Formaður Framsýnar fundar í Reykjavík

Formaður Framsýnar fundar þessa dagana í Reykjavík en hann var kallaður suður í Karphúsið skömmu eftir að Framsýn tók til baka samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandi Íslands á þriðjudaginn síðastliðinn.

Eftir að hafa setið fund í gær sem stóð fram á kvöld er ljóst að þessari fundarhrinu er ekki lokið og formaðurinn því bundinn í Reykjavík í dag og alls óvíst hvenær þessari hrinu lýkur.

Deila á