Félagar munið samstöðufundinn í kvöld

Framsýn boðar til samstöðufundar/félagsfundar í kvöld kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Farið verður yfir stöðu mála og næstu skref í kjaraviðræðum félagsins við viðsemjendur. Fyrir liggur tillaga um að heimla formanni að fara í viðræður við forsvarsmenn fyrirtækja á félagssvæðinu í ljósi stöðunnar þar sem allt er í hnút í kjaraviðræðum SGS og SA. Þá verður gengið frá reglum um greiðslur úr Vinnudeilusjóði félagsins til félagsmanna. Félagar fjölmennið þrátt fyrir leiðinda veður.

Er þetta skýringin á áhugaleysi SA?

Fyrir liggur að þeir sem stjórna Samtökum atvinnulífsins tengjast flestir fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Margir velta því fyrir sér hvort það skýri áhugaleysið hjá þeim að ganga frá samningi við aðildarfélög Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni. Það sé ekki sami þrýstingur þrátt fyrir að félögin hafi boðað til verkfalla í næstu viku. Read more „Er þetta skýringin á áhugaleysi SA?“

Vilja semja við Framsýn

Framsýn tekur upp viðræður við fyrirtæki í byggingariðnaði, ferðaþjónustu, iðnaði og matvælaiðnaði. Vilja ganga sem fyrst frá samningum á grunni kröfugerðar félagsins. Þetta segir formaður félagsins í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Mikið álag hefur verið á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag ekki síst vegna áhuga fyrirtækja að semja við félagið. Sjá viðtalið: Read more „Vilja semja við Framsýn“

Glæsileg niðurstaða – 96% félagsmanna klárir í átök

Klukkan 24:00 í gærkvöldi lauk atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambands þar á meðal Framsýnar. Óhætt er að segja að útkoman sé glæsileg þar sem um 96% félagsmanna Framsýnar samþykkti verkfallsboðunina varðandi þá tvo kjarasamninga sem atkvæðagreiðslan náði til. Read more „Glæsileg niðurstaða – 96% félagsmanna klárir í átök“