Samningafundur boðaður á fimmtudaginn

Samninganefndir Framsýnar/Þingiðnar og PCC/Samtaka atvinnulífsins munu koma saman næstkomandi fimmtudag og halda kjaraviðræðum áfram. Unnið er að því að setja upp sérkjarasamning og þróa nýtt kaupaukakerfi. Eins og fram hefur komið samþykkti fyrirtækið að hækka laun starfsmanna um síðustu áramót þrátt fyrir að ekki væri búið að semja. Ljóst er að samninganefnd stéttarfélaganna leggur mikið upp úr því að aukinn kraftur verði settur í kjaraviðræðurnar með það að markmiði að ljúka gerð samningsins í janúar.

Znizkowe bilety samolotowe -Do naszych zwiazkowcow-

Pagniemy przypomniec, ze znizki zwiazkowe dotycza tylko tych zwiazkowcow, ktorzy na wlasny uzytek podrozuja linia lotnicza Ernir pomiedzy Húsavíkiem a Reykjavíkiem. Osoby podrozujace sluzbowo nie maja prawa do korzystania z takich znizek. Nie dozwolone jest rowniez udostepninie wlasnych znizek dla innych czlonkow rodziny. Osoby, ktore nie beda przestrzegaly naszych warunkow znizkowych straca przywileje zwiazkowe zwiazkow Framsýn, Þinginar, Starfsmannafélag Húsavíkur oraz Verkalýðsfélag Þórshafnar.

Zwiazki zawodowe

 

Vinnuskúrinn – þátturinn sem vitnað er í. Aðalsteinn Árni gestur þáttarins á morgun

Útvarpsþáttur Gunnars Smára Egilssonar, Vinnuskúrinn, sem er á laugardagsmorgnum á Útvarpi Sögu hefur fengið góðar viðtökur. Í þættinum tekur Gunnar Smári fyrir verkalýðsmál og það helsta sem er að gerast í þjóðlífinu á hverjum tíma. Virkilega áhugaverður útvarpsþáttur sem full ástæða er til að hlusta á enda boðið upp á samfélagsumræðu á mannamáli frá sjónarhóli venjulegs fólks.
Í Vinnuskúrinn á morgun kemur Erna Indriðadóttir fyrst og ræðir um Gráa herinn, hagsmunabaráttu eftirlaunafólks, vefinn Lifðu núna og margt fleira. Síðan koma í vinnuskúrinn Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðasambandsins og varaforseti Alþýðusambandsins, Rósa María Hjörvar, formaður kjararáðs Öryrkjabandalagsins, Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Gestirnir munu ræða fréttir vikunnar út frá sjónarhóli verkalýðsins, stöðuna í kjaramálum og stjórnmálunum. Vinnuskúrinn er á milli 10 og 12 á Útvarpi Sögu.

The unions airfares -For members only-

Please keep in mind that the unions discount of airfares with Eagle air is for members only who travel between Húsavík and Reykjavík on a private errand. If members are traveling on the behalf of companies, organizations or institutions they are not allowed to use the unions discount. It is also not allowed to use the discount for other family members. It someone is caught misusing the discount fares, he or she is no longer allowed to buy fares from Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélag Húsavíkur and Verkalýðsfélag Þórshafnar.

The unions

Samninganefnd Framsýnar boðuð til fundar

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar sem jafnframt skipar samninganefnd félagsins er boðuð til fundar mánudaginn 21. janúar kl. 17:00. Stjórn Framsýnar-ung er einnig boðið að sitja fundinn. Tilefni fundarins er að fara yfir stöðuna í kjaramálum og næstu skref. Þá verða einnig tekin fyrir þau mál sem liggja fyrir til afgreiðslu.

Sam­tök at­vinnu­lífsins gegn straumi tímans

Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar – stéttarfélags skrifar áhugaverð grein í Fréttablaðið sem er meðfylgjandi þessari frétt. Atvinnurekendur hafa boðið verkalýðshreyfingunni að fella niður kaffitíma starfsmanna og stytta þannig vinnuvikuna. Hugmynd Samtaka atvinnulífsins er víðáttu vitlaus og því ekki undarlegt að menn eins og Viðar setjist niður og skrifi grein um málið. Við fengum leyfi hans til að birta þessa ágætu grein sem mikilvægt er að verkafólk um land allt lesi. Þessi leið á ekki að vera í boði.

„Hug­myndir Sam­taka at­vinnu­lífsins um vinnu­tíma­breytingar hafa verið helsta inn­legg sam­takanna til kjara­við­ræðna síðustu mánaða. Þrír megin­þættir eru í þessum hug­myndum: Að víkka dag­vinnu­tíma­bilið, selja út kaffi­tíma og lengja upp­gjörs­tíma yfir­vinnu. Því hefur verið haldið fram að þessar hug­myndir séu fjöl­skyldu­vænar og fram­sæknar. En út á hvað ganga hug­myndirnar?

Í fyrsta lagi vilja SA út­víkka mörk dag­vinnu­tíma­bilsins úr 10 tímum (klukkan 7:00 til 17:00 í nú­gildandi samningum aðildar­fé­laga SGS) yfir í 13 tíma (klukkan 6:00 til 19:00 sam­kvæmt til­lögum SA). Þannig fengi at­vinnu­rek­endandi veru­lega út­víkkaða heimild til að á­kveða á hvaða tíma dagsins ein­stak­lingur í dag­vinnu vinnur. Starfs­maður gæti ekki neitað að vinna á því tíma­bili og ætti ekki rétt á yfir­vinnu­á­lagi á tíma­bilinu. Þannig gæti at­vinnu­rekandi fyrir­skipað verka­manni að vinna sinn 8 klukku­tíma vinnu­dag, svo dæmi sé nefnt, frá klukkan 11:00-19:00 eða frá klukkan 06:00 til 14:00 án nokkurrar auka­greiðslu.

Þetta væri gjörbreyting á þeim ramma dag­vinnu sem nú er við lýði. Nú­verandi tak­markanir á ramma dag­vinnu­tímans eru hugsaðar til að skapa sam­hljóm við aðrar stofnanir í sam­fé­laginu, svo sem al­mennings­sam­göngur og opnunar­tíma skóla. Með þessum breytingum yrði mun erfiðara fyrir verka­fólk að sam­stilla þessi at­riði dag­legrar til­veru, en án þess að bera nokkuð úr býtum í staðinn.

