Leitað lausna á húsnæðisvandamálinu á Húsavík

Í grein á vefmiðli Dagskránnar á Akureyri fer Húsvíkingurinn Egill Páll Egilsson yfir þá stöðu sem komin er upp á húsnæðismarkaðnum á Húsavík. Ljóst er að vöntun er á markaðnum og dæmi er um að fólk hættir við að flytja til Húsavíkur vegna þess að heppilegt húsnæði finnst ekki eða jafnvel að fólk flytji úr bænum vegna þess að það missir leiguhúsnæði og finnur sér ekki annað í staðinn. Í greininni er rætt við Kristján Þ. Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, um hvernig hægt sé að bregðast við þessu vandamáli og hvað sveitarfélagið sé að gera í málinu. Einnig er rætt við formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson, en hann hefur lýst yfir vilja stéttarfélagsins til þess að koma að lausn málsins með einhverjum hætti, enda um afar brýnt mál að ræða. Lesa má grein Egils Páls hér.

Deila á