála.

Framsýn hefur ekki áhuga á að munnhöggvast frekar við systurfélög í Starfsgreinasambandi Íslands heldur skorar á sambandið að standa vörð um kjör félagsmanna og sækja fram með þeim félögum sem ákveðið hafa að slíta sig frá Starfsgreinasambandinu í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Notum kraftana til góðra verka og sleppum skeitasendingum eins og birtast í yfirlýsingu SGS, þau eru sambandinu ekki til framdráttar. Megi Starfsgreinasambandi Íslands vegna vel í frekari viðræðum við SA og þeim átökum sem stefnir í. Markmiðið er jú að ná fram nýjum kjarasamningi.

 

Reiði meðal fundarmanna – Samþykkt samhljóða að afturkalla samningsumboðið frá SGS

Samninganefnd Framsýnar sem skipuð er stjórn og trúnaðarráði félagsins kom saman til fundar í gærkvöldi. Til fundarins voru einnig boðaðir trúnaðarmenn Framsýnar frá öllum helstu vinnustöðum í Þingeyjarsýslum sem og stjórn Framsýnar-ung. Þá óskuðu fulltrúar úr stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar eftir því að sitja fundinn og var það heimilað. Á fundinum fór formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, yfir stöðuna í kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. Eins og við mátti búast, var fundurinn fjörugur og reiði fundarmanna endurspeglaðist út í Samtök atvinnulífsins að virða ekki kröfur verkafólks um mannsæmandi laun og þá vöktu tillögur stjórnvalda til lausnar kjaradeilunni ekki mikla gleði. Fundurinn hafnar öllum hugmyndum um að gefa eftir réttindi verkafólks varðandi lengingu á dagvinnutímabili, fleytingu á dagvinnu milli vikna/mánaða, breytingum á neysluhléum og yfirvinnuálagi til lækkunnar.

Í lok fundar var eftirfarandi samþykkt gerð samhliða greinagerð um stöðu mála og ástæður þess að Framsýn telur sig ekki eiga lengur samleið með Starfsgreinasambandi Íslands hvað kjarasamningsgerðina varðar við Samtök atvinnulífsins.

 Ályktun fundarins:

„Fundur stjórnar Framsýnar, trúnaðarráðs og Framsýnar-ung með trúnaðarmönnum félagsins á öllum helstu vinnustöðum á félagssvæði Framsýnar samþykkir samhljóða að afturkalla samningsumboð félagsins frá Starfsgreinasambandi Íslands.

Jafnframt verði óskað eftir samstarfi við Eflingu stéttarfélag, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR um sameiginlega aðkomu að kjarasamningsgerð við Samtök atvinnulífsins og þau félög sem velja að fara sömu leið og Framsýn.

Þá hafi samninganefnd félagsins sem skipuð er stjórn og trúnaðarráði Framsýnar fullt umboð til að afturkalla samningsumboðið frá Landssambandi íslenskra verslunarmanna telji samninganefndin tilefni til þess.“

 Greinargerð með ályktun:

„Framsýn stéttarfélag hefur samþykkt að afturkalla samningsumboð félagsins frá Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) vegna kjarasamninga sambandsins við Samtök atvinnulífsins (SA) sem félagið á aðild að. Á það við um samninga vegna almenna vinnumarkaðarins og samninga vegna starfsfólks í ferðaþjónustu.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa staðið yfir kjaraviðræður milli samningsaðila sem skilað hafa árangri er varðar almenn atriði kjarasamninga og sérmál einstakra hópa eins og starfsfólks í ferðaþjónustu. Samningsaðilar hafa haldið fjölda funda til að vinna að þessum málum, sem er vel.

Hins vegar eru það mikil vonbrigði að þrátt fyrir að öflug stéttarfélög innan SGS; Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur hafi alfarið hafnað hugmyndum Samtaka atvinnulífsins um skerðingar á yfirvinnuálagi, lengingu dagvinnutímabils og fleytingu á dagvinnutímum milli mánaða skuli sú umræða vera áfram í gangi í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og þeirra stéttarfélaga innan SGS sem ekki hafa þegar hafnað hugmyndum SA.

