Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins krefjast jafnræðis gagnvart veiku fólki

Stéttarfélögum út um allt land, þar á meðal Framsýn, hefur borist beiðni frá Landspítalanum um að nýta orlofsíbúðir félaganna þegar þörf er á að kyrrsetja þungaðar konur/foreldra utan af landi í Reykjavík vegna veikinda. Stéttarfélög hafa byggt upp orlofsíbúðir af miklum metnaði síðustu áratugi fyrir félagsfólk sitt til að auka lífsgæði þeirra og gera fólki kleift að ferðast um landið. Eftir því sem heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hrakar og fólk þarf í auknum mæli að leita sér lækninga til höfuðborgarsvæðisins hafa þessar íbúðir verið nýttar fyrir veikt fólk og þungaðar konur. Stéttarfélögin standa við bakið á sínum félagsmönnum en það er algerlega ófært að treyst sé á að stéttarfélögin bæti fyrir versnandi heilbrigðisþjónustu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Það kemur til viðbótar því vinnutapi sem sífellt lengri vegalengdir og fjarvistir vegna læknisaðstoðar kalla á. Hið opinbera á að sinna skyldum við fólk alls staðar af landinu og ekki treysta á sjóði sem félagsmenn stéttarfélaga hafa byggt upp í áratugi. Það er skýr krafa aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins að hið opinbera tryggi jafnræði á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis og sinni skyldum sínum gagnvart veiku fólki og þunguðum konum sem ekki geta lengur sótt þjónustu í heimabyggð.

Sjómenn innan Framsýnar í verkfall

Í gærkvöldi kl. 21:20 slitnaði upp úr kjaraviðræðunum milli Sjómannasambands Íslands (SSÍ) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Verkfall hjá sjómönnum hófst því kl. 23:00 í gærkvöldi.

Ástæða viðræðuslitanna er fyrst og fremst deila um mönnunarmálin, en samkvæmt kjarasamningi eiga að vera 15 menn á uppsjávarveiðiskipunum og togurunum. Á uppsjávarflotanum hafa útgerðirnar fækkað úr 15 mönnum niður í 8 sem fulltrúar sjómanna telja að sé undirmönnun á þessum skipum. SFS hafnaði kröfu sjómanna um að setja mörk á fækkun skipverja á uppsjávarveiðiskipunum. Á sumum togurum er farið að fækka í 13 menn og höfnuðu útgerðarmenn einnig kröfu sjómanna um að manna togarana eðlilega.

Sátt hafði náðst um fiskverðsmálið og nýsmíðaálagið, sem voru stóru málin ásamt mönnunarmálinu og einnig nokkur önnur smærri mál. Þar sem slitnað hefur upp úr viðræðunum verður ekki boðað til sáttafundar fyrr en eftir um viku tíma. Ljóst er því að félögin þurfa að vera á verkfallsvaktinni næstu daga. Um 30 sjómenn innan Sjómannadeildar Framsýnar eru á leiðinni í verkfall. Rétt er að taka fram að verkfallið nær ekki til sjómanna á smábátum sem fara eftir kjarasamningi Sjómannasambandsins og Landssambands smábátaeigenda.


thorsofn0215-018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjómenn innan Framsýnar á stærri bátum eru komnir í verkfall sem hófst í gærkvöldi.

Stefnir í verkfall hjá sjómönnum í kvöld

Úrslita­tilraun verður gerð eft­ir há­degið í dag til að ná samn­ing­um á milli sjó­manna og út­vegs­manna. Ef ekki tekst að semja í dag kem­ur til boðaðs verk­falls sjó­manna á fiski­skipa­flot­an­um klukk­an 23 í kvöld.

Samn­inga­nefnd­irn­ar hafa að und­an­förnu unnið að sam­komu­lagi um fisk­verðsákv­arðanir. Í gær voru komn­ar upp hug­mynd­ir sem ágæt­is sam­komu­lag virðist vera um.

