Vel sóttur samstöðufundur á Raufarhöfn

Stéttarfélögin stóðu samtímis fyrir samstöðufundum á Húsavík og Raufarhöfn í tilefni kvennaverkfallsins í dag, 24. október. Á Raufarhöfn var fundurinn haldinn í Hnitbjörgum og var hann vel sóttur. Þar mættu konur frá Raufarhöfn og nágrenni, allt frá Kópaskeri og austur í Þistilfjörð. Allar tóku viðstaddar til máls á einn eða annan hátt og sköpuðust góðar umræður.

Deila á
Kristján Ingi Jónsson Fréttir