Hörkufundur með starfsfólki á Bakka

Aðalsteinn Á. og Aðalsteinn J. áttu fund með pólskum starfsmönnum LNS Saga á Bakka föstudaginn 1. apríl. Agnieszka Szczodrowska sá um að túlka fyrir hópinn. Margt var rætt á fundinum og almenn ánægja með þessa heimsókn.
Vinnubúðir, vinnuaðstaða og mötuneyti eru að taka á sig mynd og fyrr en varir verður uppbyggingin kominn á fullt skrið. Heimsóknir eins og þessar munu verða farnar reglulega á meðan á uppbyggingarferlinu stendur.

IMG_8523IMG_8522

Deila á