Tillaga um að afturkalla samningsumboðið frá SGS

Framsýn hefur kallað til áríðandi fundar á morgun kl. 17:00 þar sem ætlunin er að fara yfir stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Allir sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið eða um 60 manns eru boðaðir til fundarins. Fyrir fundinum liggur tillaga um að félagið dragi samningsumboð félagsins frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna óánægju með hugmyndir sem uppi hafa verið um breytingar á yfirvinnuálaginu og skerðingum á neysluhléum starfsmanna. Félagsmenn Framsýnar hafa ítrekað hafnað þessum hugmyndum og komið þeim á framfæri við samninganefnd SGS án þess að afstaða félagsins væri tekin til greina. Þá er vitað að VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur hafa alfarið hafnað þessari leið. Góðar líkur eru á að Framsýn muni óska eftir samstarfi við þessi félög verði samþykkt að afturkalla samningsumboðið á morgun.

Félagsmenn Framsýnar hræðast hugmyndir Samtaka atvinnulífsins um að skerða yfirvinnuálagið og neysluhlé verði aflögð með vinnustaðasamningum, það er á sama tíma og kulnun og streita í starfi er vaxandi vandamál á Íslandi.

Deila á