Miðstjórn ASÍ telur ríkistjórnina vera á villigötum varðandi áherslur í fjárlögum. Sjá ályktun: Read more „Ályktun miðstjórnar ASÍ um rangar áherslur í fjárlögum“
Stjórn AN kom saman til fundar
Þriðjudaginn 14. desember kom nýkjörnin stjórn Alþýðusambands Norðurlands saman til fyrsta fundar á Akureyri. Stjórnina skipa: Ósk Helgadóttir Framsýn stéttarfélag sem er formaður, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Jón Ægir Ingólfsson Aldan stéttarfélag. Read more „Stjórn AN kom saman til fundar“
Gestagangur í dag
Að venju voru stéttarfélögin með opið hús í dag. Hefð er fyrir því að félögin bjóði gestum og gangandi upp á kaffi, veitingar og tónlistaratriði einn laugardag fyrir jól. Á þriðja hundrað gestir komu við hjá stéttarfélögunum og nutu veitinga og tónlistar sem var í boði. Sjá myndir og takk fyrir okkur. Read more „Gestagangur í dag“
Glæsilegur lokafundur ársins
Hefð er fyrir því innan Framsýnar að halda lokafund stjórnar og trúnaðarmannaráðs með trúnaðarmönnum félagsins á vinnustöðum. Fundurinn fór fram í gær, eftir hefðbundinn fund var boðið upp á skemmtiatriði, tónlist og frábæran kvöldverð frá Fosshótel Húsavík. Veislustjóri kvöldsins var Linda M. Baldursdóttir. Sjá myndir: Read more „Glæsilegur lokafundur ársins“
Félagsmenn STH samþykktu kjarasamninginn
Félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur, starfandi hjá sveitarfélögum samþykktu kjarasamning Samflotsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Alls voru 1160 á kjörskrá, af þeim greiddu tæplega 29% atkvæði. Já sögðu 95%, nei sögðu 2,3% og auðir seðlar voru 0,6%. Read more „Félagsmenn STH samþykktu kjarasamninginn“
Vinnumálastofnun svarar erindi Framsýnar
Vinnumálastofnun hefur svarað erindi Framsýnar þar sem óskað er eftir upplýsingum um það hvernig staðið var að uppgjöri við Vísi hf. í kjölfar niðurstöðu Félagsdóms í máli nr. 10/2014 sem Starfsgreinasamband Íslands fh. Framsýnar höfðaði gegn Vísi hf. Read more „Vinnumálastofnun svarar erindi Framsýnar“
Konur stjórna STH
Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn í gærkvöldi og mættu 35 manns á fundinn sem heppnaðist mjög vel. Fundurinn var haldinn á Sölku og voru veitingarnar frábærar hjá Sölkumönnum. Read more „Konur stjórna STH“
Útgerðarmenn hunsa sjómenn
Hugsanlega fer svo mikill tími í það hjá útgerðarmönnum að skipta gróðanum milli hluthafa að þeir hafi hvorki tíma né vilja til að ganga frá kjarasamningi við sjómannasamstökin. Sjómenn hafa nú verið samningslausir frá árslokum 2010. Read more „Útgerðarmenn hunsa sjómenn“
Góðar upplýsingar til erlendra starfsmanna
Búið er að setja inn á heimasíðuna upplýsingar á ensku og pólsku um helstu ákvæði úr kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Hægt er að skoða nýju tenglana hér að neðan til vinstri. Töluvert er um að erlendir stafsmenn leiti til Skrifstofu stéttarfélaganna eftir þessum upplýsingum á sínum tungumálum sem nú stendur þeim til boða sem er hið besta mál. Read more „Góðar upplýsingar til erlendra starfsmanna“
Jólabærinn Húsavík
Hörður Jónasson er oft með myndavélina á lofti. Hér má sjá athyglisverðar myndir sem hann tók úr heimsóknum hans á vinnustaði á Húsavík. Read more „Jólabærinn Húsavík“