Í gær var hálfs ann­ars klukku­tíma fund­ur samn­inga­nefnd­anna hjá Rík­is­sátta­semj­ara. Hon­um lauk án niður­stöðu. Samn­inga­nefnd­irn­ar funduðu áfram, í hvor í sínu lagi, fram eft­ir kvöldi. Nýr fund­ur hef­ur verið boðaður hjá Rík­is­sátta­semj­ara klukk­an 13.30 í dag.

ahofn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjómenn innan Framsýnar fara í verkfall í kvöld takist ekki að semja í dag. Verkfallið hefst kl. 23:00. (Þorgeir Baldursson tók myndirnar sem eru meðfylgjandi þessari frétt)

Kauptaxtar á ensku og pólsku

Búið er að þýða kauptaxta samnings Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins yfir á ensku og pólsku. Þetta er mjög gott framtak sem mun nýtast vel eins og staðan er á Íslandi í dag, ekki síst hér á Þingeyjarsýslusvæðinu. Skoða má kauptaxtana með því að velja Framsýn stikunni hér efst á síðunni og velja svo Kauptaxta. Einnig má smella hér.

Kynningarfundur fyrir starfsmenn HSN

Framsýn stendur fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík um nýgerðan stofnanasamning félagsins við HSN þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Samningurinn tekur gildi 1. janúar 2017.
Framsýn, stéttarfélag

Starfsmenn G&M yfirgefa landið: „I was with you today, thank you for what you are doing. You’re gorgeous.“

Undirverktakinn G&M sem verið hefur með verkefni á Þeistareykjum og við Laxárvikrjun á vegum verktakans LNS Saga hefur nú pakkað saman og yfirgefið landið með starfsmenn sína. Síðustu starfsmennirnir fóru frá landinu síðasta föstudag. Frá því að fyrirtækið hóf störf á Þeistareykjum vorið 2015 hafa verið allt að 60 starfsmenn við störf á vegum fyrirtækisins á félagssvæði Framsýnar.
Frá upphafi hefur Framsýn þurft að hafa afskipti af fyrirtækinu þar sem það hefur ekki séð ástæðu til að virða þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Það er þrátt fyrir að Framsýn hafi gengið frá samkomulagi við fyrirtækið haustið 2015 um vinnufyrirkomulag og kjör starfsmanna. Blekkið var varla þornað á samkomulaginu þegar fyrirtækið hófst handa við að brjóta samkomulagið. Það eru ófáir fundirnir sem forsvarsmenn Framsýnar hafa átt með starfsmönnum fyrirtækisins svo ekki sé talað um alla netpóstana sem farið hafa milli aðila vegna þessara samskipta. Í sumar krafðist Framsýn þess að fyrirtækið greiddi starfsmönnum vangoldin laun upp á um 14 milljónir. Um er að ræða leiðréttingu á launum. Jafnframt var þess óskað að aðalverktakinn LNS Saga greiddi launin beint inn á reikning starfsmanna, það er héldi eftir uppgjöri til undirverktakans G&M þannig að leiðréttingin skilaði sér örugglega til starfsmanna.
Á þetta var fallist og leiðréttingin greidd beint inn á reikninga starfsmanna. Eftir stendur krafa Framsýnar um að fyrirtækið greiði starfsmönnum 3 milljónir til viðbótar vegna vangoldinna launa sem tengjast starfsemi fyrirtækisins áður en þeir skráðu sig með útibú á Íslandi í maí 2016. Til viðbótar hefur fyrirtækið ekki staðið við að greiða kjarasamningsbundinn gjöld af starfsmönnum til Framsýnar. Sú upphæð liggur ekki fyrir en verið er að skoða hver hún er. Í því sambandi hefur verið kallað eftir upplýsingum frá G&M í dag.
Starfsmenn G&M voru í sambandi við Framsýn fyrir helgina áður en þeir yfirgáfu landið. Óvissa var um hvernig þeir kæmust suður til Keflavíkur í flug til Póllands. Það mál leystist farsællega og komust þeir suður í tæka tíð. Málinu er hins vegar engan veginn lokið þar sem stjórnendur G&M hafa hótað því að draga af starfsmönnum launaleiðréttinguna sem Framsýn náði fram með samkomulagi við fyrirtækið þar sem þeir kannast ekki við að hafa samþykkt leiðina sem var farinn í gegnum LNS Saga.
Væntanlega verður ekki auðvelt að eiga við fyrirtækið eftir að það hefur yfirgefið landið og hætt starfsemi á Íslandi. Hins vegar verður allt gert til að tryggja starfsmönnum rétt kjör. Framsýn hefur kallað eftir lögum um keðjuábyrgð fyrirtækja og mun berjast fyrir því að slík lög nái fram að ganga á Alþingi.
Eins og þessi frétt ber með sér hefur gífurlegur tími farið í þetta erfiða mál. Það hefur hjálpað mikið til að verkkaupinn Landsvirkjun og aðalverktakinn LNS Saga hafa lagt sitt að mörgum til að liðka fyrir lausn málsins og fyrir það ber að þakka. Framsýn hefur borist miklar og góðar þakkir frá starfsmönnum G&M fyrir baráttu félagsins að tryggja starfsmönnum launakjör samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Framganga Framsýnar hefur spurst út þar sem starfsmenn G&M á höfuðborgarsvæðinu og sem starfa við verkefni á vegum fyrirtækisins í Noregi hafa kallað eftir aðstoð frá félaginu.
Þegar framkvæmdir hófust á „Stór Húsavíkursvæðinu“ vegna uppbyggingu PCC á Bakka gaf Framsýn það út að allt yrði gert til að vinna gegn undirboðum og kjarasamningsbrotum. Við það hefur félagið staðið og mun gera áfram. Nú þegar hafa tvö fyrirtæki yfirgefið svæðið sem rekja má að hluta til afskipta félagsins að þeirra starfsemi þar sem þau hafa ekki virt kjarasamninga.

