Rétt í þessu var samningafundur að hefjast í Karphúsinu í kjardeilu sex félaga innan SGS og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, er á staðnum enda tekur hann þátt í þessum viðræðum fyrir hönd Framsýnar. Þegar heimasíðan hafði samband við hann í morgun vildi hann ekki tjá sig um stöðuna enda bundinn trúnaði en samkvæmt fréttum í fjölmiðlum í gær hafa viðræður þokast áfram. Vonandi gengur það eftir í dag og næstu daga þurfi þess með.
Sólveig Anna formaður Eflingar og formaður Framsýnar hafa átt gott samstarf í yfirstandandi kjaraviðræðum við SA. Það hefur verið mikill kraftur í forystufólki stéttarfélaganna sex sem standa saman í viðræðunum við SA.