Tekist á um vinnutímabreytingar

SGS og SA slitu kjaraviðræðum hjá Rík­is­sátta­semj­ara í gær. Björn Snæ­björns­son, formaður SGS, seg­ir vinnu­tíma­mál or­sök slit­anna en Hall­dór Benja­mín Þor­berg­son, formaður SA, seg­ir kjara­samn­inga marg­brotna og erfitt að taka ein­staka hluti út úr.

Aðal­steinn Bald­urs­son, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýn­ar á Húsa­vík, seg­ir viðræðuslit­in í gær engu breyta varðandi fyr­ir­ætl­un fé­lags­ins um að draga samn­ings­um­boð sitt til baka frá SGS.

„Við verðum með fund í dag kl. 17 með stjórn, trúnaðarráði og trúnaðarmönn­um á vinnu­stöðum, alls 60 manns, til þess að fara yfir stöðuna og kalla fram vilja fólks. Fyr­ir fund­in­um ligg­ur til­laga um að draga samn­ings­um­boðið frá SGS. Ástæðan er ein­föld, við höf­um lagst ein­dregið á móti hug­mynd­um SA um breyt­ing­ar á neyslu­hlé­um starfs­manna, leng­ingu dag­vinnu­tíma­bils og lækk­un á yf­ir­vinnu­álagi. Við höf­um ekki náð að fá aðra með okk­ur í þessa veg­ferð inn­an SGS. Við telj­um okk­ur því ekki eiga sam­leið með þeim að klára þessa samn­inga. Við vilj­um ekki sjá þessa kjara­skerðingu fyr­ir okk­ar fólk,“ seg­ir Aðal­steinn í Morg­un­blaðinu í dag og bend­ir á að hug­mynd­ir um breyt­ing­ar á vinnu­tíma hafi meðal ann­ars gert það að verk­um að Efl­ing, Verka­lýðsfé­lag Akra­ness og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lag Grinda­vík­ur héldu sínu samn­ings­um­boði.

Deila á