gm0816-011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikið og gott samband hefur myndast milli erlendra starfsmanna sem tengjast uppbyggingunni á Bakka og forsvarsmanna Framsýnar/Þingiðnar. Hér má sjá póst frá starfsmanni G&M síðasta föstudag eftir að félögin komu að því að aðstoða starfsmenn fyrirtækisins að komast til Keflavíkur í veg fyrir flug til Póllands. „I was with you today, thank you for what you are doing. You’re gorgeous.“

17 milljónir vantaði upp á

Verktakafyrirtækið LNS Saga hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um vanefndir undirverktakans G&M gagnvart starfsmönnum sínum. Í yfirlýsingunni kemur fram að LNS Saga hafi í sumar gert ítarlega skoðun í samstarfi við Vinnumálastofnun og verkalýðsfélög, á því hvort kjarasamningar væru virtir af hálfu G&M við Þeistareykjavirkjun. Kom í ljós að um 17 milljónir króna vantaði upp á í greiðslur til starfsmanna. Heildarupphæð verksamningsins við G&M var yfir 300 milljónir króna á tímabilinu og því hafi skekkjan verið ríflega 5%. Helsta ástæðan hafi verið mistök í gegnisútreikningum af hálfu G&M.
Greiðslur í gegnum íslenska ráðningastofu:
Eftir að ljóst varð að G&M skorti fjármagn til að standa við gerða samninga við LNS Saga hefur LNS Saga náð samningum við G&M um að greiðslur fyrir októberlaunum verða greiddar beint til starfsmanna í gegnum íslenska ráðgjafaskrifstofu sem unnið hefur fyrir G&M. Starfsmenn hafa fengið tilboð um að halda áfram störfum. Þar segir einnig að fullyrðingar um að LNS Saga noti erlenda starfsmenn til að undirbjóða aðra verktaka í samkeppni um verkefni standist ekki skoðun.
Yfirlýsingin í heild sinni:
G&M hefur starfað á Íslandi í eitt og hálft ár sem undirverktaki LNS Saga. Fyrirtækið hafði á að skipa miklum fjölda af reyndu og duglegu fólki sem hefur reynst ágætlega í verkefnum hér á landi. Í öllum samningum LNS Saga við G&M eru skýr ákvæði um að fylgja beri íslenskum lögum og kjarasamningum.
Í sumar gerði LNS Saga, í samstarfi við Vinnumálastofnun og verkalýðsfélög, ítarlega skoðun á því hvort kjarasamningar væru virtir af hálfu G&M við Þeistareykjavirkjun. Tímaskráningar, viðvera starfsmanna og launaseðlar voru skoðuð og að lokum greiðslukvittanir frá bönkum. Niðurstaða skoðunarinnar var að um það bil 17 milljónir íslenskra króna vantaði upp á í greiðslur til starfsmanna. Heildarupphæð verksamningsins við G&M var á tímabilinu var yfir 300 milljónir. Skekkjan var því ríflega 5% Ein helsta ástæða þessa voru mistök í gengisútreikningum af hálfu G&M, en á þessu tímabili hafði krónan styrkst talsvert.