Að kaupa kjara­bætur af sjálfum sér 

Í öðru lagi hafa SA lagt til að kaffi­tímar verði felldir út úr út­reikningi dag­vinnu­tímans, og að þannig náist í orði kveðnu fram stytting á vinnu­tíma. Hug­myndin er sú að starfs­maðurinn komist fyrr heim úr vinnu með því að taka sér ekki kaffi­tíma. Þessi til­laga er hreinar sjón­hverfingar. Auð­vitað mun starfs­fólk eftir sem áður þurfa að taka sér hlé, enda voru kaffi­tímar felldir inn í kjara­samninga á sínum tíma af þeirri á­stæðu. Í líkam­lega og and­lega krefjandi störfum, líkt og þeim sem unnin eru af fé­lags­fólki Eflingar og aðildar­fé­laga SGS, þarf fólk að taka sér pásu. Að setja starfs­fólki þann afar­kost að þurfa annað­hvort að taka sér hlé á eigin kostnað eða vinna ör­þreytt í strik­lotu yfir daginn er engin kjara­bót heldur ó­á­byrgur blekkingar­leikur.

Ráðskast með vinnu­tímann 

Í þriðja lagi hafa Sam­tök at­vinnu­lífsins sett fram rót­tækar til­lögur um út­víkkað upp­gjör á yfir­vinnu, þannig að vinna um­fram 8 tíma á stökum degi teljist ekki sjálf­krafa sem yfir­vinna. Sam­kvæmt til­lögunum yrði at­vinnu­rek­endum jafn­vel heimilt að færa yfir­vinnu­stundir eins mánaðar inn í dag­vinnu­tíma næsta mánaðar og gera yfir­vinnu upp á árs­grund­velli. Enn fremur er lagt til að at­vinnu­rekandi geti skyldað starfs­mann til að taka frí á móti yfir­vinnu­stundum fremur en að fá þær greiddar. Verka­fólk þyrfti sí­fellt að vera til­búið að vinna lengur þegar at­vinnu­rekanda hentar, með al­gjörri ó­vissu um hvort um­fram­vinnu­stundir teljist á endanum yfir­vinna eða ekki. Með þessu fá at­vinnu­rek­endur heimild sem ekki hefur sést á vinnu­markaði ára­tugum saman til að ráðskast með tíma launa­fólks.

Með inn­leiðingu þessara breytinga gæti farið svo að 12 tíma vinnu­dagur án nokkurra yfir­vinnu­greiðslna eða tryggra kaffi­hléa yrði raunin. Með þessu yrði hjólum sögunnar snúið aftur til 19. aldar, tíma ó­boð­legra vinnu­að­stæðna, vondra lífs­gæða al­mennings og of­ríkis at­vinnu­rek­enda. „Sveigjan­leiki“ er orð sem oft heyrist notað í á­róðrinum, en þá gleymist að á ís­lenskum vinnu­markaði er engum bannað að vinna langan vinnu­dag – enda gera það flestir fé­lags­menn al­mennra verka­lýðs­fé­laga. En nú­verandi rammi tryggir að fyrir langa eða ó­reglu­lega vinnu­daga komi sann­gjarnar greiðslur.

Mínúturnar okkar – verð­tryggð kjara­bót 

Í stuttu máli eru allar til­lögur Sam­taka at­vinnu­lífsins um vinnu­tíma­breytingar hreinar kjara­skerðingar. SA hafa ekki fengist til að ræða um al­mennar launa­hækkanir í yfir­standandi kjara­við­ræðum nema sem nokkurs konar mót­fram­lag gegn þess konar skerðingum. Að fallast á slík skipti er al­gjört glap­ræði. Ó­líkt krónum eru mínútur eru ekki háðar hag­sveiflum og eru í raun hryggjar­stykki kjara­samningsins. Ein­mitt þess vegna hefur verka­lýðs­hreyfingin í yfir 100 ár sett kröfur um vinnu­tíma­skil­greiningar á oddinn. Þær kjara­bætur sem þannig fást eru ekki mældar í af­stæðum krónum heldur ó­breytan­legum mínútum, og eru þannig „verð­tryggðar“ ef svo má segja.

Mark­mið verka­lýðs­hreyfingarinnar í yfir­standandi samninga­við­ræðum er að bæta kjör verka­fólks, ekki rýra þau. Þetta á ekki síst við um vinnu­tímann og skil­greiningar hans. Stéttar­fé­lög al­menns verka­fólks, verslunar­fólks og opin­berra starfs­manna hafa öll lagt til styttingu vinnu­tímans, og mikill með­byr er nú með slíkum hug­myndum eins og sást vel á glæsi­legri ráð­stefnu Lýð­ræðis­fé­lagsins Öldu um síðustu helgi. Stéttar­fé­lögin studdu við þá ráð­stefnu, á meðan SA þáðu ekki boð um þátt­töku. Það er vægast sagt sorg­legt að fram­lag SA til þeirrar um­ræðu sé lenging vinnu­tímans, sjón­hverfingar og skert stjórn verka­fólks yfir tíma sínum.“

 

Samninganefnd Framsýnar á tánum og bíður átekta

Eins og fram hefur komið á heimasíðu stéttarfélaganna hafa samningaviðræður Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins staðið yfir undanfarnar vikur og mánuði. Frá þeim tíma hefur verið unnið í sérmálum hópa og hafa þær viðræður þokast áfram. Hins vegar stendur allt fast hvað varðar launaliðinn enda ekki vilji innan Samtaka atvinnulífsins að koma til móts við sanngjarnar kröfur verkalýðshreyfingarinnar.

Ágreiningur kom upp innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fyrir áramót um hvort vísa ætti deilunni til Ríkissáttasemjara eða ekki. Framsýn var á þeirri skoðun á þeim tíma að það ætti að vísa deilunni. Svo fór að tvö stéttarfélög innan SGS sögðu skilið við önnur stéttarfélög innan Starfsgreinasambandsins og vísuðu kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara, Efling og Verkalýðsfélag Akraness. Nokkru síðar fór Verkalýðsfélag Grindavíkur sömu leið og dróg samningsumboðið til baka frá SGS og vísaði kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara.

