Hafið kærar þakkir fyrir samstarfið

Almennt er það þannig að starfsmenn stéttarfélaganna hafa átt mjög gott samstarf við verktaka og verkkaupa sem koma að framkvæmdunum er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Slíkar framkvæmdir kalla eðlilega á mikil samskipti aðila þar sem taka þarf á mörgum málum á hverjum tíma, oft erfiðum málum. Nú fyrir áramótin kom einn öðlingur í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna til að kveðja formann Framsýnar og eftirlitsfulltrúa félagsins um leið og hann þakkaði félögunum fyrir gott samstarf varðandi uppbygginguna á Þeistareykjum. Þetta var hann Sveinn Fjeldsted sem starfað hefur á vegum verktakans LNS Saga að öryggismálum á Þeistareykjum.  Eftir áramótin mun hann snúa sér að öðrum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og er því ekki væntanlegur norður á nýju ári. Hans síðasta verk áður en hann yfirgaf Húsavík var að kveðja starfsmenn stéttarfélaganna sem notuðu tækifærið og þökkuðu honum fyrir samstarfið á liðnu ári.

Deila á