Kvenfélagasamband Íslands gefur út tímaritið Húsfreyjuna fjórum sinnum á ári. Það er í mars, júní, september og nóvember. Í mars blaðinu er að finna áhugavert viðtal við varaformann Framsýnar, Ósk Helgadóttir auk þess sem vitnað er í erindi sem hún flutti á opnum fundi Framsýnar þegar 100 ára kosningarétti kvenna var fagnað sérstaklega á Húsavík á síðasta ári.
Framganga varaformanns Framsýnar hefur vakið töluverða athygli, sem þarf ekki að koma á óvart, enda mikil baráttumanneskja.