Starfsmannafélag Húsavíkur 60 ára

Starfsmannafélag Húsavíkur er 60 ára í dag!

Starfsmannafélag Húsavíkur var stofnað 26. október 1963. Fyrsti forsvarsmaður félagsins var Páll Kristjánsson. Um 140 félagsmenn eru í félaginu. Félagið er stéttarfélag starfsmanna ríkis og sveitarfélaga sem nær yfir sveitarfélög í Þingeyjarsýslum. Félagið nær einnig til starfsmanna sjálfseignarstofnanna, sem eru að meirihluta í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga og vinna í almannaþágu. Félagið er aðili að BSRB.

Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna með því meðal annars að vera í fyrirsvari um kjarasamninga félaga sinna samkvæmt lögum og reglugerðum um kjarasamninga.

Starfsmannafélag Húsavíkur er aðili að Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Núverandi formaður félagsins er Hermína Hreiðarsdóttir.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Ávarp Rannveigar Benediktsdóttur

Ágætu fundargestir til hamingju með daginn. Ég heiti Rannveig Benediktsdóttir og er fædd á fyrri hluta síðustu aldar.

Það er skrítið til þess að hugsa að næstum er hálf öld er liðin síðan 24.oktober 1975 rann upp, eða 48 ár. Enn er jafnrétti ekki ná.

Fyrir þessum 48 árum hafði sú sem hér stendur búið á Húsavík í 4 ár. Fór full tilhlökkunar niður í Félagsheimili. Upp var nefnilega runninn þessi merkilegi kvennafrídagur sem hlaut að boða eitthvað, kannski eitthvað stórkostlegt. Konur höfðu ákveðið að fara í verkfall til að leggja áherslu á eigin réttindi. Þær vildu sömu laun og karlmenn fyrir sömu vinnu. Það viljum við allar enn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, mjög mikið. Meira að segja heilu jöklarnir hér á Íslandi er á leið til hafs.

Það hefur þokast í rétta átt, en gengur hægt finnst mögum, mjög skiljanlega. Þokast þó í rétta átt. Samt eru hér enn hópar sem lepja dauðann úr skel og eiga jafnvel ekki fyrir salti í grautinn um mánaðarmót. Eru undir útgefnum tekjuviðmiðunarmörkum stjórnvalda í launum og eiga því ekki að lifa af á þeim launum sem þeir fá. Þetta er ekki eins og það á að vera. Við erum ríkt samfélag. Þetta þarf að laga.

Á fyrri hluta síðustu aldar var ég alin upp við að ekkert starf væri svo ómerkilegt að það þyrfti ekki alltaf einhver að vinna það. Ekki skipti máli hvort það var kona eða karl. Þetta á við enn þann dag í dag. Störfin þarf alltaf einhver að vinna.

Við komu í Félagsheimilið fyrir þessum 48árum var húsið fullt af konum á öllum aldri, héðan frá Húsavík og úr nærliggjandi sveitum. Ég hafði ekki áttað mig á að svona margar konur væru hérna, en sjónin talaði sínu máli.

Andrúmsloftið var þykkt af samstöðu, hún var nánast áþreifanleg, það er ógleymanlegt. Að vera hluti af svona stórum hóp þar sem allir réru í sömu átt og ætluðu að róa áfram í sömu átt.

Hef aðeins eitt skipti seinna fundið þessa samstöðu tilfinningu það var þega við og ég segi við kusum Vigdísi til forseta. Það var líka alveg magnað.

Til dagsins í dag.

Langar að vitna hér í grein sem ég las í DVl í liðinni viku.

