Atvinnuleysisbætur fylgja ekki eftir launaþróun í landinu

Eins og sjá má í meðfylgjandi útreikningum hefur hækkun atvinnuleysisbóta ekki haldið í við hækkun lágmarkstekjutryggingar á vinnumarkaði.  Í því sambandi má geta þess að árið 2009 voru atvinnuleysisbætur um 95,2% af lágmarkstekjutryggingu á vinnumarkaði en var í lok síðasta árs komin í 77,7% sem hlutfall af tekjutryggingunni. Um síðustu áramót var tekjutryggingin kr. 260.000 og fullar atvinnuleysisbætur kr. 202.054,-.

Vinnumálastofnun hefur nú gefið út að atvinnuleysisbætur hækki og verði kr. 217.208 frá 1. janúar 2017. Hlutfallið verður því tímabundið 83,5% þar sem tekjutryggingin hækkar í kr. 280.000 þann 1. maí nk. Frá þeim tíma verður munurinn 77,6%. Ráðamönnum er greinilega ekki eins umhugað um kjör atvinnuleitenda og sín eigin kjör samanber úrskurð Kjararáðs sem þeir tóku við með miklum þökkum. Að mati Framsýnar er mikilvægt að atvinnuleysibætur verði hækkaðir og fylgi annarri launaþróun í landinu.

Upplýsingar með þessari frétt eru fengnar frá skrifstofu ASÍ.

mynd-2 mynd-3

Deila á