Fundað með PCC
Formaður Framsýnar átti óformlegan fund með fulltrúum PCC í gær, það er með Jörg Dembek og Bergi Elíasi Ágústssyni. Fundurinn var vinsamlegur en fullur vilji er til þess meðal aðila að eiga gott samstarf um uppbygginguna á Bakka þar sem fyrirtækið ætlar að reka kísilmálmversmiðju. Stefnt er að því að hefja viðræður um kaup og kjör starfsmanna í árslok 2016. Read more „Fundað með PCC“
Sveitafélagasamningurinn samþykktur
Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum hafa samþykkt kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga en félagið á aðild að samningnum. Read more „Sveitafélagasamningurinn samþykktur“
Heimasíðan tekin í gegn
Stjórn Framsýnar samþykkti í fundi sínum í gær að ráðast í breytingar á heimasíðu stéttarfélaganna, það er að uppfæra hana og gera hana aðgengilegri fyrir fjölmennan hóp viðskiptavina. Read more „Heimasíðan tekin í gegn“
Stækkun í farvatninu
Silfurstjarnan hefur lengi verið traust og öflugt fyrirtæki í Öxarfirði. Á síðustu árum hefur framleiðslan verið um þúsund tonn. Fyrirhugað er að fjölga kerum á næsta ári með það að markmiði að auka framleiðsluna umtalsvert en fyrirtækið sérhæfir sig í eldi á laxi. Read more „Stækkun í farvatninu“
Stjórn Framsýnar fundar á þriðjudaginn
Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar þriðjudaginn 8. desember kl. 17:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Stjórn Framsýnar fundar á þriðjudaginn“
Eðvarð afturhald
Eðvarð vaknaði upp með andfælum þriðju nóttina í röð frá því hann kom aftur frá árlegri ferð sinni til suð-austur Spánar. Hann hafði nefnilega horfst í augu við dauðann í ferðinni. Ótrúlegt en satt þá var það ekki kólesterólið eða blóðþrýstingurinn í þetta sinn heldur spænska strandgæslan. Read more „Eðvarð afturhald“
Jólafundi Framsýnar frestað
Jólafundi Framsýnar, það er stjórnar, starfsmanna, trúnaðarmannaráðs og trúnaðarmanna félagsins á vinnustöðum sem vera átti í kvöld er frestað um viku. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna föstudaginn 11. desember og hefst kl. 19:00. Read more „Jólafundi Framsýnar frestað“
Ofbeldi er ekki einkamál! Ofbeldi er vinnuverndarmál
Alþýðusambandið fagnar því að á fundi stjórnar Alþjóðlegu vinnumálastofnunarinnar ILO sem fram fór í Genf dagana 2. – 12. nóvember s.l. var ákveðið að á dagskrá Alþjóðlega vinnumálaþingsins ILC árið 2018 verði fjallað um ofbeldi gegn konum og körlum á vinnustöðum. Read more „Ofbeldi er ekki einkamál! Ofbeldi er vinnuverndarmál“
Moka út hangikjöti
Farðu frá með myndavélina! Björn Víkingur Björnsson er hér að bera rjúkandi hangikjöt frá Fjallalambi út í bíl sem var að taka hangikjöt hjá fyrirtækinu í dag. Björn Víkingur sem fer fyrir fyrirtækinu sagði mikið að gera við verkun á hangikjöti enda kjötið afar vinsælt meðal landsmanna. Hangikjötið mun án efa verða á borðum margra fjölskyldna um jólin og á þorrablótum eftir áramótin. Read more „Moka út hangikjöti“
Allt stíflað í Lóninu
Slæmu veðri fylgir oft allskonar stíflur, hér má sjá gröfumann sem var að opna ósinn í Lóninu í Kelduhverfi en þjóðvegurinn var við það að hverfa undir vatn í dag. Read more „Allt stíflað í Lóninu“