Fyrir liggur að skoðun samninganefndar Framsýnar hefur verið að þrýsta á atvinnurekendur með því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara og hefur falið formanni félagsins umboð til að gera það telji hann það farsælast með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi.

Samninganefnd Framsýnar var í sambandi um helgina þar sem farið var yfir stöðuna og ætlar að hittast aftur næstkomandi mánudag og meta stöðuna upp á nýtt gerist ekkert í þessari viku sem liðkar fyrir viðræðunum.

Ekki er ólíklegt að eitthvað gerist í þessari viku enda líklegt að Samtök atvinnulífsins leggi fram samningstilboð varðandi launaliðinn í vikunni sem aðildarfélög Starfsgreinasambandsins komi til með að þurfa taka afstöðu til. Það sama á við um þau stéttarfélög sem afturkallað hafa samningsumboðið frá SGS. Svo gæti farið að þau slíti viðræðum í vikunni og hefji undirbúning að aðgerðum telji þau tilboð atvinnurekanda ekki boðlegt. Því miður hefur lítið komið frá ríkistjórninni varðandi þeirra tillögur til lausnar kjaradeilunni en fyrir liggur að kjaradeilan verður ekki leyst nema með útspili frá stjórnvöldum. Væntanlega mun átakshópur ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins sem unnið hafa að hugmyndum um húsnæðismál leggja fram sínar tillögur upp úr næstu helgi.

Meðan þetta ástand varir telur samninganefnd Framsýnar ekki rétt að draga samningsumboðið til baka og vísa deilunni til Ríkissáttasemjara. Hins vegar gæti orðið lítill fyrirvari á því komi til þess að aðstæður breytist til þess verra á næstu dögum.

 

Flugfargjöld stéttarfélaganna -Aðeins fyrir félagsmenn

Rétt er að ítreka að afsláttarkjör stéttarfélaganna gilda aðeins fyrir félagsmenn sem fljúga með Flugfélaginu Erni í einkaerindum milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Ferðist félagsmenn á vegum fyrirtækja, félagasamtaka eða stofnana er þeim óheimilt að nota afsláttarkjör stéttarfélaganna eða fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Verði menn uppvísir af því að misnota flugmiðana hafa þeir fyrirgert frekari rétti til kaupa á flugmiðum á vegum stéttarfélaganna, Framsýnar, Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Stéttarfélögin

Komu færandi hendi

Það gerist margt skemmtilegt í aðdraganda jóla hér á Skrifstofu stéttarfélaganna. Hér má sjá mynd af því þegar Kristinn Lárusson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir frá Brúarási komu færandi hendi með jólasíld sem verkuð var hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn í desember síðastliðnum. Þetta framtak þeirra féll í góðan jarðveg og síldin skubbaðist upp á mettíma. Við þökkum fyrir okkur!

Fiskvinnslunámsskeið standa yfir

Þessa dagana standa yfir Fiskvinnslunámsskeið hjá starfsmönnum GPG Seafood á Raufarhöfn og Húsavík. Starfsmenn stéttarfélaganna tóku að sér kennslu hluta námskeiðanna á báðum stöðum. Kennslan getur verið nokkur áskorun þar sem nemarnir eru af nokkrum þjóðernum. Á námsskeiðinu á Raufarhöfn voru til að mynda nemar af sex þjóðernum.

 

Meðfylgjandi myndir eru teknar á námsskeiðunum báðum.

Fundað með Samtökum atvinnulífsins á næstu dögum

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fundaði á föstudaginn um stöðunna í kjaraviðræðunum og næstu skref. Á fundinum var samþykkt erindi frá Eflingu um áframhaldandi samstarf í undirhópum vegna einstakra starfsgreina í kjarasamningunum. Á fundinum var jafnframt farið ítarlega yfir vinnu næstu vikna og fyrirhuguð fundahöld með SA í þessari viku. Varaformaður Framsýnar, Ósk Helgadóttir, var á fundinum og stóð vaktina fyrir félagið.

Sérstök áhersla verði lögð á húsnæðismál í viðræðum við ríkið, ekki síst á landsbyggðinni

Framsýn hefur lengi haft áhyggjur af stöðu fólks, ekki síst á landsbyggðinni, sem hefur ekki aðgengi að viðráðanlegum úrræðum í húsnæðismálum. Það á bæði við um leiguhúsnæði og eins íbúðakaup. Í yfirstandandi kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins og á fundum með stjórnvöldum hafa forystumenn verkalýðshreyfingarinnar komið þeim skilaboðum skýrt á framfæri að ein af mikilvægustu kröfum hreyfingarinnar sé að skapa aðstæður fyrir tekjulítið fólk til að verða sér úti um húsnæði á viðráðanlegum lána- eða leigukjörum.

Með bréfi til Alþýðusambands Íslands í dag, sem fer fyrir viðræðunum við ríkið, taldi Framsýn stéttarfélag rétt að árétta kröfu félagsins um að horft verði til landsins alls þegar kemur að þessum mikilvæga þætti. Að mati félagsins hefur ekki verið horft nægjanlega vel á stöðu fólks á landsbyggðinni sem býr á svokölluðum „köldum svæðum“ þegar kemur að uppbygginu íbúðahúsnæðis á Íslandi. Framsýn kallar eftir samstarfi ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og húsnæðissamvinnufélaga.

Í bréfi Framsýnar stéttarfélags til ASÍ kemur m.a. fram:

 „Verkalýðshreyfingin hefur lengi talað fyrir því að allir eigi að búa við þau sjálfsögðu mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið burtséð frá efnahag eða búsetu. Í því sambandi nægir að nefna samtöl sem talsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa átt við stjórnvöld á hverjum tíma og yfirlýsingar frá þingum Alþýðusambands Íslands og aðildarfélögum þess.

 Þrátt fyrir stefnu og göfug markmið Alþýðusambands Íslands í húsnæðismálum er vandinn allt of stór víða um land, ekki síst á svokölluðum „köldum svæðum.“ Staðreyndin er að skortur á íbúðarhúsnæði skerðir verulega lífsgæði fjölda fólks á vinnumarkaði og hamlar viðgangi samfélaga á viðkomandi stöðum.  

