Gestagangur í dag

Að venju voru stéttarfélögin með opið hús í dag. Hefð er fyrir því að félögin bjóði gestum og gangandi upp á kaffi, veitingar og tónlistaratriði einn laugardag fyrir jól. Á þriðja hundrað gestir komu við hjá stéttarfélögunum og nutu veitinga og tónlistar sem var í boði. Sjá myndir og takk fyrir okkur. Read more „Gestagangur í dag“

Góðar upplýsingar til erlendra starfsmanna

Búið er að setja inn á heimasíðuna upplýsingar á ensku og pólsku um helstu ákvæði úr kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Hægt er að skoða nýju tenglana hér að neðan til vinstri. Töluvert er um að erlendir stafsmenn leiti til Skrifstofu stéttarfélaganna eftir þessum upplýsingum á sínum tungumálum sem nú stendur þeim til boða sem er hið besta mál. Read more „Góðar upplýsingar til erlendra starfsmanna“

Fundað með PCC

Formaður Framsýnar átti óformlegan fund með fulltrúum PCC í gær, það er með Jörg Dembek og Bergi Elíasi Ágústssyni. Fundurinn var vinsamlegur en fullur vilji er til þess meðal aðila að eiga gott samstarf um uppbygginguna á Bakka þar sem fyrirtækið ætlar að reka kísilmálmversmiðju. Stefnt er að því að hefja viðræður um kaup og kjör starfsmanna í árslok 2016. Read more „Fundað með PCC“

Eðvarð afturhald

Eðvarð vaknaði upp með andfælum þriðju nóttina í röð frá því hann kom aftur frá árlegri ferð sinni til suð-austur Spánar. Hann hafði nefnilega horfst í augu við dauðann í ferðinni. Ótrúlegt en satt þá var það ekki kólesterólið eða blóðþrýstingurinn í þetta sinn heldur spænska strandgæslan. Read more „Eðvarð afturhald“

Moka út hangikjöti

Farðu frá með myndavélina! Björn Víkingur Björnsson er hér að bera rjúkandi hangikjöt frá Fjallalambi út í bíl sem var að taka hangikjöt hjá fyrirtækinu í dag. Björn Víkingur sem fer fyrir fyrirtækinu sagði mikið að gera við verkun á hangikjöti enda kjötið afar vinsælt meðal landsmanna. Hangikjötið mun án efa verða á borðum margra fjölskyldna um jólin og á þorrablótum eftir áramótin. Read more „Moka út hangikjöti“