Framsýn gerir styrktarsamning við Umf. Eflingu

Framsýn hefur gengið frá samningi við Umf. Eflingu um stuðning við rekstur félagsins sem sambærilegum hætti og aðilar gerðu með sér á síðasta ári. Þá kom Framsýn að því að kaupa keppnisbúninga fyrir félagið.efling0116 021

Jóna Matthíasdóttir formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innann Framsýnar og Andri Hnikarr Jónsson formaður Eflingar handsala hér samninginn milli félaganna tveggja, Framsýnar og Eflingar.

efling0116 005

Hnikar heimtaði að formaður Framsýnar færi í keppnisbúning Eflingar en Aðalsteinn þjálfaði um tíma meistaraflokk félagsins í karlaflokki í knattspyrnu um leið og þeir undirrituðu samstarfssamninginn.

Kyrrð og fegurð við höfnina á Húsavík

Þessar myndir voru teknar við Húsavíkurhöfn á laugardaginn í fallegu vetrarveðri. Þær eru tileinkaðar Hreiðari Olgeirssyni sem var jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju á laugardaginn. Sjómannadeild Framsýnar heiðraði Hreiðar fyrir sín störf sem sjómaður á Sjómannadaginn 2012. Ávarpið er meðfylgjandi þessari frétt. Blessuð sé minning hans.

hofnin0116 002

hofnin0116 020

hofnin0116 016

hofnin0116 028

hofnin0116 034

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hofnin0116 043

Ávarp þetta var flutt á Sjómannadaginn 2012 þegar Hreiðar Olgeirsson var heiðraður fyrir störf sín á sjó og fyrir framlag hans til þjóðarbúsins:

„Hreiðar Olgeirsson fæddist á Húsavík þann 26. maí 1943. Hann er sonur hjónanna Olgeirs Sigurgeirssonar og Ragnheiðar Jónasdóttur úr Skálbrekku.

Hreiðar er kvæntur Höllu Hallgrímsdóttur frá Sultum í Kelduhverfi og eiga þau fimm börn, átta barnabörn og eitt barnabarnabarn. Halla hefur alla tíð staðið eins og klettur við hliðina á Hreiðari í gegnum sjómennskuna og útgerðina.

Það verður ekki sagt um Hreiðar að hann sé mikill stríðsmaður enda mikið gæðablóð. En hann er einn af fáum Húsvíkingum sem tekið hafa þátt í stríði þar sem ekkert var gefið eftir, enda mikið í húfi.

Hreiðar var nefnilega fyrst munstraður í skipspláss þegar hann réð sig á varðskipið Þór í endaðan að apríl 1959, þá 15 ára gamall. Þar var hann um borð með þeim fræga skipstjóra Eiríki Kristófersyni. Á þessum árum vorum við Íslendingar að berjast fyrir 12 mílna landhelgi við litla hrifningu bretta sem svöruðu okkur með hervaldi á sjó. Hreiðar er enn að, enda síungur, en þessa dagana er hins vegar verið að rífa gamla skipsplássið hans, varðskipið Þór, niður í brotajárn suður með sjó.

Sumarið 1959 réð hann sig á Fram AK 58 á síldveiðar og um haustið á Helgu ÞH 7 frá Húsavík sem gerð var út á net undir skipstjórn Maríusar Héðinssonar. Um veturinn 1960 fór hann á Njörð ÞH 44 með Sigurbirni Kristjánssyni skipstjóra. Vorið eftir fór hann aftur á Helgu ÞH 7, þá með Pálma Héðinssyni skipstjóra og var þar um borð út það ár og vetrarvertíðina 1961.

Þann 1. mars 1961 stofna þeir Skálabrekkubræður, Hreiðar og Sigurður Valdimar til útgerðar ásamt föður sínum og kaupa áður nefndan Njörð af Sigurbirni Kristjánssyni og félögum. Njörður var smíðaður úr eik á Akureyri 1925 og mældist 10 tonn að stærð.

Upp frá því starfaði Hreiðar við útgerð þeirra feðga að undanskildum árunum 1966-1968 er hann var með Sigurði Sigurðssyni á Dagfara ÞH 70 við síldveiðar auk vetrarvertíðar frá Sandgerði.

Njörð gerðu þeir út í rúm tvö ár en skiptu þá á honum og tuttugu og tveggja tonna báti, Hallsteini frá Akureyri. Hann var 22 tonn að stærð, smíðaður í Danmörku 1934 og fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44.

