Úthlutun íbúða yfir jól og áramót

Þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem hafa í huga að leigja einhverja af íbúðum félaganna á Akureyri, í Reykjavík eða Kópavogi yfir jól og áramót, geta sótt um það til skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember og verður íbúðum úthlutað til félagsmanna í framhaldi af því. Tímabilið sem er til umsóknar er 21. desember til 2. janúar og eru mögulegir skiptidagar 27., 28. eða 29. desember. Umsóknir sendist á kristjan@framsyn.is.

Deila á
Kristján Ingi Jónsson Fréttir