Nú í haust kom á daginn að G&M skorti fjárhagslegt bolmagn til að halda úti starfsmannahópnum á Íslandi og tók að draga launagreiðslur frá fyrirtækinu til starfsmanna sinna. LNS Saga flýtti greiðslum til fyrirtækisins til að liðka fyrir lausn málsins, en það dugði ekki til og að lokum varð ljóst að fyrirtækið skorti fjármagn til að standa við gerða samninga við LNS Saga.
Frá þeim tíma hefur LNS Saga unnið að því að viðhalda viðunandi verkhraða í þeim verkefnum sem G&M unnu fyrir fyrirtækið. Starfsmenn hafa fengið tilboð um að halda áfram störfum. LNS Saga hefur í dag náð samningum við G&M að greiðslur fyrir októberlaunum verða greiddar beint til starfsmanna í gegnum íslenska ráðgjafaskrifstofu sem unnið hefur fyrir G&M.
Í tengslum við þessi mál hafa komið fram fullyrðingar um að LNS Saga noti erlenda starfs-menn til að undirbjóða aðra verktaka í samkeppni um verkefni. Ef kostnaður við erlenda starfsmenn er skoðaður þá stenst þessi fullyrðing ekki skoðun. LNS Saga hefur verulegan uppihalds og ferðakostnað af starfsmönnum sínum og starfsmönnum erlendra undirverktaka.
LNS Saga er með fjölda undirverktaka bæði íslenska og erlenda. Ástæða þess að stundum eru valdir erlendir verktakar er skortur á hæfu innlendu starfsfólki.
Allt þetta mál hefur einnig verið tengt kröfum verkalýðshreyfingarinnar um keðjuábyrgð. Það er skoðun LNS Saga að lög um keðjuábyrgð hefðu verið mjög til bóta í þessu máli og greitt fyrir úrlausn þess.

Athugasemd:

Framsýn, stéttarfélag gerir eina alvarlega athugasemd við þessa fréttatilkynningu. Það er morgun ljóst að ástæðan fyrir þessum vangreiddu launum er ekki gengisútreikningum að kenna. Fyrirtækið G&M hefur gert í því að hlunfara starfsmenn þrátt fyrir að vita betur verandi með skriflegt samkomulag við Framsýn um kjör starfsmanna og vinnufyrirkomulag. Það er það rétta í málinu.

Hvetja sveitarfélög að setja sér reglur um keðjuábyrgð

Framsýn skrifaði í dag sveitarfélögum á félagssvæðinu bréf þar sem þau eru hvött til að setja sér reglur um keðjuábyrgð verktaka sem þau eru í samskiptum við á hverjum tíma. Hér má lesa bréfið til sveitarfélaganna.
Til sveitarfélaga á félagssvæði
Framsýnar stéttarfélags

Húsavík 4. nóvember 2016

Varðar keðjuábyrgð verktaka

Þann 1. nóvember samþykkti bæjarstjórn Akureyrar samhljóða að í öllum samningum sem sveitarfélagið gerir um verklega framkvæmdir verði kveðið á um keðjuábyrgð verktaka. Keðjuábyrgðin gerir það að verkum að verkkaupi og aðalverktaki bera ábyrgð á því að tryggja kjarasamningsbundin kjör og önnur lögbundin réttindi.