Þar spyr Unnar Karl Halldórsson eigandi Lóðaþjónustunnar í Reykjavík „þær grenjuskjóður (meinar karla) sem hafa látið i sér heyra og mótmælt kvennaverkfalli. Konur séu ekki að taka nein réttindi af körlum heldur séu þær hreinlega með þá eðlilegu kröfu að fá borgað fyrir sína vinnu jafn mikið og karlar í sömu stöðu. Hann skilur ekki hvers vegna þeir eru allir að væla, segir að dagurinn sé merkilegur á margan hátt, sá baráttudagur sem mestu púðri er eytt í afvegaleiða. Hann bendir körlum á að stæðu þeir frammi fyrir því að ákveðið væri á öllum vinnustöðum að karlar fengju lægri laun en konur fyrir sömu störf, þá myndu þeir ekki taka karlafrídag, heldur ekki karlaverkfallsdag , mjög líklega karlauppsagnardag.“ Greinin í heild er mikið lengri, það var gaman að lesa hana. Fletti Lóðaþjónustunni upp á netinu og fyrirtækið er með jafnlaunavottun.

Enn þá er von, mikil von að ná jafnrétti, vonandi fyrir næstu aldamót, það er vinna, meiri vinna og enn þá meiri vinna,

Hjálpist allir að þá náum við takmarkinu.

Því segi ég við ykkur

Haldið áfram. Haldið ótrauð áfram.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Vel sóttur samstöðufundur á Raufarhöfn

Stéttarfélögin stóðu samtímis fyrir samstöðufundum á Húsavík og Raufarhöfn í tilefni kvennaverkfallsins í dag, 24. október. Á Raufarhöfn var fundurinn haldinn í Hnitbjörgum og var hann vel sóttur. Þar mættu konur frá Raufarhöfn og nágrenni, allt frá Kópaskeri og austur í Þistilfjörð. Allar tóku viðstaddar til máls á einn eða annan hátt og sköpuðust góðar umræður.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Listasafn ASÍ – Eftirprentanir til sölu

Listasafn ASÍ býður til sölu eftirprentanir af mögnuðu verki Ragnheiðar Jónsdóttur, 23 mínútur gengin í þrjú (1976). Verkefnið kjarnar kvennafrídaginn og útgáfan helst í hendur við kvennaverkfallið í dag, 24. október. Hægt er að fá verkið í bæði hátíðarútgáfu og hefðbundnari eftirprentun.

Hátíðarútgáfan er 40×60 cm, Offset prent á 200g Arctic Volume pappír og kostar 3.900 kr. Hægt er að kaupa verkið hér.

Hefðbundna eftirprentunin er 50×70 cm, Offset prent á 240g Munken pappír og kostar 5.200 kr. Hægt er að kaupa hefðbundnu eftirprentunina hér.

Það kemur fyrir að vefverslun safnbúðarinnar stenst ekki álagið ef mikil umferð er um síðuna. Fólk er beðið að sýna þessu skilning og bent er á að áhugasamir geta haft samband við safnabúðina í gegnum Messenger ef þeir lenda í vandræðum með að ganga frá kaupum.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Minnum á kvennaverkfall 24. október

Konur og kvár í Þingeyjarsýslum. 

Við minnum á samstöðufundina þriðjudaginn 24. október.

Á Húsavík – í húsnæði Stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. á milli 13:00 – 15:00. 

Á Raufarhöfn – í félagsheimilinu Hnitbjörgum á milli kl. 13:00 og 15:00. 

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Úthlutun íbúða yfir jól og áramót

Þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem hafa í huga að leigja einhverja af íbúðum félaganna á Akureyri, í Reykjavík eða Kópavogi yfir jól og áramót, geta sótt um það til skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember og verður íbúðum úthlutað til félagsmanna í framhaldi af því. Tímabilið sem er til umsóknar er 21. desember til 2. janúar og eru mögulegir skiptidagar 27., 28. eða 29. desember. Umsóknir sendist á kristjan@framsyn.is.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Formaður Framsýnar í viðtali á Rás 2

Í fréttum fjölmiðla í dag hefur talsvert verið rætt um þann orðróm að flugfélagið Ernir sé mögulega að hætta flugi til Húsavíkur. Ef sú ákvörðun verður að veruleika hefði það mikil áhrif á samfélagið í Þingeyjarsýslum.