Krafa Samtaka atvinnulífsins hefur verið að fara með yfirvinnuálagið í 40% sem er í dag 80% af dagvinnugrunni. Framsýn hefur ítrekað látið bóka andstöðu sína í samninganefnd SGS og krafist þess að hugmyndum SA um vinnutímabreytingar væri vísað út af borðinu, en án árangurs. Önnur félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið tilbúin að skoða frekari útfærslur á þessum breytingum með ákveðnum fyrirvörum.

Þrátt fyrir að Framsýn virði skoðanir annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins sér félagið sér ekki annað fært en að afturkalla samningsumboðið frá sambandinu þar sem skoðanir aðildarfélaganna fara ekki saman hvað þetta varðar. Framsýn getur ekki lagt nafn sitt við það að skerða réttindi sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir af miklum eldmóði í gegnum tíðina til hagsældar fyrir verkafólk.

Þá skýtur það verulega skökku við að hugmyndir SA varðandi kröfur verkalýðshreyfingarinnar um styttingu vinnuvikunnar skulu snúast um að fella niður neysluhlé starfsfólks. Það er á sama tíma og stoðkerfisvandamálum fer fjölgandi meðal vinnandi fólks og kulnun í starfi er orðið viðvarandi vandamál. Lausn SA á þessum mikla vanda er að leggja til að heimilt verði að fella niður neysluhlé í vinnustaðasamningum.

Ábyrgð Samtaka atvinnulífsins er mikil í þessu máli, það er að halda úti viðræðum í margar vikur með það að markmiði að gera veigamiklar breytingar á tilhögun álagsgreiðslna, niðurfellingu neysluhléa og lengingu dagvinnutímabils, vitandi af óánægju stéttarfélaga innan SGS sem þegar hafa hafnað þessum hugmyndum með táknrænum hætti. Það er að ganga út úr samstarfi við önnur aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, auk þess að boða til verkfalla sem er neyðarréttur stéttarfélaga gegn yfirgangi atvinnurekenda.

Framsýn stéttarfélag krefst þess að Samtök atvinnulífsins falli frá þessum hugmyndum og snúi sér að alvöru samningaviðræðum við aðildarfélög Alþýðusambands Íslands með það að markmiði að bæta kjör fólks í stað þess að krefja félögin um að gefa eftir sjálfsögð réttindi verkafólks gegn smávægilegum launahækkunum. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur greiði starfsmönnum mannsæmandi laun í stað þess að halda úti láglaunastefnu á Íslandi. Sá tími er löngu liðinn og rúmlega það.

Þá er mikilvægt að stjórnvöld vakni til lífsins og geri sér grein fyrir alvarleika málsins. Stjórnvöld geta ekki setið hjá í þessari erfiðu kjaradeilu, kjaradeilu sem er ekki síst til staðar vegna þess mikla ójöfnuðar sem viðgengist hefur allt of lengi í íslensku samfélagi í skjóli ríkisvaldsins.

Framsýn stéttarfélag vill leggja sitt að mörkum til að samningar takist á næstu vikum. Framsýn kallar eftir sátt ekki ófriði. Forsendan að friði er að fullur vilji sé til þess meðal þeirra sem sitja hinum megin við borðið að ná fram ásættanlegum kjarasamningi fyrir láglaunafólk í landinu, svo einfalt er það.“

 

Þannig samþykkt á sameiginlegum fundi stjórnar Framsýnar, trúnaðarráðs, Framsýnar-ung og trúnaðarmanna félagsmanna á vinnustöðum í Þingeyjarsýslum þriðjudaginn 19. mars 2019.

 

 

Tekist á um vinnutímabreytingar

SGS og SA slitu kjaraviðræðum hjá Rík­is­sátta­semj­ara í gær. Björn Snæ­björns­son, formaður SGS, seg­ir vinnu­tíma­mál or­sök slit­anna en Hall­dór Benja­mín Þor­berg­son, formaður SA, seg­ir kjara­samn­inga marg­brotna og erfitt að taka ein­staka hluti út úr.