Hann var seldur vorið 1969 til Sandgerðis en skömmu áður höfðu þeir feðgar keypt 37 tonna bát frá Ólafsvík, Kristjón Jónsson SH 77 smíðaður í Stykkishólmi. Hann var í eigu hlutafélagsins Korra, sem þeir keyptu með og fluttu til Húsavíkur, og fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44.
Í ársbyrjun 1975 var nafni bátsins breytt í Kristbjörg II ÞH 244 en þá átti Korri hf. nýjan 45 tonna bát í smíðum í Stykkishólmi. Sá bátur, sem kom til Húsavíkur í mars það ár fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44.

Hreiðar var á nýja bátnum með Sigurði bróður sínum í nokkra mánuði áður en hann tók við skipsstjórn á Kristbjörgu II. Hann tók síðan við Kristbjörgu ÞH 44 í ársbyrjun 1980 þegar Korri hf. kaupir 138 tonna stálbát sem fékk nafnið Geiri Péturs ÞH 344. Kristbjörg II var þá seld bræðrum hans, þeim Agli og Aðalgeir sem nefndu hann Skálaberg ÞH 244. Sumarið 1987 er Geiri Péturs ÞH 344 seldur og nýtt 182 tonna togskip keypt í hans stað frá Noregi.

Hreiðar er með Kristbjörgina allt til síðla árs 1991 er Korri hf. kaupir 187 tonna stálbát sunnan úr Vogum sem fær nafnið Kristbjörg II ÞH 244 og síðar Kristbjörg ÞH 44 eftir að eikarbáturinn var seldur Höfða hf. á Húsavík.

Árið 1994 urðu þáttaskil í rekstri Korra hf. þegar fyrirtækinu var skipt upp. Sigurður stofnaði ásamt fjölskyldu sinni nýtt hlutafélag og keypti Geira Péturs ÞH 344 út úr Korra. Hreiðar og Jón bróðir hans voru áfram eigendur að Korra hf. ásamt föður þeirra og gerðu Kristbjörgina út til ársins 1997. Í sumarbyrjun það ár kaupir Geiri Péturs hf. Korra hf. og þeir feðgar hætta útgerð. Þar með lauk Hreiðar skipstjóraferli sínum á fiskiskipum sem staðið hafði yfir í 22 ár en sjómannsferillinn var þá orðinn 38 ár.

Reyndar keypti hann sér sex tonna plastbát sem hann nefndi Korra ÞH 444 og gerði út á þorskanet vorið 2001 en seldi hann síðar og á í dag skemmtibátinn Geira litla sem hann bregður sér stundum á út á flóann til að ná sér í soðið. Vorið 2002 tók hann eina grásleppuvertíð með Heimi Bessasyni. Þá ber þess að geta að Hreiðar sótti tveggja ára skipstjórnarnámskeið sem Framhaldsskólinn á Húsavík hafði umsjón með í gegnum Stýrimannaskólann á árunum 1985-86.

Hreiðar hefur alla tíð verið mikil veiðimaður og fengsæl skipstjóri. En nú ber svo við að hann er hættur veiðum. Þess í stað starfar hann hjá Norðursiglingu við að sína ferðamönnum lífríkið á Skjálfanda, sérstaklega hvali sem kunna því vel að láta gamla veiðimenn sigla í kringum sig í friðsamlegum tilgangi. Hjá Norðursiglingu hefur Hreiðar starfað frá árinu 2002 sem skipstjóri auk þess að sinna viðhaldsvinnu utan hvalaskoðunartímans.“

Samkaup svarar kalli heimamanna

Samkaup hefur ákveðið að ráðast í verulegar breytingar á verslunum keðjunnar á Húsavík, það er Úrval og Kasko. Verslunin Úrval verður að Nettó verslun sem mun leggja mikið upp úr góðri þjónustu og lágu vöruverði. Á næstu vikum verður ráðist í umfangsmiklar breytingar á versluninni og á þeim að vera lokið 18. mars. Þá mun opna ný og glæsileg verslun sem verður opin alla daga frá kl. 10:00 til kl. 19:00.

Kaskó hefur ekki fengið nýtt nafn en versluninni verður breytt verulega og gerð aðgengilegri en hún er í dag, ekki síst með þarfir bæjarbúa í huga og annarra gesta sem leið eiga um Húsavík ekki síst ferðamanna. Þá verður hægt að fá sér kaffisopa og njóta veitinga í versluninni. Opnunartími verslunarinnar verður langur eða frá 08:00 til 22:00 alla daga.