Fyrr á þessu ári hafði Reykjavíkurborg samþykkt sambærilegar reglur. Þá hefur Landsvirkjun einnig sett sér reglur vegna keðjuábyrgðar.

Framsýn skorar á sveitarstjórnir á félagssvæðinu að samþykkja hliðstæðar reglur við fyrsta tækifæri. Keðjuábyrgð er eitt allra mikilvægasta verkfæri sem völ er á til að tryggja lögbundin réttindi og kjör. Á þeim miklu framkvæmda- og breytingatímum sem nú standa yfir í Þingeyjarsýslum hefur aldrei verið mikilvægara að sofna ekki á verðinum í þessum efnum.

Framsýn hefur einnig komið þeim skilaboðum á framfærði við alþingismenn að Alþingi hraði gerð laga um keðjuábyrgð fyrirtækja. Þess er vænst að Alþingi fjalli um málið í vetur en því miður er ekki hægt að teysta því.

Meðfylgjandi er bókun bæjarstjórnar Akureyrar.

Bókunin er svohljóðandi:
„Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að í öllum samningum verklegra framkvæmda, kaupa á þjónustu og vörum á vegum sveitarfélagsins verði sett inn ákvæði um keðjuábyrgð þeirra seljenda sem sveitarfélagið semur við. Með þessu vill Akureyrarbær tryggja að allir starfsmenn, hvort sem það eru starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, njóti launa, trygginga og annarra réttinda í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Aðalverktakinn yrði í verksamningi, gerður ábyrgur fyrir að tryggja kjarasamnings- og lögbundin réttindi allra starfsmanna sem að verkinu koma. Þetta verður gert til að koma í veg fyrir undirboð og óeðlilega samkeppnishætti á vinnumarkaði.“

Aðstæður á vegum víða varasamar

Á ferð sinni milli Húsavíkur og Þórshafnar í morgun keyrðu starfsmenn stéttarfélaganna fram hjá tveimur bílum sem höfðu keyrt út af í þeim varasömu aðstæðum sem eru víða á vegum núna. Annar þeirra var flutningabíll eins og sjá má hér að ofan.

Við hvetjum vegfarendur til að fara varlega, sérstaklega nú þegar veturinn heilsar.

Framsýn kallar eftir frekari sameiningu lífeyrissjóða

Innan Framsýnar stéttarfélags hefur verið umræða um starfsemi lífeyrissjóða sem félagið á aðild að, það er sameining sjóða meðal aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands, réttindi sjóðfélaga og þann mikla mun sem er á réttindum sjóðsfélaga innan almennra og opinberra lífeyrissjóða. Inn í þessa umræðu hefur blandast umræða um jöfnun lífeyrisréttinda sem boðuð hefur verið með svokölluðu Salek samkomulagi. Þá má geta þess að lífeyrissjóðir hafa verið að sameinast samanber nýlegt dæmi þegar Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður sameinuðust.

Á fundi stjórnar Framsýnar þann 19. október 2016 var samþykkt að beina þeim tilmælum til stjórnar Stapa lífeyrissjóðs að hafin verði athugun á vegum sjóðsins varðandi frekari sameiningu sjóðsins við aðra lífeyrissjóði. Flestir félagsmenn Framsýnar greiða í dag til Stapa, lífeyrissjóðs.

Stapi byggir í dag tilveru sína á lífeyrissjóðum sem hafa verið sameinaðir undir nafni sjóðsins á Norður- og Austurlandi. Að mati Framsýnar er mikilvægt að þessari vegferð verði haldið áfram með það að markmiði að ná niður rekstrarkostnaði og tryggja um leið sjóðfélögum aukin réttindi.

Hvað það varðar leggur Framsýn til að stjórn Stapa láti fara fram skoðun á því hvort ekki megi hagræða í starfsemi sjóðsins með sameiningu við aðra lífeyrissjóði þannig að auka megi um leið réttindi sjóðfélaga til lífeyris.