Aðal­steinn Bald­urs­son, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýn­ar á Húsa­vík, seg­ir viðræðuslit­in í gær engu breyta varðandi fyr­ir­ætl­un fé­lags­ins um að draga samn­ings­um­boð sitt til baka frá SGS.

„Við verðum með fund í dag kl. 17 með stjórn, trúnaðarráði og trúnaðarmönn­um á vinnu­stöðum, alls 60 manns, til þess að fara yfir stöðuna og kalla fram vilja fólks. Fyr­ir fund­in­um ligg­ur til­laga um að draga samn­ings­um­boðið frá SGS. Ástæðan er ein­föld, við höf­um lagst ein­dregið á móti hug­mynd­um SA um breyt­ing­ar á neyslu­hlé­um starfs­manna, leng­ingu dag­vinnu­tíma­bils og lækk­un á yf­ir­vinnu­álagi. Við höf­um ekki náð að fá aðra með okk­ur í þessa veg­ferð inn­an SGS. Við telj­um okk­ur því ekki eiga sam­leið með þeim að klára þessa samn­inga. Við vilj­um ekki sjá þessa kjara­skerðingu fyr­ir okk­ar fólk,“ seg­ir Aðal­steinn í Morg­un­blaðinu í dag og bend­ir á að hug­mynd­ir um breyt­ing­ar á vinnu­tíma hafi meðal ann­ars gert það að verk­um að Efl­ing, Verka­lýðsfé­lag Akra­ness og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lag Grinda­vík­ur héldu sínu samn­ings­um­boði.

83% hlynnt skatta­lækk­un­um tekju­lægri

Sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Alþýðusam­band Íslands eru 83% Íslend­inga hlynnt því að launa­fólk með heild­ar­tekj­ur und­ir 500 þúsund krón­um á mánuði fyr­ir skatt fái meiri skatta­lækk­an­ir en aðrir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ. „At­hygli vek­ur að stuðning­ur við slíka skatt­kerf­is­breyt­ingu er mik­ill í öll­um ald­urs- og tekju­hóp­um þó vissu­lega sé hann mest­ur hjá þeim tekju­lægstu.“

„Þessi niðurstaða rím­ar vel við þær hug­mynd­ir um skatt­kerf­is­breyt­ing­ar sem ASÍ kynnti í lok janú­ar. Mark­mið þeirra til­lagna var að létta byrðum af fólki með lág­ar og milli­tekj­ur, auka jafn­rétti og koma á sann­gjarn­ari skatt­heimtu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þegar rík­is­stjórn­in hafi kynnt sín­ar skatta­lækk­un­ar­hug­mynd­ir hafi komið í ljós að sama skatta­lækk­un ætti að ganga upp all­an tekju­stig­ann.

„Rann­sókn hag­deild­ar ASÍ frá 2017 sýn­ir að skatt­byrði hinna tekju­lægstu hef­ur hækkað mest á und­an­förn­um árum og dregið hef­ur úr jöfn­un­ar­hlut­verki skatt­kerf­is­ins. Mun­ar þar mestu að skatt­leys­is­mörk hafa ekki fylgt launaþróun og vaxta- og barna­bóta­kerf­in hafa mark­visst verið veikt og eru nú í skötu­líki miðað við það sem áður var.“ (mbl.is)

 

Starfsgreinasambandið slítur kjaraviðræðum

Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Síðastliðin föstudag samþykkti viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins einróma að ef ekki kæmu fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins um helgina hefði viðræðunefnd sambandsins fulla heimild til þess að slíta kjaraviðræðum. Engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafa komið fram frá Samtökum atvinnurekenda.

Því hefur viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins slitið kjaraviðræðum og mun í kjölfarið sækja heimild til aðgerða frá félagsmönnum.

