Guðmundur í Nesi seldur

Aflaskipið Guðmundur í Nesi RE 13 var nýlega seldur til Grænlands. Við það missa flestir vinnuna um borð en um þriðjungur áhafnarinnar hefur valið að greiða félagsgjald til Framsýnar. Félagið hefur verið félagsmönnum innan handar hvað varðar þeirra réttindi hjá útgerðinni við þessar breytingar. Eðlilega er þetta mikið áfall fyrir áhafnarmeðlimi og fjölskyldur þeirra. Vitað er að einhverjum hefur verið boðið að vera áfram í áhöfn skipsins sem gert verður út frá Grænlandi á grænlenskum kjörum. Guðmundur í Nesi hefur fiskað vel í gegnum tíðina og skilað þjóðinni miklu í formi gjaldeyristekna. Hér má sjá myndir sem Gunnþór Sigurgeirsson lánaði okkur og teknar eru um borð í Guðmundi í Nesi.

Deila á