 Húsnæðisvandinn endurspeglast ekki síst í kröfugerðum verkalýðshreyfingarinnar um þessar mundir þar sem bent hefur verið á að tillögur stjórnvalda í húsnæðismálum geti liðkað fyrir samningaviðræðum á vinnumarkaði.

 Inn í þá umræðu vill Framsýn stéttarfélag koma þeim skilaboðum til Alþýðusambands Íslands að horft verði til þess í viðræðum við stjórnvöld að hugað verði að landinu öllu þegar kemur að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Að mati Framsýnar hefur ekki verið horft til landsins alls þegar kemur að úrræðum fyrir fólk sem vill skapa sér aðstæður til að eignast eða leigja íbúðarhúsnæði. Úrræðin hafi um of einskorðast við höfuðborgarsvæðið og stærstu þéttbýlisstaðina.

 Því miður hafa tillögur stjórnvalda gengið of skammt hvað landsbyggðina varðar og þá hefur Bjarg íbúðafélag, sem stofnað var til af verkalýðshreyfingunni, ekki mætt þessum þörfum þrátt fyrir að veruleg atvinnuuppbygging hafi átt sér stað á landsbyggðinni s.s. á félagssvæði Framsýnar í Þingeyjarsýslum.“

 Sem innlegg inn í umræðuna við stjórnvöld beinir Framsýn þeim tilmælum til Alþýðusambands Íslands að þörfum landsbyggðarinnar á lausn mála hvað varðar íbúðabyggingar og fjármögnunarleiðir verði komið vel á framfæri, ekki síður en fyrirliggjandi þörf á höfuðborgarsvæðinu.

 Lykillinn af raunverulegum breytingum á núverandi ófremdarástandi er að stjórnvöld leggi fram ábyrgar tillögur til lausnar á vandanum í samráði við hagsmunaaðila eins og sveitarfélög, stéttarfélög og húsnæðissamvinnufélög.

 

Nýtt verð á flugfargjaldum komið í gildi

Við minnum á að flugfargjöld á vegum stéttarfélaganna hækkaði 1. janúar síðastliðin og kostar nú 10.300. Verðið byggir á nýju samkomulagi sem Framsýn gerði við Flugfélagið Erni um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Framsýn í umboði Skrifstofu stéttarfélaganna keypti 4800 fargjöld sem jafngildir ársnotkun félagsmanna. Vegna verðlagsbreytinga og aukins kostnaðar í rekstri flugfélagsins náðist ekki að viðhalda óbreyttu verði sem hafði verið frá árinu 2015.

Trúnaðarmannanámskeið í byrjun apríl

Framsýn stendur fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði í byrjun apríl. Það er 1. og 2. apríl, sem er mánudagur og þriðjudagur. Ætlast er til þess að allir trúnaðarmenn Framsýnar sæki námskeiðið sem jafnframt verður opið þeim trúnaðarmönnum sem eru í öðrum stéttarfélögum á svæðinu eins og Starfsmannafélagi Húsavíkur, Þingiðn og Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Reiknað er með að halda námskeiðið á Húsavík í fundaraðstöðu stéttarfélaganna.

Stéttarfélögin stóðu fyrir tveggja daga fjölmennu trúnaðarmannanámskeiði á síðasta ári sem fór vel fram.

 

Samþykkt að afturkalla samningsumboðið verði ekki kominn skriður á samningaviðræður í byrjun janúar

Á baráttufundi sem Framsýn boðaði til í dag með stjórn félagsins, trúnaðarráði, samninganefnd, trúnaðarmönnum og stjórn Framsýnar-ung var samþykkt að félagið sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu um stöðu yfirstandandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Mikil óánægja kom fram á fundinum með stöðu mála og að ekki hefði náðst samstaða innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands að vísa deilunni til ríkissáttasemjara fyrir jól.

Fundarmenn voru á einu máli um að veita formanni Framsýnar fullt umboð til að draga samningsumboðið til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

Yfirlýsing
-Vegna yfirstandandi kjaraviðræðna SGS og SA-

 „Framsýn stéttarfélag kallar eftir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna samtakanna og Starfsgreinasambands Íslands.

Gegn vilja Framsýnar samþykkti meirihluti aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands að segja ekki upp kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins í febrúar 2018 þrátt fyrir að forsendur samninga væru brostnar.

 Á sama tíma lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að mikilvægt væri að hefja viðræður strax með það að markmiði að klára gerð kjarasamninga fyrir áramót. Því miður hafa samtökin ekki staðið við fyrri yfirlýsingar og lítill vilji virðist vera til þess að ganga frá kjarasamningi á nótum kröfugerðar Starfsgreinasambandsins sem byggir á sanngirni og opinberum viðmiðum varðandi framfærsluþörf einstaklinga.

 Ekki síst í ljósi þessa hafa þegar tvö af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins dregið samningsumboðið til baka og vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það er skoðun Framsýnar að Starfsgreinasamband Íslands eigi að vísa deilunni þegar í stað til ríkissáttasemjara. Fyrir liggur að atvinnulífið sparar sér um 4 milljarða á mánuði meðan ekki er samið. Á sama tíma eru félagsmenn Starfsgreinasambandsins samningslausir og verða af launahækkunum 1. janúar 2019.

Framsýn felur formanni að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.“

 

Samninganefnd Framsýnar boðuð til fundar í dag til að ræða stöðuna

Samninganefnd Framsýnar kemur saman til fundar í dag, föstudaginn 28. desember kl. 17:00. Trúnaðarmenn félagsins á vinnustöðum og stjórn Framsýnar-ung er einnig boðið að sitja fundinn. Í heildina hafa um 60 manns seturétt á fundinum. Tilgangur fundarins er að fara yfir stöðuna eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness ákváðu vegna óánægju að afturkalla samningsumboðið frá Starfsgreinasambandi Íslands. Fyrir liggur að taka ákvörðun um afstöðu Framsýnar til stöðunnar en verulegrar óánægju gætir meðal félagsmanna með stöðu mála, það er að Starfsgreinasambandið hafi ekki tekið ákvörðun um að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

 

Aðalfundi Sjómannadeildar Framsýnar lokið

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í dag. Að venju fór fundurinn vel fram og góðar umræður urðu um starfsemi deildarinnar, frjálsa félagaaðild, uppsagnir í sjávarútvegi og komandi kjaraviðræður við útgerðarmenn en kjarasamningur Sjómannasambands Íslands og samtaka útgerðarmanna rennur út í lok næsta árs. Þá var gengið frá kjöri á nýrri stjórn sem er eftirfarandi: 

Jakob Gunnar Hjaltalín formaður
Heiðar Valur Hafliðason varaformaður
Björn Viðar ritari
Börkur Kjartansson meðstjórnandi
Aðalgeir Sigurgeirsson meðstjórnandi

Meðfylgjandi er skýrsla stjórnar sem formaður deildarinnar flutti á fundinum.