Tillaga um að afturkalla samningsumboðið frá SGS

Framsýn hefur kallað til áríðandi fundar á morgun kl. 17:00 þar sem ætlunin er að fara yfir stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Allir sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið eða um 60 manns eru boðaðir til fundarins. Fyrir fundinum liggur tillaga um að félagið dragi samningsumboð félagsins frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna óánægju með hugmyndir sem uppi hafa verið um breytingar á yfirvinnuálaginu og skerðingum á neysluhléum starfsmanna. Félagsmenn Framsýnar hafa ítrekað hafnað þessum hugmyndum og komið þeim á framfæri við samninganefnd SGS án þess að afstaða félagsins væri tekin til greina. Þá er vitað að VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur hafa alfarið hafnað þessari leið. Góðar líkur eru á að Framsýn muni óska eftir samstarfi við þessi félög verði samþykkt að afturkalla samningsumboðið á morgun.

Félagsmenn Framsýnar hræðast hugmyndir Samtaka atvinnulífsins um að skerða yfirvinnuálagið og neysluhlé verði aflögð með vinnustaðasamningum, það er á sama tíma og kulnun og streita í starfi er vaxandi vandamál á Íslandi.

Staðan og næstu skref í kjaradeilu SGS og SA – Áríðandi fundur

Stjórn Framsýnar, trúnaðarráð, Framsýn-ung og trúnaðarmenn félagsins hafa verið boðuð til fundar þriðjudaginn 19. mars kl. 17:00 samtals um 60 manns. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna. Tilgangur fundarins er að fara yfir stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og afstöðu Framsýnar til þeirra tillagna sem verið hafa til umræðu um vinnutímabreytingar og álagsgreiðslna vegna yfirvinnu. Lagt er upp úr því að fá skýra afstöðu félagsmanna sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið og þess vegna eru trúnaðarmenn og ungliðar innan Framsýnar boðaðir á fundinn með stjórn, varastjórn og trúnaðarmannaráði félagsins.

Tíðinda er að vænta frá fundi Framsýnar á þriðjudaginn. Staðan í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands verður til umræðu og staðan metin.

 

 

Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands – viðræður í hættu

Undanfarnar þrjár vikur hafa samningaviðræður um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífins farið fram undir verkstjórn Ríkissáttasemjara. Forsendur viðræðna hafa verið umræða um nýja launatöflu, styttingu vinnuvikunnar, samræmingu á vinnumarkaði og fleiri atriði.

Í viðræðum undanfarinna vikna hefur ýmislegt áunnist, annað þokast í rétta átt og sumt er óleyst og því virðist ekki vera lengra komist að sinni. Sú vinna sem hefur verið unnin er þó gagnleg og nýtist vonandi framhaldinu.

Samninganefnd SGS samþykkir að komi ekki nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins á næstu dögum hafi viðræðunefndin fulla heimild til lýsa yfir árangurslausum viðræðum þrátt fyrir milligöngu Ríkissáttasemjara og slíta viðræðum.

Setið á samningafundi Starfsgreinasambands Íslands á föstudaginn, formaður Framsýnar Aðalsteinn Árni og lögfræðingur Alþýðusambands Íslands Magnús Norðdahl. Þeir eru greinilega báðir þungt hugsi yfir stöðunni í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og SGS.

Informacja prasowa Stowarzyszenia Islandzkich związków zawodowych. (Framsýn)

Przez ostatnie trzy tygodnie prowadzone były negocjacje pomiędzy Stowarzyszeniem Islandzkich związków zawodowych a Konfederacją pracodawców dotyczące nowej umowy zbiorowej. Przedmiotem negocjacji była nowa tebela wynagrodzeń, skrócenie tygodnia pracy, wprowadzenie takich samych zasad na rynku pracy a także inne zagadnienia.

W ostatnich tygodniach odbyły się dyskusje, jedne idą w dobrym kierunku, a inne są nierozwiązane i wydaje się, że nie jest to możliwe. Ta praca, która została wykonana jest korzystna i miejmy nadzieję że będzie przydatna w dalszych działaniach.

