Einn verktaki skilaði inn tilboði

Í gær voru opnuð tilboð í breytingar á húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Stéttarfélögin eignuðust fyrir nokkrum árum efri hæðina í húsinu, Árgötu megin. Samkvæmt útboðinu er reiknað með átta skrifstofum, kaffistofu og eldhúsi og á verkinu að vera lokið í byrjun sumars. Þrír verktakar náðu í útboðsgögn og einn skilaði inn tilboði, trésmíðafyrirtækið H-3 ehf. á Húsavík sem er nokkuð hærra en kostnaðaráætlunin gerir ráð fyrir. Tilboðið verður skoðað á næstu dögum. Í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um næstu skref í málinu.g260216 005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitt tilboð barst í breytingar á húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík.

Deila á