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni var í viðtali á mbl.is í dag vegna málsins.

Aðalsteinn Árni mun verða gestur í síðdegisútvarpinu á Rás 2 um kl 16:20 í dag, 7. september, þar sem hann kemur til með að ræða þetta mál. Við hvetjum áhugasama til að hlýða á viðtalið.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Þeir fiska sem róa – Myndlistarsýning

Andrea Ólafs er mögulega betur þekkt samferðafólki frá Húsavík sem skólasystir í grunn- og framhaldsskóla og síðar á landsvísu fyrir samfélagsbaráttu sína, bæði sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og í framboði til þings og forsetaembættis. 

Í seinni kafla lífsins hefur Andrea hins vegar yfirgefið pólitíkina og hefur þess í stað valið að leggja fyrir sig listsköpun. Hún segir Listagyðjuna sjálfa hafa ýtt við henni í draumförum og vakið skaparinn af værum blundi með tilheyrandi gleði og hamingju. Þeirri hamingju er erfitt að lýsa, því það er ekkert tungumál sem nær utan um hana – hún býr einfaldlega í rótum hjartans segir Andrea. 

Andrea hefur ákveðið að deila sköpunargleðinni á æskustöðvunum í ár, með Húsvíkingum og gestum Mærudaga og býður alla hjartanlega velkomna á opnun sýningarinnar „Þeir fiska sem róa“Sýningin er sú þriðja í sýningarröð sem kallast „Listin að lifa“ sem fór af stað í tilefni hálfrar aldar afmælis listamannsins í ágúst síðast liðnum. Sýningin verður formlega opnuð á fimmtudaginn 27. júlí kl. 17 í félagsheimili eldri borgara í Hlyn á Garðarsbraut 44 og stendur yfir á Mærudögum. 

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Kosning um samning STH við sveitarfélögin

Í gær, 15. júní, hófst atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin sem Starfsmannafélag Húsavíkur ásamt tíu öðrum aðildarfélögum BSRB skrifuðu undir þann 10. júní sl.

Atkvæðagreiðslan er rafræn og ættu allir félagsmenn sem hafa virkt tölvupóstfang á skrá að hafa fengið slóð á kosninguna í tölvupósti ásamt kynningu á samningnum. Innskráning í kosninguna er með rafrænum skilríkjum. Einnig er hægt að skrá sig inn hér.

Kosningunni lýkur mánudaginn 19. júní kl. 12:00.

Um skammtímasamning er að ræða sem er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Samkvæmt samningnum þá hækka mánaðarlaun að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti.

Við viljum hvetja félagsmenn til að kynna sér kjarasamninginn og taka þátt í atkvæðagreiðslunni um hann.

Hlekkur á kosningu

Stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Framsýn gengur frá samningi við ríkið

Í gær var skrifað undir nýjan kjarasamning SGS við ríkið en Framsýn er eitt 18 aðildarfélaga SGS og því aðili að samningnum. Í dag, föstudag, klukkan 15:00 hefst rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn og eru 118 félagar Framsýnar á kjörskrá. Þeir fá í dag senda slóð á kosninguna og öll kynningargögn um samninginn. Ef einhver fær ekki kjörgögn í dag en telur sig eiga rétt á að kjósa um samninginn skal viðkomandi hafa samband við skrifstofu.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér samninginn vel og taka þátt í kosningunni um hann. Kosningunni lýkur 21. júní kl 09:00.