Komitet negocjacyjny SGS zatwierdza, że jeśli Konfederacja pracodawców SA nie przedstawi nowych propozycji lub nie będzie z ich strony reakcji w najbliższych dniach, to Komitet negocjacyjny będzie w pełni upoważniony do ogłoszenia, że negocjacje nie osiągnęły zamierzonego celu i ich zerwania, pomimo pośrednictwa Państwowego Mediatora Pojednawczego.

Reykjavik 15 marca 2019.

 

A News Release from SGS (Framsýn)

For the past three weeks our union, Starfsgreinasambandið (SGS), has been negotiating a new comprehensive wage agreement with our counterpart, the Confederation of Icelandic Enterprise (SA).

 In accordance with Icelandic law, these talks have been held under the auspices of the state conciliation and mediation officer.

Our main objectives have been a general improvement in wages, fewer hours of work per week, various coordination efforts in the labour market, as well as other important points. 

In some areas, we have made clear progress, in others discussions have moved in the right direction, whereas other issues are still unresolved. For the time being, however, no further advances in the negotiations are foreseeable. 

That said, our work so far has been quite useful and will serve us well in the weeks ahead.

The SGS Negotiations Committee has resolved that unless SA brings forth meaningful ideas and acceptable gestures for conciliation in the coming days, the negotiating team has its full mandate to declare the talks unsuccessful and hence terminate them without further notice.

 

Guðmundur í Nesi seldur

Aflaskipið Guðmundur í Nesi RE 13 var nýlega seldur til Grænlands. Við það missa flestir vinnuna um borð en um þriðjungur áhafnarinnar hefur valið að greiða félagsgjald til Framsýnar. Félagið hefur verið félagsmönnum innan handar hvað varðar þeirra réttindi hjá útgerðinni við þessar breytingar. Eðlilega er þetta mikið áfall fyrir áhafnarmeðlimi og fjölskyldur þeirra. Vitað er að einhverjum hefur verið boðið að vera áfram í áhöfn skipsins sem gert verður út frá Grænlandi á grænlenskum kjörum. Guðmundur í Nesi hefur fiskað vel í gegnum tíðina og skilað þjóðinni miklu í formi gjaldeyristekna. Hér má sjá myndir sem Gunnþór Sigurgeirsson lánaði okkur og teknar eru um borð í Guðmundi í Nesi.

Viðræður í gangi við PCC

Nú klukkan 08:00 hófust viðræður Framsýnar og Þingiðnar við Samtök atvinnulífsins vegna sérkjarasamnings félaganna við PCC BakkiSilicon hf. Viðræður aðila hafa staðið yfir með hléum í nokkra mánuði. Fundað er í húsnæði Samtaka atvinnulífsins Í Reykjavík. Reiknað er með að fundurinn standi yfir fram eftir degi og þá verði framhaldið metið hvað varðar frekari viðræður aðila.

Starfsfólk Íslandspósts óskar eftir inngöngu

Starfsfólk Íslandspósts á Húsavík hefur komið undirskriftarlista á framfæri við fyrirtækið þar sem gerð er krafa um Íslandspóstur hefji samningaviðræður við Framsýn stéttarfélag um gerð kjarasamnings fyrir starfsmenn Íslandspósts í Þingeyjarsýslum. Bent er á að kjarasamningar séu lausir. Jafnframt er komið inn á að Framsýn stéttarfélag sé stéttarfélag í Þingeyjarsýslum sem þjóni sínum félagsmönnum vel. Bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn Íslandspósts á Húsavík hafa tekið eftir miklum missi á því að vera ekki félagsmenn Framsýnar. Þegar síðast fréttist hafði Íslandspóstur ekki tekið afstöðu til vilja starfsmanna sem eru í dag í Póstmannafélagi Íslands en það félag er með kjarasamning við Íslandspóst.

Áhugi er fyrir því meðal starfsmanna Íslandspósts að ganga í Framsýn.