Ágætu sjómenn!

Ég vil fyrir hönd stjórnar Sjómannadeildar Framsýnar bjóða ykkur velkomna til fundarins um leið og ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Hér á eftir verður stiklað á stóru úr starfi Sjómannadeildar Framsýnar á starfsárinu 2019, jafnframt því að svara spurningum fundarmanna um allt það sem viðkemur starfseminni á árinu sem er að líða.

Fjöldi sjómanna í deildinni:

Alls eru 97 sjómenn skráðir í deildina í árslok 2018, það eru starfandi sjómenn og þeir sjómenn sem hætt hafa sjómennsku vegna aldurs eða örorku. Af þessum 97 sjómönnum greiddu 87 sjómenn félagsgjald til félagsins á árinu sem er að líða.

Stjórnarmenn og fundir:

Stjórn deildarinnar var þannig skipuð á síðasta starfsári: Jakob G. Hjaltalín formaður, Heiðar Valur Hafliðason varaformaður, Björn Viðar ritari og Reynir Hilmarsson og Kristján Hjaltalín meðstjórnendur. Stjórnin hélt einn formlegan stjórnarfund á árinu auk þess sem stjórnarmenn voru í símasambandi þegar á þurfti að halda. Formaður deildarinnar situr í stjórn Framsýnar sem fundar reglulega. Þar hefur hann fylgt eftir málefnum sjómanna og átt gott samstarf við stjórn og starfsmenn Framsýnar. Sjómannadeild Framsýnar og reyndar aðalstjórn félagsins kom jafnframt að ýmsum málum er varða sjómenn á starfsárinu. Formaður deildarinnar hefur einnig sótt fundi á vegum Sjómannasambandsins á hverjum tíma.

Heiðrun sjómanna og sjómannadagurinn:

Að venju stóð Sjómannadeildin fyrir heiðrun á sjómannadaginn. Að þessu sinni var ákveðið að heiðra Vilhjálm Pálsson og Björgunarsveitina Garðar fyrir björgunarstörf á sjó. Vilhjálmur hefur lengi farið fyrir björgunarsveitinni og beitti sér fyrir stofnun hennar á sínum tíma. Þá er óhætt að segja að það fylgi því ákveðið öryggi fyrir sjófarendur að vita af öflugri björgunarsveit í landi á hverjum tíma. Sjómannadeildin kom að því að styrkja hátíðarhöld sjómannadagsins á Húsavík og á Raufarhöfn með fjárstuðningi auk þess að standa fyrir sumarkaffi á Raufarhöfn á föstudeginum fyrir sjómannadaginn. Deildin hefur gert það í nokkur ár, en kaffiboðið hefur notið mikilla vinsælda meðal sjómanna, bæjarbúa og gesta sem átt hafa leið um Raufarhöfn.

Þing SSÍ og sameining sjómannafélaga:

Reglulegt þing Sjómannasambands Íslands var haldið í Reykjavík 11. – 12. október 2018. Fulltrúi Sjómannadeildar Framsýnar á fundinum var Jakob Gunnar Hjaltalín. Þingið var fjörugt enda höfðu talsmenn nokkurra „hreinna“ sjómannafélaga boðað sameiningu sjómannafélaga í eitt stórt sjómannafélag og úrsögn úr Sjómannasambandi Íslands. Þrjú sjómannafélög innan SSÍ voru í viðræðum um sameiningu við tvö félög sjómanna sem standa utan SSÍ. Fyrir lá að ef af sameiningu þessara fimm sjómannafélaga hefði orðið yrði hið sameinaða félag ekki innan Sjómannasambands Íslands. Afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir næstu tvö ár og stjórnarkjöri fyrir sambandið var því frestað vegna óvissunnar. Boðað var til framhaldsþings þann 30. nóvember til að ljúka þingstörfum 31. þings sambandsins. Á framhaldsþinginu var kosin ný stjórn til næstu tveggja ára. Jakob G. Hjaltalín hlaut áfram kjör í vara sambandsstjórn. Á þinginu voru samþykktar ályktanir um kjara- og atvinnumál og um öryggis og tryggingamál sem eru meðfylgjandi ársskýrslunni. Að mati Sjómannadeildar Framsýnar hefði það ekki verið gæfuspor fyrir sjómenn ef ákveðin félög hefðu sameinast og sagt sig úr Sjómannasambandi Íslands. Sterkari saman er lykillinn að kjarabótum fyrir sjómenn ekki sundrung.

Starfsemi sjómannafélaga:

Málefni Sjómannafélags Íslands, áður Sjómannafélags Reykjavíkur hafa töluvert verið í umræðunni undanfarið. Þar kemur til að frambjóðenda til formanns, Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, hefur verið meinað að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir félagið sem virðist á mjög hæpnum forsendum. Þá sagði Sjómannafélag Íslands sig úr Alþýðusambandi Íslands á sínum tíma og fellur því ekki undir eftirlit sambandsins líkt og Framsýn, stéttarfélag sem þarf að standa skil á skýrslum um starfsemina og ársreikningum til sambandsins enda Alþýðusambandinu ætlað ákveðið eftirlitshlutverk með aðildarfélögum sambandsins. Sjómannafélag Íslands kom sér undan þessu eftirliti og aðhaldi með úrsögn úr Alþýðusambandinu og með því að ganga jafnframt úr Sjómannasambandi Íslands. Sjómannadeild Framsýnar gerir þá kröfu til sjómannafélaga að þau starfi með lýðræðislegum hætti og greiði leið félagsmanna til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir félögin.