Helstu atriði úr nýja samningnum:
Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
Ný launatafla fylgir samningnum og gildir hún afturvirkt frá 1. apríl 2023.
Samningsaðilar skuldbinda sig til að fara yfir stofnanasamninga stéttarfélaga SGS á heilbrigðisstofnunum með það að marki að greina hvort til staðar sé launamunur á sömu starfsheitum/störfum í stofnanasamningum við stéttarfélög. Ef launamunur finnst milli sömu starfa verður munurinn leiðréttur frá 1. apríl 2023 þannig að tryggt sé að verið sé að greiða sömu laun fyrir sömu störf.
Persónuuppbót (desemberuppbót) á árinu 2023 verður 103.000 kr. miðað við fullt starf.
Orlofsuppbót á árinu 2023 verður 56.000 kr miðað við fullt starf.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning BSRB og sveitarfélaganna

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning aðildarfélaga BSRB og sveitarfélaganna verður haldinn miðvikudaginn 14. júní klukkan 17 í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Í framhaldinu mun félögum STH sem starfa hjá sveitarfélaginu gefast kostur á að greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan verður rafræn.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Enn eru lausar nokkrar vikur í sumarhúsum

Það eru enn lausar nokkrar vikur í sumarhúsum í sumar, sjá lausar dagsetningar hér fyrir neðan.

Mörk Grímsnesi, 18.-25. ágúst

Flókalundur Barðaströnd, 16.-23. júní

Ássel Kjarnaskógi, 25. ágúst – 1. september

Illugastaðir Fnjóskadal, 23.-30. júní, 25. ágúst-1. september

Hafið samband við skrifstofu til að bóka.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Lausar vikur í orlofshúsum

Það eru enn þó nokkrar vikur lausar í orlofshúsunum í sumar, mest í júní og ágúst, en einnig er eitthvað laust á Einarsstöðum og Illugastöðum í júlí. Athugið að eingöngu er í boði að leigja heilar vikur í orlofshúsum og eru skiptidagar á föstudögum.

Hægt er að skoða lausar vikur á orlofsvefnum: https://orlof.is/framsyn/site/rent/rent_list.php. Það sem merkt er með x er bókað. Grár bakgrunnur merkir að húsið er ekki í boði á þeim tíma. Eins má spyrjast fyrir um lausar vikur með því að hafa samband við skrifstofuna.

Einnig er enn talsvert laust í íbúðum stéttarfélaganna, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar er fyrirkomulagið dagaleiga eins og verið hefur.

Til að sækja um þarf að hafa samband við skrifstofu.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Kosið um verkföll á Húsavík 

Á hádegi í dag, þriðjudaginn 16. maí hófst atkvæðagreiðsla um enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu Starfsmannafélags Húsavíkur og 10 annara aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og mun berast félögum í tölvupósti en einnig er hægt að opna hana hér

Samband íslenskra sveitarfélaga neitar enn að verða við þeirri sjálfsögðu kröfu að leiðrétta augljósa mismunun á launum starfsfólks sveitarfélaga sem heyrir undir mismunandi kjarasamninga. Á mannamáli þýðir það að félagar Starfsmannafélags Húsavíkur eiga að fá að meðaltali 25% lægri launahækkun og verða af um 140.000 krónum sem aðrir hafa þegar fengið í launaumslagið. Um er að ræða fólk sem vinnur hlið við hlið, jafnvel í sömu starfsheitum innan sömu stofnana sveitarfélaga; t.d innan leikskóla, grunnskóla, heimila fatlaðs fólks, íþróttamannvirkja og áhaldahúsa.  

Greidd verða atkvæði um verkföll í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík sem hluti af aðgerðaráætlun BSRB um allt land sem ætlað er að þrýsta á Samband íslenskra sveitarfélaga að verða við réttlátum kröfum starfsfólks þeirra. 

Athugið að aðeins félagsfólk starfsmannafélagsins í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík hefur atkvæðisrétt. Við hvetjum öll til að kjósa til að tryggja starfsfólki félaga BSRB um allt land sanngjarnar launahækkanir. Þitt atkvæði skiptir máli.

Innskráningarslóð inn á kjörseðilinn er ock.is/verkfall

Íslykil eða rafræn skilríki þarf til að opna kjörseðilinn. 

