Páskaúthlutun lokið

Nú er búið að fara yfir umsóknir um páskaúthlutun. Ekki var sótt um allar íbúðir svo það er enn möguleiki á að skrá sig fyrir íbúð um páskana í íbúðum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Engir skiptidagar verða í boði yfir páskadagana svo það er einungis hægt að leigja frá miðvikudegi eða fimmtudegi og fram á mánudag/þriðjudag. Áhugasamir hafi samband við skrifstofuna eða sendi póst á kristjan@framsyn.is.

Deila á
Kristján Ingi Jónsson Fréttir