Áherslur Sjómannadeildar Framsýnar til lausnar kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna

Á aðalfundi Sjómannadeildar Framsýnar sem haldin var í gær var könnun lögð fyrir fundarmenn. Meðlimir voru beðnir að nefna þau atriði sem þeir teldu að þyrftu að koma til svo kjarasamningur Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi yrði samþykktur. Greinilegt er samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að mikill meirihluti sjómanna vill sjá olíuverðviðmiðunina taka breytingum til hagsbóta fyrir sjómenn og að nýsmíðaálagið verði þrengt. Þessi tvö atriði vega hvað mest varðandi lausn á yfirstandandi kjaradeilu. Önnur atriði sem voru nefnd var netkostnaður sjómanna um borð í fiskiskipum, frí hlíðfarföt og skerðingar vegna niðurfellingar á sjómannaafslættinum verði bættar sjómönnum. Niðurstöðum könnunar sjómanna innan Sjómannadeildar Framsýnar hefur þegar verið komið á framfæri við Sjómannasamband Íslands. Sambandið mun funda með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi eftir áramótin og leggja kröfur sjómanna innan aðildarfélaganna fram til lausnar kjaradeilunni.

sjomennadalfundur1216-110

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjómenn á Húsavík telja mikilvægast að gerðar verði breytingar á nýsmíðaálaginu auk breytinga á olíuverðsviðmiðuninni.

Deila á