Íslandsmet slegið í kostnaði við útskipun á áli

Framsýn hefur samþykkt að senda frá sér svohljóðandi ályktun um kjaradeilu starfsmanna í álverinu í Straumsvík.

Ályktun
um kjaradeilu starfsmanna í álverinu í Straumsvík

Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga lýsir yfir fullum stuðningi við starfsmenn álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík sem eiga í kjaradeilu við eigendur fyrirtækisins.

Framkoma forsvarsmanna fyrirtækisins í garð starfsmanna er með ólíkindum og gróf aðför að íslenskum vinnumarkaði. Fram að þessu hefur verið borin ákveðin virðing fyrir starfsemi álversins enda hefur það skilað miklum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Virðingu sem stjórnendur fyrirtækisins hafa nú kastað á glæ með yfirgangi, hótunum og lítilsvirðingu í garð starfsmanna. Ekki verður séð hvernig fyrirtækið ætlar sér að endurheimta fyrri virðingu og traust í ljósi atburða síðustu daga.

Fyrir liggur að útskipunargengi það sem gengið hefur í störf hafnarverkamanna í Straumsvík að undanförnu er hæst launaðasta útskipunargengi Íslandssögunnar með sjálfan forstjóra álversins í fararbroddi.

Deila á