Full ástæða er til að fagna þessum áformum Samkaupa sem funduðu með fulltrúum Framsýnar í dag um hugmyndir keðjunnar.

urvaladalfund0116 037

Falur J. Harðarson starfsmannastjóri og Gísli Gíslason rekstrarstjóri Samkaupa komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Með þeim á myndinni eru Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar og Jónína Hermannsdóttir varaformaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar.

urvaladalfund0116 011

Ingunn Ólína, Þórunn Ágústa og Katarzyna starfa allar hjá Samkaupum á Húsavík. Þær voru á aðalfundi Deildar verslunar- og skrifstofufólks sem fram fór í kvöld. Þær voru mjög ánægðar með breytingarnar en forsvarsmenn Samkaupa gerðu starfsmönnum grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á kynningarfundi í dag. Þá fór formaður Framsýnar einnig yfir breytingarnar á aðalfundinum í kvöld. Almenn ánægja kom fram á fundinum með breytingarnar enda löngu tímabærar.

urvaladalfund0116 006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á aðalfundi Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar í kvöld fór Aðalsteinn Árni formaður félagsins yfir hugmyndir Samkaupa um breytingar á verslunarrekstri á Húsavík sem lofa mjög góðu.

Stéttarfélögin og Leikfélag Húsavíkur í samstarf

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna og Leikfélag Húsavíkur hafa gert með sér samkomulag um niðurgreiðslu á leikhúsmiðum til félagsmanna stéttarfélaganna. Leikfélagið hefur sýningar á Dýrunum í Hálsaskógi í febrúar. Fullt verð á sýninguna verður kr. 3.000, verð til félagsmanna verður hins vegar kr. 2.000 þar sem stéttarfélögin niðurgreiða miðana. Til þess að virkja afsláttinn þurfa sýningagestir að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá afsláttarmiða sem þeir framvísa í leikhúsinu. Rétt er að ítreka að félagsmenn verða að nálgast miðana áður en þeir fara í leikhúsið, að öðrum kosti er afslátturinn ekki í boði.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Í boði eru afsláttarmiðar fyrir félagsmenn stéttarfélaganna á leiksýningu Leikfélags Húsavíkur, Dýrin í Hálsaskógi. Sýningar hefjast á næstu vikum.

Samfélag rís á Bakka

Eins og fjölmargir lesendur Heimasíðu stéttarfélaganna hafa tekið efir hefur heimasíðan fjallað töluvert um framkvæmdirnar á svæðinu er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Það á ekki að þurfa að koma á óvart enda um miklar framkvæmdir að ræða sem kalla á um 800 starfsmenn þegar mest verður. Í þessari uppbyggingu hafa stéttarfélögin veigamikið hlutverk, það er að fylgjast með framvindu verksins er varðar kjör og aðbúnað starfsmanna. Þess vegna er eftirlitshlutverk félaganna verulegt. Eftirlitsmaður stéttarfélaganna gerði sér ferð út á Bakka í gær til að kynna sér hvort málin væru í lagi með því m.a. að skoða hvort starfsmenn væru með vinnustaðaskírteini. Allt reyndist vera í lagi enda allir með ný skírteini sem mönnum ber að vera með við byggingaframkvæmdir. Sjá myndir frá heimsókninni í gær:

lnssandfell0116 006

Helgi Sveinbjörnsson og Hjörleifur Steinsson starfa á vegum Sandsfells sem eru að reisa vinnubúðirnar á Bakka.
lnssandfell0116 004

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Bakka er verið að reisa vinnubúðir fyrir um 400 starfsmenn.

lnssandfell0116 014

Gangarnir eru langir enda  um 30 herbergi í hverju húsi og húsalengjurnar verða níu.

lnssandfell0116 015
 

 

 

 

 

 

 

 

Það er ekki bara verið að reisa svefnskála heldur er einnig verið að reisa matsal fyrir um 400 manns, skrifstofur og tómstundaaðstöðu.

lnssandfell0116 012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá stærstu uppþvottavél á Íslandi sem verður í mötuneyti starfsmanna á Bakka. Eins og maðurinn sagði, það er allt stærst í Þingeyjarsýslum.

lnssandfell0116 013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Sveinsson eftirlitsmaður frá verkfræðistofunni Eflu var á svæðinu að fylgjast með öryggismálum líkt og fulltrúi stéttarfélaganna.

lnssandfell0116 017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér stjórna ég! Höfðinginn Friðgeir Indriðason starfar hjá LNS Saga sem staðarstjóri á Bakka, það er yfir framkvæmdum fyrirtækisns við uppbyggingu á verksmiðjunni á Bakka.

Stuð hjá eldri borgurum

Eldri borgarar á Húsavík hafa haft aðgengi að félagsaðstöðu stéttarfélaganna í vetur fyrir minigolf, það er að efri hæðinni að Garðarsbraut 26. Hér er verið að tala um hæðina fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaganna. Ljósmyndari heimasíðunnar leit við hjá félögunum um daginn sem voru í miklu stuði enda keppnisskapið til staðar auk þess sem minigolfið er skemmtileg afþreying. Sjá myndir:golf0116 006golf0116 014golf0116 016golf0116 020golf0116 008 golf0116 002golf0116 001

Auglýsing um kjör í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar árin 2016-2018

Kjörnefnd Framsýnar gerir tillögu um að eftirtaldir félagsmenn gegni trúnaðarstörfum fyrir félagið næsta kjörtímabil, það er frá árinu 2016 til ársins 2018. Framboðsfrestur er einnig tilgreindur í auglýsingunni. Samkvæmt lögum Framsýnar ber stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins að samþykkja endanlega tillögu Kjörnefndar og auglýsa hana. Tillaga Kjörnefndar var samþykkt á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs miðvikudaginn 20. febrúar og er hér með auglýst.

Aðalstjórn:
Formaður:
Aðalsteinn Árni Baldursson Skrifstofa stéttarfélaganna
Varaformaður:
Ósk Helgadóttir Stórutjarnaskóli
Ritari:
Jóna Matthíasdóttir Atvinnuþróunarfélag Þing.
Gjaldkeri:
Jakob Hjaltalín Olís

Meðstjórnendur:
Svava Árnadóttir Norðurþing – Raufarhöfn
Torfi Aðalsteinsson Jarðboranir
Sigurveig Arnardóttir Dvalarheimilið Hvammur

Varastjórn:
Agnes Einarsdóttir Hótel Laxá
Dómhildur Antonsdóttir Sjóvá
Einar Friðbergsson Borgarhólsskóli
Gunnþórunn Þorgrímsdóttir Grænuvellir
María Jónsdóttir Reykfiskur
Þórir Stefánsson Vegagerðin

Trúnaðarmannaráð:
Aðalsteinn Gíslason Reykfiskur
Daria Machnikowska Viðbót
Edílon Númi Sigurðarson GPG – Raufarhöfn
Eysteinn Heiðar Kristjánsson Bílaþjónustan
Guðmunda Steina Jósefsdóttir Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Guðný Grímsdóttir Útgerðarfélag Akureyringa
Kristín Eva Benediktsdóttir Silfurstjarnan
Kristján Þorvarðarson HB – Grandi
Ragnhildur Jónsdóttir Norðurþing
Sigrún Arngrímsdóttir Húsmóðir
Sverrir Einarsson GPG – Húsavík
Valgeir Páll Guðmundsson Sjóvá
Þórdís Jónsdóttir Þingeyjarskóli
Þráinn Þráinsson Olís
Ölver Þráinsson Norðlenska

Stjórn sjúkrasjóðs:
Aðalsteinn Árni Baldursson (sjálfkj.)
Einar Friðbergsson
Dómhildur Antonsdóttir

Varamenn:
Ósk Helgadóttir (sjálfkj.)
Jónína Hermannsdóttir
Guðrún Steingrímsdóttir