Uppsagnir og staða sjómanna:

Nýlega var 36 sjó­mönn­um í áhöfn frysti­tog­ar­ans Guðmund­ar á Nesi sagt upp störf­um eft­ir að Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur (ÚR) ákvað að selja tog­ar­ann. Tæplega þriðjungur áhafnarinnar er í Framsýn stéttarfélagi og er þetta því bæði mikið högg fyrir sjómenn útgerðarfyrirtækisins og Sjómannadeild Framsýnar. Framsýn hefur þegar skorað á ÚR að hætta við söluna á skipinu. Í til­kynn­ingu frá útgerðarfé­lag­inu seg­ist fyrirtækið harma aðgerðirn­ar. Í upp­hafi þessa árs gerði fyrirtækið út fjóra frysti­tog­ara frá Reykja­vík. Í upp­hafi næsta árs mun fé­lagið aðeins gera út einn slík­an, Kleif­a­berg, og þá mun sjó­mönn­um fé­lags­ins hafa fækkað um sam­tals 136. Í til­kynn­ingu útgerðarfyrirtækisins seg­ir að ástæður þess­ar­ar óheillaþró­un­ar séu fjölmarg­ar en þær helstu eru „erfiðar rekstr­araðstæður frysti­tog­ara sem stjórn­völd á Íslandi beri verulega ábyrgð á með óhóf­legri gjald­töku stimp­il- og veiðigjalda.“ Þá er verk­fall sjó­manna í fyrra einnig tekið inn í mynd­ina og seg­ir fé­lagið að kjara­samn­ing­ar í kjöl­far verk­falls­ins hafi gert rekst­ur frysti­tog­ara erfiðan við Ísland. Því miður er með ólíkindum hvað sumar útgerðir þessa lands geta lagst lágt í að verja gjörðir sínar. Það að halda því fram að verkfall sjómanna hafi leitt til þess að útgerðir þurfi að losa sig við fiskiskip er algjör fjarstæða og til skammar fyrir viðkomandi útgerðir sem halda slíku fram. Talandi um veiðigjöld hafa þau ekki verið meira íþyngjandi en svo að búið er að endurnýja flotann að töluverðu leyti á síðustu árum auk þess sem öflug skip eru í smíðum erlendis. Þá hefur ekki vantað að hluthafar þessara sömu fyrirtækja hafi verið að greiða sér svimandi háar arðgreiðslur sem eiga sér vart hliðstæður í íslensku viðskiptalífi. Það að halda því fram að veiðigjöld og verkföll sjómanna hafi skapað þessa stöðu er því algjör brandari og á skjön við veruleikann svo ekki sé meira sagt. Reyndar mikil lítilsvirðing við sjómenn. Eðlilega er sjómönnum brugðið sem síðustu vikurnar og mánuði hafa misst vinnuna eða eru með uppsagnarbréfin í vasanum. Vegna stöðunnar hafa sjómenn töluvert verið í sambandi við Framsýn sem leitast hefur við að svara fyrirspurnum sjómanna í samráði við Sjómannasamband Íslands. Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir auknu siðferði meðal útgerðarmanna og að lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í fyrirtækjum sem haga sér með þessum hætti. Samkvæmt lögum eru lífeyrissjóðir eign sjóðsfélaga. Útgerðarmenn eiga ekki að komast upp með að gambla með lífeyrissjóði sjómanna eða annarra sjóðsfélaga í eigin þágu og grafa þannig undan stöðu sjómanna og lífsviðurværi þeirra eins og dæmin sanna. Þess vegna taldi Framsýn rétt að skora á Lífeyrissjóðinn Gildi að endurskoða fjárfestingastefnu sjóðsins er viðkemur þeim fyrirtækjum sem haga sér með þeim hætti sem endurspeglast í vinnubrögðum Útgerðarfélags Reykjavíkur og HB Granda. Það verður aldrei friður um fjárfestingar lífeyrissjóða meðan fyrirtæki haga sér með þessum hætti í skjóli fjármagns frá lífeyrissjóðum.

Fræðslumál:

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Markmið sjóðsins er að treysta stöðu sjómanna á vinnumarkaði með því að gefa þeim kost á að efla og endurnýja þekkingu sína og gera þá hæfari til að takast á við ný og breytt verkefni. Helstu verkefni Sjómenntar eru m.a. að styrkja starfstengt nám og námskeið fyrir sjómenn. Það er von okkar að þessi sjóður verði vel nýttur jafnt af útgerðarfyrirtækjum sem og sjómönnum sjálfum. Þá er rétt að taka fram að Fræðslusjóður Framsýnar hefur auk þess komið að því að styðja við bakið á sjómönnum í kostnaðarsömu námi. Þeir sem vilja fræðast frekar um úthlutunarreglur sjóðina er bent á að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna sem veitir frekari upplýsingar.

Skrifstofa stéttarfélaganna:

Rekstur skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á síðasta starfsári. Í dag starfa 7 starfsmenn á skrifstofunni. Þar af er einn í 50% starfi við vinnustaðaeftirlit og þá er einn starfsmaður í hlutastarfi við þrif og ræstingar. Til viðbótar eru þrír starfsmenn í 0,4% stöðugildum við umsjón á orlofsíbúðum/húsum sem eru í eigu félagsins og við þjónustu við félagsmenn Framsýnar á Raufarhöfn. Af þeim 7 starfsmönnum sem starfa á skrifstofunni er einn kostaður af VIRK starfsendurhæfingarsjóði.

Öflugt starf og upplýsingamál:

Almennt hefur starfsemi Framsýnar gengið vel á árinu, starfið hefur verið öflugt á flestum sviðum enda mikið lagt upp úr því að tryggja félagsmönnum góða þjónustu og aðgengi að öflugum sjóðum s.s. sjúkra- og starfsmenntasjóðum. Þá undirritaði félagið á dögunum nýjan samning við Flugfélagið Erni sem tryggir félagsmönnum áframhaldandi afsláttarkjör á flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur á árinu 2019. Ekki tókst að viðhalda sama góða verðinu. Þess í stað hækkar fargjaldið í kr. 10.300 frá og með næstu áramótum og verður áfram aðeins brot af fullu fargjaldi á flugleiðinni, Húsavík-Reykjavík. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir helstu störfum deildarinnar á umliðnu starfsári. Það er von stjórnar að félagsmenn séu nokkuð vísari um starfsemi hennar á því starfsári sem hér er til umræðu. Einnig er ástæða til að minna á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is og Fréttabréf stéttarfélaganna sem ætlað er að miðla upplýsingum til félagsmanna á hverjum tíma.