Tilgangur sameiningar við aðra sjóði getur verið að auka áhættudreifingu, hagræði í rekstri, draga úr rekstrartengdri áhættu og auka möguleika á bættri ákvarðanatöku í fjárfestingum í því skyni að bæta hag sjóðfélaga.

Í bréfi Framsýnar til stjórnar Stapa í dag væntir félagið þess að erindi félagsins fái gott brautargengi í stjórn sjóðsins og niðurstaða úr athuguninni verði tekin til kynningar og afgreiðslu á ársfundi Stapa lífeyrissjóðs árið 2017.

Kallar eftir tafarlausri afsögn kjararáðs

Formaður Framsýnar var í viðtali í Síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í gær. Þar kallar hann eftir afsögn þeirra einstaklinga sem sitja í kjararáði vegna þeirrar umdeildu ákvörðunar ráðsins að hækka laun embættismanna umtalsvert. Aðalsteinn sem var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að hann geri þá kröfur að viðkomandi einstaklingar axli ábyrgð á ákvörðun sinni og víki án tafar.

Hlusta má á viðtalið með því að smella hér. Um er að ræða fyrri hluta Síðdegisútvarpsins.

Ályktun um sóðaskap kjararáðs

Stjórn Framsýnar samþykkti í hádeginu að senda frá sér svohljóðandi ályktun um úrskurð kjararáðs á launahækkunum til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands. Ljóst er að almenningi og þar með stjórn Framsýnar er gróflega misboðið:
Ályktun um sóðaskap kjararáðs
„Framsýn stéttarfélag fordæmir harðlega úrskurð kjararáðs um ofurhækkanir til handa þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands. Hækkanir sem eru langt, langt umfram það sem eðlilegt getur talist og endurspeglar enn og aftur spillinguna og misréttið sem viðgengst í þjóðfélaginu.
Framsýn skorar á hlutaðeigandi aðila, það er kjörinna fulltrúa, að afsala sér hækkunum kjararáðs og taka þess í stað við almennum launahækkunum sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um. Annað væri ömurlegt veganesti inn í nýtt kjörtímabil fyrir þingmenn og ráðherra sem vilja ávinna sér traust þjóðarinnar.
Þessi ótrúlegi gjörningur kjararáðs kallar á breytingar. Krafan er að skipaðir fulltrúar í kjararáði segi þegar í stað af sér þar sem þeir eru algjörlega rúnir trausti. Þá er mikilvægt að Alþingi geri breytingar á hlutverki ráðsins og finni launahækkunum til embættismanna og kjörinna fulltrúa sem falla undir úrskurð kjararáðs sanngjarnari farveg.
Þá er tímabært að Alþýðusamband Íslands boði til mótmæla á Austurvelli þar sem þessum gjörningi verði mótmælt harðlega um leið og svokallað SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda verði brennt á báli með táknrænum hætti. Samkomulag sem stjórnvöld hafa barist fyrir að koma í gegn með það að markmiði meðal annars að stuðla að hógværum launahækkunum og vinna gegn svokölluðu „höfrungahlaupi“ á íslenskum vinnumarkaði.
Að lokum skorar Framsýn stéttarfélag á verkalýðshreyfinguna að segja upp gildandi kjarasamningum þar sem forsendur samninganna eru brostnar með taktlausu útspili kjararáðs. Sjálftaka sem þessi sem gerð er í skjóli myrkurs á ekki að líðast í landi sem kennir sig við virkt lýðræði. „

Jólafundur Framsýnar í byrjun desember

Hefð er fyrir því innan Framsýnar að ljúka góðu starfi á hverju ári með sérstökum jólafundi stjórnar og trúnaðarráðs. Starfsmönnum félagsins, trúnaðarmönnum og stjórnum deilda innan félagsins er einnig boðið að sitja fundinn. Á fundinum er byrjað á því að fara yfir málefni félagsins fyrir liðið starfsár auk þess að gera árið upp. Síðan tekur við skemmtun og kvöldverður sem fundarmenn sjá sjálfir um. Í ár verður fundurinn haldinn föstudaginn 3. desember í fundarsal stéttarfélaganna.