Stjórn fræðslusjóðs:
Gunnþórunn Þorgrímsdóttir
Jakob Hjaltalín
María Jónsdóttir

Varamenn:
Aðalsteinn Gíslason
Ragnhildur Jónsdóttir

Stjórn orlofssjóðs:
Kristbjörg Sigurðardóttir
Örn Jensson
Ásgerður Arnardóttir

Varamenn:
Þráinn Þráinsson
Svava Árnadóttir

Stjórn vinnudeilusjóðs:
Ósk Helgadóttir
Jakob Hjaltaín
Kjartan Traustason

Varamenn:
Gunnar Sigurðsson
Guðný Þorbergsdóttir

Laganefnd:
Ósk Helgadóttir
Agnes Einarsdóttir
Torfi Aðalsteinsson

Varamenn:
María Jónsdóttir
Sigrún Arngrímsdóttir

Kjörstjórn:
Svala Björgvinsdóttir
Þórður Adamsson

Varamenn:
Birgitta Bjarney Svavarsdóttir
Garðar Jónasson

Skoðunarmenn reikninga:
Þorsteinn Ragnarsson
Pétur Helgi Pétursson

Varamaður:
Rúnar Þórarinsson

Siðanefnd:
Ari Páll Pálsson, formaður
Þóra Jónasdóttir
Fanney Óskarsdóttir

Varamenn:
Friðrika Illugadóttir
Friðrik Steingrímsson

Fulltrúar Framsýnar í 1. maí nefnd:
Aðalsteinn Árni Baldursson
Svava Árnadóttir

Varamenn:
Valgeir Páll Guðmundsson
Jóna Matthíasdóttir
Heimilt er hverjum fullgildum félaga að koma með breytingartillögur um félaga í einstakar trúnaðarstöður eða koma fram með nýja heildartillögu um skipan félaga í trúnaðarstöður fyrir næstu starfsár. Breytingartillögu skal fylgja skriflega heimild frá þeim, sem stungið er upp á og meðmæli a.m.k. 40 fullgildra félagsmanna. Nýjum heildartillögum þurfa að fylgja skrifleg meðmæli a.m.k. 80 fullgildra félagsmanna. Skylt er að koma breytingartillögum til Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, Húsavík fyrir 20. febrúar 2016. Kosningar fara fram í samræmi við reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslur.

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar

Reiði og gleði hjá fundarmönnum

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar til að ræða málefni félagsins. Kjaramál voru fyrirferðamikil þar sem endurskoðun á forsendum gildandi kjarasamnings Samtaka atvinnulífsins og aðildarsambanda Alþýðusambandsins standa nú yfir. Mikil reiði kom fram á fundinum varðandi ákveðin vinnubrögð sem stunduð hafa verið síðustu vikurnar og varða endurskoðunina. Eftir miklar og líflegar umræður um kjaramál gerði formaður Kjörnefndar grein fyrir uppstillingu nefndarinnar í trúnaðarstöður fyrir félagið næstu tvö ár. Fram kom að mikil ásókn er meðal félagsmanna að fá að taka þátt í þróttmiklu starfi félagsins. Því miður komast ekki allir að en horft verður til þess að þeir komist að síðar. Eftir umræður var tillaga Kjörnefndarinnar samþykkt samhljóða og verður hún auglýst á næstu dögum.

lnssaga0116 008
Formaður Kjörnefndar, Ágúst Óskarsson, gerði grein fyrir tillögu Kjörnefndar sem var samþykkt samhljóða.

lnssaga0116 004

Menn voru hugsi á fundinum yfir nýja kjarasamningnum.

Fundað með stjórnendum á Bakka

Það er mikil vinna fólgin í því fyrir stéttarfélögin að fylgjast með framkvæmdunum sem tengjast uppbyggingunni á Bakka. Markmið félaganna er að vera í góðu sambandi við verktakana og starfsmenn þeirra. Fyrir helgina funduðu talsmenn Framsýnar, það er formaður og varaformaður með yfirmönnum LNS Saga á Bakka sem koma að því að reisa verksmiðju PCC í Bakkalandi. Fundurinn var haldinn á Húsavík. Eftir fundinn á Húsavík héldu fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar til Reykjavíkur þar sem fundað var með yfirmönnum fyrirtækisins um framkvæmdirnar á „Stór Húsavíkursvæðinu“ sem þeir sjá um. Það er byggingu stöðvarhússins á Þeistareykjum, hafnargerð, gangnagerð og vegagerð frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarlóðunum á Bakka auk uppsteypunnar á verksmiðju PCC á Bakka.

 

Farið yfir málin með verðandi yfirmönnum PCC BakkiSilicon hf.

Fulltrúar Framsýnar áttu fund í dag með verðandi yfirmönnum PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík þeim Hafsteini Viktorssyni og Jökli Gunnarssyni. Hafsteinn hefur verið ráðinn sem forstjóri PCC BakkiSilicon frá og með mars 2017. Þá hefur Jökull Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC BakkiSilicon og mun hefja störf í mars 2016. Read more „Farið yfir málin með verðandi yfirmönnum PCC BakkiSilicon hf.“

Rafrænn persónuafsláttur – sjá myndband

Frá ársbyrjun 2016 er útgáfu skattkorta hætt en í staðinn er notaður rafrænn persónuafsláttur. Þótt notkun skattkorta verði hætt þá kallar það ekki á neinar breytingar fyrir launamenn nema einhverjar breytingar komi til t.d. ef hefja á störf á nýjum vinnustað eða breyta nýtingu persónafsláttar með einhverjum hætti. Read more „Rafrænn persónuafsláttur – sjá myndband“