Átök framundan hjá sjómönnum

Innan samninganefndar Sjómannasambands Íslands liggur fyrir samþykkt að hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Jafnframt að reyna til þrautar á næstu vikum að ná samningum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Gangi það ekki eftir má búast við hörðum aðgerðum á næstu mánuðum. Samningar sjómanna og útgerðar hafa verið lausir frá árinu 2011 og kjaradeilan verið á borði ríkissáttasemjara frá 2012. Deilan snertir á fimmta þúsund sjómenn.

vestmann090003
Virðingarleysi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í garð sjómanna er algjört. Það er á þeirra ábyrgð komi til verkfallsátaka á næstu mánuðum.

Deila á