13 umsækjendur um starf á Skrifstofu stéttarfélaganna

Nú er lokið umsóknarfresti um starf á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík, umsóknarfresturinn rann út fyrir helgi. Alls sóttu 13 einstaklingar um starfið en töluverður hópur spurðist einnig fyrir um starfið. Á næstu dögum verða umsóknirnar skoðaðar með það að markmiði að ráða hæfasta umsækjandann.

Deila á