Um 40 manns á góðum fundi um húsnæðismál

Jón Helgi Gestsson og Jóhann Geirsson stóðu fyrir fundi síðasta laugardag um hugmyndir um byggingu á 30 nýjum íbúðum á lóð sem er við útgarð þar sem lögreglustöðin á Húsavík stendur við. Til stendur að byggja eigna íbúðirnar í tveimur áföngum, það er 15 íbúðir og svo aftur 15 íbúðir verði eftirspurnin góð. Frá fundinum á laugardaginn hafa 6 íbúðir þegar selst verði að byggingunni. Hugmyndin er að byggja íbúðir sem eru annars vegar 68,7 m2 (tveggja herbergja búðir) og hins vegar 100,7 m2 (þriggja herbergja íbúðir). Með íbúðunum fylgja bílastæði í bílakjallara velji íbúar það. Áætlað er að íbúðirnar kosti um 24 milljónir og 35 milljónir, verðin taka mið af stærð íbúðanna sem getið er um í þessari frétt. Velji menn að kaupa sérstök bílastæði í bílakjallara bætast við 5 milljónir á íbúð. Íbúðirnar sem eru á 5 hæðum koma fullkláraðar til eigenda með lóð og úti bílastæðum. Stofnað verður hlutafélag um framkvæmdina sem á að hefjast vorið 2017 með það að markmiði að íbúðirnar verði klárar haustið 2018. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Jón Helga Gestsson í síma 8665455 sem veitir frekari upplýsingar en áhugasamir þurfa að skrá sig fyrir íbúð á næstu tveimur vikum þar sem hugmyndin er að meta þá hvort áhuginn verður það mikill að ráðist verði í þessar byggingar. Þá liggja fyrir teikningar af íbúðunum á Skrifstofu stéttarfélaganna.

ibudirfund1016-004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Góð mæting var á fund áhugamanna um byggingu á íbúðahúsnæði við Útgarð. Hér má sjá Jón Helga Gestsson fara yfir hugmyndafræðina á fundinum.

ibudirfund1016-015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um er að ræða tvær stærðir á íbúðum, það er 68,7m2 og 100,7m2  íbúðir sem standa við Útgarð 4.

Þing ASÍ stendur yfir

Nú stendur yfir þing ASÍ. Framsýn, Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar sendu öll fulltrúa á þingið. Þess má geta að þingið er pappírslaust. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir, meðal annars af okkar fólki af þinginu.20161027_152821 20161027_141444 20161026_124959 20161026_115609 20161026_114254

 

Konur hittust á Skrifstofu stéttarfélaganna

Í tilefni af kvennafríi 2016 komu í kringum 80 konur í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær. Konur lögðu niður vinnu klukkan 14:38 og komu eftir það í létt spjall og kaffi. Karlkyns starfsmaður stéttarfélaganna var með myndavélina á lofti og sjá má hluta afrakstursins hér að neðanimg_09341 img_09491 img_09331 img_09291 img_09481 img_09381

Konur leggja niður vinnu

Framsýn bendir á að konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október.

… Heitt verður á könnunni á skrifstofu stéttarfélaganna og konur velkomnar í óformlegt spjall.

Á heimasíðu ASÍ er fjallað um kvennafrí 2016. Lesa má umfjöllun ASÍ hér.

Stofnanasamningur undirritaður

Síðasta föstudag var undirritaður nýr stofnanasamninugur milli stéttarfélaganna á Norðurlandi og Heilbirgðisstofnunar Norðurlands. Eins og kunnugt er voru nokkar heilbrigðisstofnanir sameinaðar undir HSN. Þess vegna þurfi að ráðast í samningagerð milli hlutaðeigandi aðila þar sem hvert og eitt stéttarfélag var áður með samning við stofnun í sínu heimahéraði. Stéttarfélögin Samstaða, Eining-iðja, Aldan og Framsýn komu að gerð samningsins við HSN. Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar stéttarfélaganna og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, (HSN) eftir undirskrift samningsins.