Skrifað undir við sveitarfélögin

Samkvæmt heimildum Heimasíðu stéttarfélaganna skrifuðu Starfsgreinasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamning í kvöld. Ekki hefur náðst í formann Framsýnar sem tók þátt í viðræðunum til að fá þessa frétt staðfesta. Nánar verður fjallað um málið hér á síðunni á morgun. Kjarasamningurinn fer síðan í atkvæðagreiðslu eftir helgina. Read more „Skrifað undir við sveitarfélögin“

Aukið samstarf ASÍ og Vinnueftirlitsins

Vinnueftirlitið boðaði til fundar í dag með fulltrúum frá aðildarsamböndum Alþýðusambands Íslands. Tilefnið var að kynna fyrir sambandinu eftirlit, samstarf og upplýsingamiðlun milli ASÍ og VER með starfsaðstæðum erlends starfsfólks. Fundurinn var málefnalegur og fram kom sameiginlegur vilji aðila til að vinna saman að þessum mikilvægu málum. Read more „Aukið samstarf ASÍ og Vinnueftirlitsins“

Styrktarsjóður BSRB -frestur umsókna og fylgigagna 2015

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til þess að geta fengið styrk vegna ársins 2015 er nauðsynlega að skila inn umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi föstudaginn 18. desember nk. Þetta á bæði við um þá sem hafa sent inn umsókn á netinu og eiga eftir að skila inn fylgigögn og einnig þá sem eiga eftir að sækja um styrk hjá sjóðnum. Read more „Styrktarsjóður BSRB -frestur umsókna og fylgigagna 2015“

Kallaður til fundar

Bæjarráð Norðurþings boðaði formann Framsýnar til fundar fyrir helgina til að ræða áhyggjur félagsins varðandi erlenda verktaka á svæðinu sem sumir hverjir greiða ekki skatta eða aðrar skyldur til samfélagsins. Sjá frétt á heimasíðunni „Óheillaþróun – sveitarfélög verða af útsvarstekjum“. Read more „Kallaður til fundar“

Eftirlitsferð um Bakka

Fulltrúi frá Framsýn fór í dag í eftirlitsferð um Bakka með fulltrúa frá PCC. Þessar vikurnar er unnið að því að gera lóðina klára undir byggingu á kísilmálmverksmiðju auk þess sem verið er að reisa þorp fyrir um 400 manns á svæðinu. Þá verður einnig komið fyrir mötuneyti og skrifstofuhúsnæði við lóðina á Bakka. Sjá myndir sem teknar voru í dag. Read more „Eftirlitsferð um Bakka“

Eru verðmætin í jafnréttinu falin?

Jafnréttisnefnd ASI stóð þann 12. nóvember fyrir ráðstefnu um jafnréttismál og var hún haldin á Icelander Hotel Natura í Reykjavík.Yfirskrift ráðstefnunnar var Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan – eru verðmætin í jafnréttinu falin? Ráðstefnan var öllum opin og þar áhugaverðir fluttir fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er lúta að þeim málaflokki. Read more „Eru verðmætin í jafnréttinu falin?“

Námskeið – Fjármál við starfslok

Íslandsbanki á Húsavík í samstarfi við VÍB og Framsýn efnir til opins fundar í fundarsal stéttarfélaganna fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17:00-18:30. Valdimar Pálsson, ráðgjafi hjá VÍB, fjallar um fjármál við starfslok og leitast við að svara áleitnum spurningum sem oft brenna á fólki við þessi tímamót. Boðið verður upp á kaffiveitingar og að sjálfsögðu eru allir áhugasamir um þessi mál velkomnir á fundinn. Sjá auglýsingu: Read more „Námskeið – Fjármál við starfslok“