Ársfundur Lsj. Stapa verður haldinn miðvikudaginn 4. maí nk. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst kl. 14:00. Framsýn, stéttarfélag á rétt á 11 fulltrúum á fundinn. Hafir þú áhuga fyrir því að vera fulltrúi félagsins á fundinum er þér velkomið að hafa samband við formann Framsýnar á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 20. apríl. Skilyrði er að viðkomandi félagsmaður sé greiðandi til Lsj. Stapa.
Þá er rétt að taka fram að ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti.