Starfsfólk Íslandspósts óskar eftir inngöngu

Starfsfólk Íslandspósts á Húsavík hefur komið undirskriftarlista á framfæri við fyrirtækið þar sem gerð er krafa um Íslandspóstur hefji samningaviðræður við Framsýn stéttarfélag um gerð kjarasamnings fyrir starfsmenn Íslandspósts í Þingeyjarsýslum. Bent er á að kjarasamningar séu lausir. Jafnframt er komið inn á að Framsýn stéttarfélag sé stéttarfélag í Þingeyjarsýslum sem þjóni sínum félagsmönnum vel. Bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn Íslandspósts á Húsavík hafa tekið eftir miklum missi á því að vera ekki félagsmenn Framsýnar. Þegar síðast fréttist hafði Íslandspóstur ekki tekið afstöðu til vilja starfsmanna sem eru í dag í Póstmannafélagi Íslands en það félag er með kjarasamning við Íslandspóst.

Áhugi er fyrir því meðal starfsmanna Íslandspósts að ganga í Framsýn.

 

Deila á