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Virk fyrirtæki

Framsýn á í góðu samstarfi við Virk starfsendurhæfingarsjóð og er Ágúst Óskarsson, ráðgjafi hjá Virk, starfsmaður Framsýnar. Starfsemi Virk snýst um að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

Virk fagnar um þessar mundir 15 ára starfsafmæli. Á ársfundi Virk þann 25. apríl var í fyrsta sinn veitt viðurkenning til fyrirtækja og stofnana sem þykja sinna vel samstarfi við Virk og sýna samfélagslega ábyrgð og er stefnan að héðan í frá verði þetta árlegur viðburður.

Að þessu sinni voru það 13 fyrirtæki og stofnanir sem fengu tilnefningu. Það voru svo Össur Iceland og Vista verkfræðistofa sem fengu viðurkenninguna Virkt fyrirtæki 2023.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík var eitt þeirra fyrirtækja og stofnana sem fengu tilnefningu að þessu sinni. Sjá nánar hér.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

A special agreement signed

Before the weekend, the representatives of Framsyn and the Confederation of Icelandic Employers (SA) signed a special wage agreement for workers working on passenger boats in tourism industry in Húsavík. This agreement is an extension of the current contract for bird and whale watching workers.  

The agreement, which takes into account the increases in the wage rates according to the collective agreement of the Federation of General and Special Workers in Iceland (SGS) and the Confederation of Icelandic Employers (SA) and is retroactive and valid from November 1, 2022, to January 31, 2024. 

Fixed wages will increase by up to ISK. 52,000 per month excluding shift premium. The agreement means that the salary part of the contract will increase, but other points from Framsyn’s demands will be taken up for discussion no later than in October.  

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Bony zniżkowe na loty Niceair z Akureyri 

Nasze związki Framsýn właśnie skończyły rozmowy z liniami lotniczymi Niceair dotyczące zniżkowych lotów, która dotyczy również członków związków Þingðn oraz STH.  

Bon zniżkowy o wartości 32.000 isk. na loty liniami Niceair. Możliwe jest wykorzystanie bonu do zakupu biletów lotniczych oraz dodatkowych usług związanych z lotami Niceair przez stronę internetową spółki pod adresem www.niceair.is. Każdy członek związków może zamówić na potrzeby własne, dwa bony zniżkowe w czasie jednego roku (co 365 dni), płacąc 20.000 isk. za każdy bon, więc zniżka wynosi 12.000 isk. za każdy bon. Można użyć więcej niż jednego bonu podczas rezerwacji. Bon obejmuje tylko loty Niceair i przysługuje tylko członkom związkowym. Jeśli rezerwacja jest dokonana przez przedstawiciela Niceair to obowiązują dodatkowe stawki usługowe. Po dokonaniu rezerwacji obowiązują warunki dotyczące zmian i innych zmian w taryfie.  

Bony można zakupić na naszej stronie urlopowej https://orlof.is/framsyn/ 

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Páskaúthlutun lokið

Nú er búið að fara yfir umsóknir um páskaúthlutun. Ekki var sótt um allar íbúðir svo það er enn möguleiki á að skrá sig fyrir íbúð um páskana í íbúðum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Engir skiptidagar verða í boði yfir páskadagana svo það er einungis hægt að leigja frá miðvikudegi eða fimmtudegi og fram á mánudag/þriðjudag. Áhugasamir hafi samband við skrifstofuna eða sendi póst á kristjan@framsyn.is.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir

Glærukynning á kjarasamningi sjómanna

Núna stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning sjómanna. Kosning verður opin til klukkan 15 föstudaginn 10. mars. Hægt er að kjósa með því að smella á þennan hlekk: https://mitt.asa.is/Poll/Poll/Detail/144

Framsýn hefur fengið glærukynningu með hljóðupptöku sem sjómenn geta notað til að kynna sér samninginn betur. Smellið hér til að opna kynninguna. Þegar kynningin hefur verið opnuð er best að smella á „Slide Show“ í valmyndinni efst. Smellið svo á „From Beginning“ og þá ætti kynningin að spilast með hljóði.

Kristján Ingi Jónsson Fréttir