Starfsmanni Framsýnar barst erindi á dögunum frá einum sinna félagsmanna um hvort ekki væri réttast að stofna sérstaka bændadeild innan Framsýnar. Umræddur félagsmaður er Benedikt Hrólfur Jónsson, Auðnum í Laxárdal. Eins og flestir vita er Benedikt einn af framtíðarbændum hér á starfssvæði Framsýnar.
Meðfylgjandi mynd fylgdi erindinu með þeim orðum að nokkurn vegin svona muni þeir deildarmeðlimir líta út í fullum skrúða.
Starfsmaður Framsýnar lofaði að vekja máls á erindinu.