Í lokin vil ég þakka sjómönnum, meðstjórnendum og starfsmönnum Framsýnar fyrir samstarfið á liðnu ári sem verið hefur með miklum ágætum. Þá vil ég þakka þeim sem falla úr stjórn deildarinnar sérstaklega fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar á umliðnu starfsári.

Jakob Gunnar Hjaltalín

Ályktun um kjara- og atvinnumál:
31. þind Sjómannasambands Íslands beinir því til Alþingis að sjá til þess að viðskipti með fisk milli útgerðar og fiskvinnslu verði gagnsæ og uppfylli skilyrði um heilbrigða samkeppni og góða viðskiptahætti. Einnig krefst þingið þess að fyrirtækjum í sjávarútvegi verði gert skylt að skila öllum upplýsingum um framleiddar afurðir og söluverð þeirra til Hagstofu Íslands. Með því móti er hægt að treysta því að mælingar á breytingum á afurðaverði séu réttar á hverjum tíma.

31. þing Sjómannasambands Íslands hvetur til þess að samtök útgerðarmanna skoði fjarskiptamál sjómanna með það að markmiði að lækka kostnað þeirra vegna fjarskipta þannig að hann verði sambærilegur við fjarskiptakostnað annarra landsmanna.

31. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að útgerðir og skipstjórnarmenn virði lögbundinn rétt sjómanna til hvíldar og fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda um lágmarks hvíldartíma sjómanna. Jafnframt fagnar þingið könnun á hvíldar- og vinnutíma íslenskra sjómanna. Þingið telur að aðkoma sjómannasamtakanna að könnuninni sé algert lykilatriði og að hún sé unnin í nánu samstarfi við sjómennina sjálfa eins og fyrirhugað er. Ekkert má skyggja á trúverðugleika könnunarinnar að mati þingsins. Þingið telur að gera þurfi slíkar athuganir reglulega þannig að fyllsta öryggis sé ávallt gætt um borð í skipum.

  1. þing Sjómannasambands Íslands skorar á Íslenska útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn. Vantraust hefur farið vaxandi milli sjómanna og útgerðarmanna undanfarin misseri. Í sumum tilfellum er um algeran trúnaðarbrest að ræða. Skapa þarf nýtt traust milli aðila þannig að sjómenn og útgerðarmenn þessa lands geti talað saman á mannlegum nótum með það að leiðarljósi að báðir komi með reisn frá þeim samskiptum.

31. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að vigtunarreglur verði endurskoðaðar. Afli verði full vigtaður á löggiltri hafnarvog þar sem ísprósenta er ákveðin og endurvigtunarleyfi verði afnumin. Að öðrum kosti sjái opinberir aðilar um alla endurvigtun.

  1. þing Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir til að gera átak í starfsmenntun sjómanna í samstarfi við Sjómennt og stéttarfélög sjómanna. Einnig hvetur þingið útgerðir til að styðja við menntun sjómanna með því að greiða gjald í starfsmenntunarsjóð eins og aðrir atvinnurekendur gera.

31. þing Sjómannasambands Íslands fagnar smíði nýs skips til hafrannsókna. Þingið hvetur stjórnvöld í framhaldinu til að auka verulega framlög til hafrannsókna. Fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar á umhverfi hafsins á norðurslóðum á næstu árum og áratugum. Vegna mikilvægis sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslendinga er að mati þingsins nauðsynlegt að efla haf- og fiskirannsóknir umhverfis landið til að hægt sé að meta áhrif umhverfisbreytinganna á fiskistofna við Ísland

  1. þing Sjómannasambands Íslands mótmælir því harðlega að sjómenn fái aðeins uppgert úr 20% af andvirði VS afla. Þingið leggur til við stjórnvöld að ýmsar ívilnanir í lögunum um stjórn fiskveiða verði afnumdar, svo sem línuívilnun, byggðarkvóti og VS afli.

31.þing Sjómannasambands Íslands vísar á bug kröfu útgerðarmanna um verulega lækkun launa vegna veiðigjalda og annars rekstrarkostnaðar. Veiðigjöldin eru skattur á útgerðina sem stjórnvöld kjósa að leggja á hagnað hennar sem er sjómönnum óviðkomandi.

  1. þing Sjómannasambands Íslands hvetur til varkárni þegar rafrænt eftirlit er stundað um borð í skipum. Augljóslega er rafrænt eftirlit til bóta þegar öryggi skipverja og skips á í hlut. Skilja verður algerlega milli vinnu og friðhelgis einkalífs skipverja. Skipið er jú bæði vinnustaður og heimili sjómannsins. Þingið er sammála því að aukið rafrænt eftirlit verði haft með löndun úr íslenskum skipum til að koma í veg fyrir löndun fram hjá vigt.

31.þing Sjómannasambands Íslands telur að framkomið frumvarp til laga um veiðigjald færi álagningargrunninn nær í tíma sem er til bóta en mótmælir því að útgerðin geti flutt hagnað frá veiðum til vinnslu.

Ályktun um öryggis- og tryggingamál:

31.þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að stjórnvöld tryggi Landhelgisgæslu Íslands nægt fé til rekstrar. Sérstaklega á þetta við um rekstur þyrlusveitarinnar. Lífsspursmál er fyrir íslensku þjóðina að þyrlur séu til staðar þegar slys eða veikindi ber að höndum eins og dæmin sanna. Til að öryggi sé sem best tryggt þarf að mati þingsins að staðsetja þyrlur víðar um landið en nú er gert. Jafnframt fagnar þingið þeim áformum stjórnvalda að leggja fram aukið fé til þyrlukaupa.

 

  1. þing Sjómannasambands Íslands bendir á auknar siglingar skemmtiferðaskipa umhverfis landið. Mikilvægt er að til sé hér á landi viðbragðsáætlun þannig að ekki verði stórslys verði óhapp vegna aukinnar umferðar þessara skipa.

