Stjórn Framsýnar, trúnaðarráð, Framsýn-ung og trúnaðarmenn félagsins hafa verið boðuð til fundar þriðjudaginn 19. mars kl. 17:00 samtals um 60 manns. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna. Tilgangur fundarins er að fara yfir stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og afstöðu Framsýnar til þeirra tillagna sem verið hafa til umræðu um vinnutímabreytingar og álagsgreiðslna vegna yfirvinnu. Lagt er upp úr því að fá skýra afstöðu félagsmanna sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið og þess vegna eru trúnaðarmenn og ungliðar innan Framsýnar boðaðir á fundinn með stjórn, varastjórn og trúnaðarmannaráði félagsins.
Tíðinda er að vænta frá fundi Framsýnar á þriðjudaginn. Staðan í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands verður til umræðu og staðan metin.