Fundað og fundað – Mikil og góð vinna í gangi

Bandalag fjögurra stéttarfélaga innan SGS og VR ásamt fulltrúa frá LÍV hafa síðustu daga setið á undirbúningsfundum, vinnufundum og sáttafundum með Samtökum atvinnulífsins. Eins og fram hefur komið er Framsýn eitt af þessum félögum sem kemur að þessari vinnu og hefur formaður félagsins, Aðalsteinn Árni, verið bundinn í Reykjavík frá því í síðustu viku þar sem félagið taldi sér ekki fært að vera lengur innan annarra aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands vegna skoðana ágreinings um breytingar á vinnutíma og álögum og sagði því skilið við sambandið. Framsýn var tekið fagnandi af þeim félögum innan SGS og LÍV sem völdu að fara aðrar leiðir. Heimasíðan náði sambandi við Aðalstein í morgun sem sagði mikla vinnu vera í gangi og eftir vinnufundi í dag væri fyrirhugaður sáttafundur hjá ríkissáttasemjara á morgun kl. 10:00. Hann sagði ánægjulegt að sjá þann kraft sem væri í því fólki sem kæmi að þessari vinnu frá félögunum. Allir væru virkjaðir til góðra verka.  Markmiðið væri að gera sitt besta fyrir sína umbjóðendur.

Viðar framkvæmdastjóri Eflingar og Vilhjálmur formaður Verkalýðsfélags Akraness fara yfir ákvæði um vinnutímabreytingar í kjarasamningi.

Hópurinn fer yfir kröfugerðina fyrir morgundaginn.

Skytturnar þrjár, Vilhjálmur, Aðalsteinn Árni og Sólveig Anna velta fyrir sér breytingum sem SGS og SA hafa unnið að og viðkoma vinnutímabreytingum og hvernig best sé að bregðast við þeim.

 

Deila á