 

  1. þing Sjómannasambands Íslands hvetur áhafnir skipa og stjórnendur útgerða til að sjá til þess að björgunaræfingar séu haldnar reglulega um borð eins og lög og reglur mæla fyrir um. Því telur þingið nauðsynleg að tryggt verði fjármagn í að fylgja þessu eftir með opinberu eftirliti. Jafnframt telur þingið nauðsynlegt að öll áhöfnin staðfesti með undirskrift að æfing hafi verið haldin um borð. Þannig er komið í veg fyrir málamyndaæfingar. Einnig skorar þingið á yfirmenn fiskiskipa að sjá til þess að nýliðar fái lögbundna fræðslu um öryggisbúnað og hættur um borð.

 

  1. þing Sjómannasambands Íslands beinir þeim tilmælum til Slysavarnaskóla sjómanna að taka upp samstarf við slysavarnadeildir, slökkvilið og stéttarfélög sjómanna víðs vegar um landið um að koma á endurmenntunarnámskeiðum í heimabyggð.

 

  1. þing Sjómannasambands Íslands þakkar Slysavarnaskóla sjómanna fyrir frábært starf að slysavörnum og hvetur jafnframt til áframhaldandi árvekni í þessum málaflokki.

 

  1. þing Sjómannasambands Íslands mótmælir harðlega þeirri tilhneigingu einstakra útgerðarmanna að fækka í áhöfn skipa á kostnað öryggis skipverja. Þingið hvetur stjórnvöld til að láta gera rannsókn á afleiðingum fækkunar í áhöfn vegna aukins vinnuálags sem af því leiðir. Í framhaldi verði sett lög um lágmarks mönnum fiskiskipa við veiðar eftir stærð, gerð og veiðiaðferðum.

 

  1. þing Sjómannasambands Íslands fer fram á að sá vinnufatnaður sem útgerðin lætur skipverjum í té sé frá viðurkenndum framleiðendum sem sérhæfa sig í framleiðslu sjófatnaðar. Þingið ítrekar að útgerðarmenn standi við ákvæði kjarasamningsins hvað þetta varðar. Vinnufatnaður verði jafnframt keyptur í samráði við áhafnir.

 

  1. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að stjórnvöld samræmi reglur um vinnuaðstöðu sjómanna til jafns við reglur um vinnustaði í landi, t.d. um loft- og neysluvatnsgæði og hávaða á vinnustað.

 

  1. þing Sjómannasambands Íslands hvetur Samgöngustofu til að fylgjast vel með öryggisbúnaði skipa og afnema allar undanþágur vegna ágalla í öryggisbúnaði. Einnig hvetur þingið til þess að allar reglur um öryggisbúnað verði samræmdar burtséð frá aldri skipa.

31. þing Sjómannasambands Íslands hvetur til þess að nýtt lögskráningarkerfi sjómanna verði tekið í notkun hið fyrsta. Það kerfi sem nú er notað er löngu úr sér gengið og lítið á það að treysta.

  1. þing Sjómannasambands Íslands áréttar að öll vímu- og áfengispróf verði framkvæmd af fagfólki á heilsugæslustöð og lög um persónuvernd verði virt við slík próf.

Það er alltaf fjör á fundum í Sjómannadeild Framsýnar.

 

 

Þrír meistarar í heimsókn

Það er alltaf líf á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Til fróðleiks má geta þess að yfir þúsund erindi berast til skrifstofunnar í hverjum mánuði sem kalla á frekari úrvinnslu. Þessir höfðingar áttu t.d. erindi á skrifstofuna í dag. Við það tækifæri komu þeir við hjá formanni Framsýnar til að leggja honum lífsreglurnar, það er Jónas Kristjánsson, Þorgrímur Sigurjónsson og Þórarinn Illugason. Að sjálfsögðu fengu menn sér í nefið.

 

Ánægður með nýja forystu ASÍ og starf ASÍ-UNG

Á stjórnar- og trúnaðarráðsfundi Framsýnar á dögunum var Aðalbjörn Jóhannsson formaður ASÍ-UNG heiðursgestur en Aðalbjörn starfar hjá Sjóböðunum á Húsavík og er félagsmaður í Framsýn. Aðalbjörn var áður formaður Framsýnar-ung. Á fundinum gerði Aðalbjörn grein fyrir starfsemi ungliðaráðsins innan Alþýðusambandsins. Hann var ánægður með starfið og nýja forystu ASÍ sem hefði skilning á mikilvægi þess að halda úti öflugu ungliðastarfi sem hann sagði mikilvægt að efla enn frekar. Þá sá Aðalbjörn einnig ástæðu til að þakka Framsýn fyrir viðhorf félagsins til ungliðastarfs sem ætti að vera öðrum stéttarfélögum ákeðin fyrirmynd.

Til viðbótar má geta þess að Framsýn hefur boðið fram húsnæði undir starfsemi ASÍ-UNG sem Alþýðusambandið hefur meðtekið og þakkað fyrir. Fram hefur komið að unnið er að því að skipuleggja starfið og ekki liggur fyrir hvernig því verður háttað og hvort ASÍ muni þiggja skrifstofuhúsnæði undir formann ASÍ-UNG meðan félagsmaður Framsýnar gegnir því hlutverki. Það mun koma síðar í ljós.

Aðalbjörn er hér með stjórnarmönnum úr Framsýn-ung, þeim Sunnu, Ásrúnu og Heiði Elínu á jólafundi Framsýnar. Guðmunda Steina er með þeim í stjórn en hún komst ekki á fundinn.

 

 

Gleði á jólafundi Framsýnar

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar fyrir jólin. Mörg mál voru á dagskrá fundarins. Í lok fundar var síðan boðið upp á kvöldverð frá Fosshótel Húsavík og skemmtiatriði sem fundarmenn sáu sjálfir um. Hefð er fyrir því að halda útvíkkaðan fund stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar í desember. Auk fulltrúa úr stjórn og trúnaðarráði var starfsmönnum félagsins, stjórn sjúkrasjóðs, trúnaðarmönnum og stjórnarmönnum í Framsýn-ung boðið að sitja fundinn. Heiðursgestir fundarins voru Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar og Aðalbjörn Jóhannsson formaður ASÍ-UNG. Fundurinn fór vel fram, sjá meðfylgjandi myndir frá kvöldinu en mikið er lagt upp úr hópefli innan Framsýnar enda mikilvægt að það sé bæði skemmtilegt og gefandi að taka þátt í verkalýðsbaráttu. Um þessar mundir er frábært fólk sem kemur að störfum fyrir félagið.