Fiskvinnslunámskeið á Raufarhöfn í gangi

Í morgun hófst 48 klukkutíma fiskvinnslunámskeið á Raufarhöfn sem stendur yfir næstu daga. Þátttakendur á námskeiðinu eru 16 frá tveimur fyrirtækjum á Raufarhöfn, GPG-Fiskverkun og HH. Námskeiðið stendur yfir næstu daga og fram yfir áramót. Í lok námskeiðsins útskrifast þátttakendur sem Sérhæfðir fiskvinnslumenn auk þess að fá launahækkun. Read more „Fiskvinnslunámskeið á Raufarhöfn í gangi“

Kæru félagsmenn, gleðileg jól og farsælt komandi ár

Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna sendir félagsmönnum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Framsýn‘s staff wishes you all a Merry Christmas and a very Happy New Year filled with blessings, health and prosperity.

Líf í Dimmuborgum- hressir jólasveinar á svæðinu

Fréttaritari heimasíðu stéttarfélaganna kom við í Dimmuborgum í gær þar sem allt iðaði af mannlífi enda heimili íslensku jólasveinanna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr Mývatnssveit búa allir íslensku jólasveinarnir þrettán í Dimmuborgum. Sjá myndir sem teknar voru  í frábæru vetrarveðri um miðjan dag í gær: Read more „Líf í Dimmuborgum- hressir jólasveinar á svæðinu“

Forsetabréf – Að kynda ófriðarbál

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikil átök og ágreiningur hefur verið á vinnumarkaði allt s.l. ár, reyndar svo mikill að árið 2015 verður trúlega meðal þeirra ára með flesta tapaða vinnudaga vegna verkfalla. Það hefur verið mat forystumanna Alþýðusambandsins að afar mikilvægt sé að ná sátt um nýja nálgun og nýja leið í kjaramálum. Read more „Forsetabréf – Að kynda ófriðarbál“

Guðmundur Þorvar fallinn frá

Guðmundur Þorvar Jónasson er fallinn frá. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 6. desember 2015. Guðmundur starfaði í mörg ár sem húsvörður með orlofsíbúðum Framsýnar og Þingiðnar við Freyjugötu 10 í Reykjavík. Um leið og stéttarfélögin þakka Guðmundi fyrir vel unnin störf í þágu félaganna votta félögin eiginkonu og fjölskyldu samúðar. Minning um góðan mann lifir. Read more „Guðmundur Þorvar fallinn frá“

Gestagangur í dag

Að venju voru stéttarfélögin með opið hús í dag. Hefð er fyrir því að félögin bjóði gestum og gangandi upp á kaffi, veitingar og tónlistaratriði einn laugardag fyrir jól. Á þriðja hundrað gestir komu við hjá stéttarfélögunum og nutu veitinga og tónlistar sem var í boði. Sjá myndir og takk fyrir okkur. Read more „Gestagangur í dag“